Adam Gottlob Moltke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adam Gottlob Moltke. Málverk eftir Carl Gustaf Pilo.

Adam Gottlob lensgreve (von) Moltke (10. nóvember 171025. september 1792) var lénsgreifi af þýskum og dönskum ættum. Hann var yfirhirðmarskálkur í Danmörku og var einn valdamesti maður landsins á stjórnartíma Friðriks 5. árin 1746-1766. Hann var verndari lista og margar byggingar og listaverk liggja eftir frá hans tíma sem hann fékk arkitekta og listamenn til að gera. Ein af höllunum fjórum í Amalíuborg er höll Moltkes en hún var byggð fyrir hann á sínum tíma. Adam Gottlob Moltke átti 22 börn.