„Volga“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: mrj:Йыл
VolkovBot (spjall | framlög)
m [r2.5.1] robot Bæti við: hy:Վոլգա (գետ), krc:Итил
Lína 53: Lína 53:
[[hr:Volga]]
[[hr:Volga]]
[[hu:Volga]]
[[hu:Volga]]
[[hy:Վոլգա (գետ)]]
[[id:Sungai Volga]]
[[id:Sungai Volga]]
[[io:Volga]]
[[io:Volga]]
Lína 63: Lína 64:
[[ko:볼가 강]]
[[ko:볼가 강]]
[[koi:Волга (ю)]]
[[koi:Волга (ю)]]
[[krc:Итил]]
[[ku:Volga]]
[[ku:Volga]]
[[la:Rha]]
[[la:Rha]]

Útgáfa síðunnar 1. desember 2010 kl. 12:08

46°10′N 48°40′A / 46.167°N 48.667°A / 46.167; 48.667

Volga við Jaróslavlj.

Volga er stórfljót í Rússlandi, lengsta á Evrópu og mesta siglingaleið innanlands í Rússlandi. Áin kemur upp í Valdaihæðum, sem eru landsvæði á milli Novgorod og Moskvu, og rennur 3700 kílómetra í meginstefnur austur og suður, þar til hún tæmist í Kaspíahaf. Vatnasvið árinnar er nálægt þriðjungi af Evrópuhluta Rússlands. Rússar tala oft um Volgu sem móður Rússlands og er það lýsandi fyrir mikilvægi árinnar. Hún er lygn og breið (10 kílómetrar á breidd sums staðar). Um ána fer nálægt helmingi allra flutninga á ám og vötnum í Rússlandi. Upp eftir ánni er flutt korn, byggingavörur, salt, fiskur og kavíar, en niður er aðallega siglt með timbur.

Upptök árinnar í Valdaihæðum eru í aðeins 226 metra hæð yfir sjó og vegna þessarar litlu fallhæðar verður áin mjög lygn og straumhraði er lítill. Frá Volgograd til Kaspíahafs (síðustu 480 kílómetrana) er áin dálítið undir sjávarmáli, því að yfirborðsflötur Kaspíahafs er lægri en meðalflötur sjávar. Við ósana eru víðáttumiklir óshólmar (delta), sem eru myndaðir úr framburði árinnar. Efst í óshólmunum er hafnarborgin Astrakhan. Áin rennur meðfram eða í gegnum fjölda borga og má sem dæmi nefna Uljanovsk, Samara, Saratov og Volgograd. Helstu hafnarborgir við ána eru Tver, Nizhny Novgorod, Kazan, Samara, Volgograd, Astrakhan, Saratov, Yaroslavl og Rybinsk. Áin er skipgeng meginhluta ársins en ís getur valdið vandræðum á veturna og vatnsþurrð síðsumars.

Tengill