„Búrkína Fasó“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bjn:Burkina Faso
LA2-bot (spjall | framlög)
Lína 118: Lína 118:
[[an:Burkina Faso]]
[[an:Burkina Faso]]
[[ar:بوركينا فاسو]]
[[ar:بوركينا فاسو]]
[[ast:Burkina Faso]]
[[ast:Burkina Fasu]]
[[az:Burkina Faso]]
[[az:Burkina Faso]]
[[bat-smg:Borkėna Fasos]]
[[bat-smg:Borkėna Fasos]]
Lína 246: Lína 246:
[[th:ประเทศบูร์กินาฟาโซ]]
[[th:ประเทศบูร์กินาฟาโซ]]
[[tk:Burkina Faso]]
[[tk:Burkina Faso]]
[[tl:Burkina Faso]]
[[tl:Burkina Paso]]
[[tr:Burkina Faso]]
[[tr:Burkina Faso]]
[[ts:Burkina Faso]]
[[ts:Burkina Faso]]

Útgáfa síðunnar 13. nóvember 2010 kl. 17:07

Burkina Faso
Fáni Búrkína Fasó Skjaldarmerki Búrkína Fasó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unité, Progrès, Justice
(franska: Eining, framfarir, réttlæti)
Þjóðsöngur:
'Une seule nuit
(Aðeins ein nótt)
Staðsetning Búrkína Fasó
Höfuðborg Ouagadougou
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Blaise Compaoré
Tertius Zongo
Sjálfstæði
 • frá Frakklandi 5. ágúst, 1960 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
72. sæti
274.200 km²
0,1
Mannfjöldi
 • Samtals (2005)
 • Þéttleiki byggðar
63. sæti
13.925.313
51/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 • Samtals 16.845 millj. dala (117. sæti)
 • Á mann 1.284 dalir (163. sæti)
VÞL (2007) 0,370 (176. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .bf
Landsnúmer +226
Kort af Búrkína Fasó

Búrkína Fasó er landlukt land í Vestur-Afríku með landamæriMalí í norðri, Níger í austri, Benín í suðaustri, Tógó og Gana í suðri og Fílabeinsströndinni í vestri. Landið hét Efri-Volta til ársins 1984 þegar því var breytt í Búrkína Fasó, sem merkir „land hinna uppréttu“ á tungumálunum moré og dioula sem eru tvö stærstu mál innfæddra.

Landið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1960. Núverandi forseti, Blaise Compaoré, komst til valda eftir hallarbyltingu árið 1987.

Saga

Hefðbundnir leirkofar í suðausturhluta landsins.

Landið var byggt veiðimönnum og söfnurum frá 12000 til 5000 f.Kr. Minjar um þá, tæki gerð úr tinnu, fundust í norðvesturhluta landsins árið 1973. Fastir bústaðir komu fram á sjónarsviðið milli 3600 og 2600 f.Kr. Járn, brenndur leir og slípaðir steinar sem fundist hafa eru frá 1500 til 1000 f.Kr.

Minjar um bústaði Dogona er að finna í norður- og norðvesturhluta landsins en þeir yfirgáfu þetta svæði milli 15. og 16. aldar og settust að í klettunum í Bandiagara. Leifar af háum veggjum hafa fundist í suðvesturhlutanum, líkt og á Fílabeinsströndinni, en ekki er vitað hverjir reistu þá.

Á 15. og 16. öld var Búrkína Fasó efnahagslega mikilvægt svæði fyrir Songhæveldið sem ríkti yfir svæðinu umhverfis Nígerfljót. Á þeim tíma kom Mossaveldið fram, riddarar frá þorpunum á vatnasviði Volta, sem náði að leggja undir sig stór svæði. Höfuðborg Mossaveldisins var Ouagadougou. Þetta ríki var sigrað af Frökkum eftir langvinnar styrjaldir árið 1896.

Yfirráð nýlenduherranna voru meira að nafninu til en í reynd og framan af ríkti óvissa um hvaða landsvæði tilheyrði hverjum. Á ráðstefnu 14. júní 1898 skiptu Bretar og Frakkar landinu á milli sín. Andspyrna gegn Frökkum hélt áfram í um fimm ár en þegar Efri-Volta var innlimuð í nýlenduna Efra Senegal og Níger 1904 var henni að mestu lokið.

Menn frá Búrkína Fasó voru kvaddir í senegalska fótgönguliðið í Fyrri heimsstyrjöld og 1915-1916 hófst Volta-Bani-stríðið þar sem íbúar vesturhluta Búrkína Fasó og austurhluta Malí börðust gegn nýlendustjórninni í blóðugustu uppreisn sem nýlendustjórn Frakka hafði lent í. Skömmu síðar bundu Túaregar og bandamenn þeirra í norðurhlutanum endi á vopnahléð sem þeir höfðu gert við nýlendustjórnina. Vegna ótta við uppreisnir ákvað nýlendustjórnin að skilja landið frá Efra Senegal. Nýja nýlendan var nefnd Efri-Volta og François Charles Alexis Édouard Hesling varð fyrsti landstjóri hennar.

Hesling hóf mikla vegagerð og reyndi að auka baðmullarframleiðsluna, en aðferðir hans, sem byggðu á valdboði, virkuðu ekki og efnahagur landsins staðnaði. Nýlendan var leyst upp 5. september 1932 og landinu skipt milli Fílabeinsstrandarinnar, Frönsku Súdan og Níger. Bróðurparturinn fór til Fílabeinsstrandarinnar.

Skiptingin var tekin aftur í kjölfar mikillar andúðar á nýlendustjórninni í kjölfar Síðari heimsstyrjaldar og 4. september 1947 var Efri-Volta aftur búin til með landamærin frá 1932. 11. desember 1958 fékk landið heimastjórn sem Lýðveldið Efri-Volta. Fullt sjálfstæði frá Frakklandi varð að veruleika 1960 og fyrsti forseti landsins var Maurice Yaméogo.

Fljótlega bannaði Yaméogo alla aðra stjórnmálaflokka en sinn eigin. 1966 var gerð herforingjabylting eftir langvinn mótmæli og verkföll námsmanna og verkafólks. Forseti herforingjastjórnarinnar var Sangoulé Lamizana sem leiddi nokkrar herforingjastjórnir og blandaðar stjórnir allan 8. áratuginn. 1977 var ný stjórnarskrá samþykkt og ári síðar var Lamizana lýðræðislega kjörinn forseti með miklum mun.

1980 var aftur gerð herforingjabylting leidd af Saye Zerbo sem setti upp stjórnarráð herforingja og ógilti þar með stjórnarskrána. Tveimur árum síðar var honum steypt af stóli af Jean-Baptiste Ouédraogo og ári síðar gerði Thomas Sankara hið sama. Sankara var, ásamt Blaise Compaoré, fulltrúi róttækari afla innan stjórnarráðsins. 1984 stóð Sankara fyrir því að nafni landsins var breytt úr Efri-Volta í Búrkína Fasó. Sankara bjó til „þjóðarráð byltingarinnar“, sem þónaði hlutverki þings, og „nefndir til verndar byltingunni“ sem þjónuðu hlutverki pólitísks lögregluliðs.

Á jóladag 1985 kom til átaka milli Búrkína Fasó og Malí yfir Agacher-ræmunni á landamærum ríkjanna þar sem eru miklar auðlindir í jörðu. Stríðinu lauk eftir fimm daga og 100 manns féllu.

Spennan milli verkalýðsfélaganna og nefndanna, sem sums staðar voru lítið annað en vopnaðir glæpahópar, jókst og 5. október 1987 var Sankara myrtur og Blaise Compaoré tók við völdum. Compaoré tók margar af ákvörðunum Sankaras aftur og leyfði m.a. hægrisinnaða flokka á þinginu.

Stjórnmál

Stjórnarskrá Búrkína Fasó er frá 2. júní 1991. Þar er kveðið á um forsetaræði þar sem forsetinn, sem kosinn er til sjö ára, getur leyst þingið upp. Árið 2000 var kjörtímabil forseta minnkað í fimm ár sem tók gildi eftir kosningarnar 2005. Stjórnlagadómstóll komst þá að því að þessi takmörkun ætti ekki við sitjandi forseta á þáverandi kjörtímabili, Blaise Compaoré, þar sem hann hefði þegar verið forseti árið 2000. Hann var endurkjörinn með miklum mun í kosningunum.

Þing Búrkína Fasó skiptist áður í tvær deildir: þjóðþingið (neðri deild) og fulltrúaþingið (efri deild), en efri deildin var lögð niður árið 2002 og því er löggjafinn aðeins þjóðþingið þar sem 111 fulltrúar sitja kjörnir til fimm ára í senn.

Stjórnsýsluskipting

Búrkína Fasó skiptist í þrettán héruð, 45 sýslur og 301 umdæmi:

Landafræði

Gervihnattarmynd af Búrkína Fasó.

Stærstur hluti Búrkína Fasó er rofslétta þar sem landslagið bylgjast lítillega, með nokkrum stökum hæðum, leifum af fjallgarði frá forkambríumtíma. Í suðvestri eru hins vegar sandsteinsfjöll þar sem hæsti tindur landsins, Ténakourou, rís 749 metra yfir sjávarmál. Meðalhæð yfir sjávarmáli í Búrkína Fasó er 400 metrar. Landið er hlutfallslega flatt.

Þrjár þverár Voltafljóts renna í gegnum landið sem áður dró nafn sitt af þeim: Mouhoun (áður Svarta Volta), Nakambé (áður Hvíta Volta) og Nazinon (áður Rauða Volta). Aðeins er rennsli í tveimur fljótum árið um kring: í Mouhoun og Komoé sem rennur í suðvestur. Hlutar landsins eru á vatnasviði Nígerfljóts. Vatnsskortur er oft vandamál, sérstaklega í norðurhlutanum.

Loftslag er aðallega hitabeltisloftslag með tvær skýrt aðgreindar árstíðir: regntímabil sem varir í fjóra mánuði frá maí til september og þurrkatímabil sem varir í átta. Á þurrkatímabilinu blæs harmattan, þurr staðvindur frá Sahara, yfir landið. Landið er heitast og þurrast á eyðimerkurjaðrinum (Sahel) í norðri, en kaldara og votara í suðri og suðvestri.

Efnahagslíf

Landbúnaðarverkamenn í Búrkína Fasó.

Verg landsframleiðsla á mann í Búrkína Fasó er með því lægsta sem gerist og landið er 28. fátækasta ríki heims. 32% landsframleiðslunnar er í landbúnaði þar sem 80% íbúanna vinna. Landbúnaður er aðallega kvikfjárrækt, en í suður- og suðvesturhlutanum er stunduð jarðrækt, einkum á dúrru, perluhirsi, maís, jarðhnetum, hrísgrjónum og bómull.

Vegna mikils atvinnuleysis er útflutningur fólks mikill. Sem dæmi má nefna að þrjár milljónir manna frá Búrkína Fasó búa á Fílabeinsströndinni. Samkvæmt Seðlabanka Vesturafríkuríkja senda hinir brottfluttu tugi milljarða evra til heimalandsins á hverju ári. Þetta ástand hefur líka leitt til spennu í nágrannaríkjunum.

Menning

Stærsta einstaka þjóðarbrotið sem býr í Búrkína Fasó eru Mossi sem mynda 40% af íbúafjölda landsins en 60% íbúanna tilheyra svo yfir 60 þjóðarbrotum, þau stærstu eru Gurunsi, Senufo, Lobi, Bobo, and Fula. Tungumál þessara þjóða tilheyra tveimur greinum Níger-Kongómálaættarinnar: Gurmálum og Mandémálum. Um helmingur íbúa landsins eru múslimar, 30% kristnir og aðrir aðhyllast hefðbundin afrísk trúarbrögð.

Í Ouagadougou er haldin árlega önnur stærsta menningarhátíð Afríku: Festival panafricain du cinéma et de la télévision de Ouagadougou (FESPACO).

ak:Burkina faso