„Tryggvi Þór Herbertsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Tek aftur breytingu 952865 frá SigRagnarsson (spjall)
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Tek aftur breytingu 952863 frá SigRagnarsson (spjall)
Lína 74: Lína 74:
=== Skýrsla fyrir olíufélögin ===
=== Skýrsla fyrir olíufélögin ===
Árið [[2004]] fékk olíufélagið [[Skeljungur]] Tryggva og [[Jón Þór Sturluson]] til að veita hagfræðilega greiningu á úrskurði [[Samkeppniseftirlitið|Samkeppniseftirlitsins]] um [[samráð olíufélaganna]]. Þeir töldu hafa hallað á þau í úrskurðinum. Deilt var um greininguna.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3614004 ''Morgunblaðið'' 5. nóvember 2010, bls. 28: Grein eftir Tryggva og Jón Þór Sturluson]. Skoðað 26. október 2010.</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3614005 Ibid., bls. 29]. Skoðað 26. október 2010.</ref>
Árið [[2004]] réði íslenska olíufélagið [[Skeljungur]] Tryggva ásamt [[Jón Þór Sturluson|Jóni Þór Sturlusyni]] til þess að veita hagfræðilega greiningu á úrskurði [[Samkeppniseftirlitið|Samkeppniseftirlitsins]] um [[samráð olíufélaganna]]. Komust þeir Tryggvi og Jón Þór því mjög hefði hallað á olíufélögin í úrskurði Samkeppniseftirlitsins:
Var umrædd skýrsla gagnrýnd af Samkeppnisráði, sem benti á að skýrslan hefði verið pöntuð af lögmönnum sakborninganna í málinu. Þá taldi Samkeppnisráð það há skýrsluhöfundum að þeir hefðu aðeins fengið til umfjöllunar viðurlagakafla frumathugunarinnar, að þeir hafi ekki nýtt sér að fullu aðgang sem þeir höfðu að upplýsingum úr rekstri olíufélaganna og að þá skorti yfirsýn yfir framkvæmd sambærilegra mála erlendis og þá aðferðafræði sem gengur og gerist í málum sem þessum.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3614004 Ómálefnalegar aðdróttanir]; lesendagrein í Morgunblaðinu 5. nóvember 2004 eftir Jón Þór Sturluson og Tryggva Þór Herbertsson, bls 28</ref> Þessum ásökunum vísuðu skýrsluhöfundar á bug.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3614005 Ómálefnalegar aðdróttanir]; lesendagrein í Morgunblaðinu 5. nóvember 2004 eftir Jón Þór Sturluson og Tryggva Þór Herbertsson, bls 29</ref>

Þess má geta að dómstólar tóku undir gagnrýni þeirra Jóns og Tryggva og lækkuðu sektarfjárhæðir þær sem Samkeppnisstofnun fór fram á verulega.


===Skýrsla fyrir Viðskiptaráð um fjármálastöðugleika á Íslandi===
===Skýrsla fyrir Viðskiptaráð um fjármálastöðugleika á Íslandi===

Útgáfa síðunnar 26. október 2010 kl. 20:23

Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH)
Fæðingardagur: 17. janúar 1963 (1963-01-17) (61 árs)
Fæðingarstaður: Neskaupstaður
9. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Efnahags- og skattanefnd og iðnaðarnefnd
Þingsetutímabil
2009- í Norðaust. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Tryggvi Þór Herbertsson (f. 17. janúar 1963) er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Menntun og ferill

Tryggvi var hljóðmaður á yngri árum t.d. hjá hljómsveitinni Greifunum[1] og Bubba Mortens um leið og hann var eigandi Stúdíó Mjatar á árunum 1981-1986. Hann starfaði síðar sem fréttaklippari hjá Stöð 2 á árunum 1986-1989. Sumarstörf hans voru hjá Iðntæknistofnun og fjármálaráðuneytinu árið 1991.

Tryggvi lauk iðnrekstrarfræðiprófi frá Tækniskóla Íslands árið 1992, M.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og doktorsprófi í hagfræði frá Árósaháskóla árið 1998.

Tryggvi Þór var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 1995 til 2006, auk þess að vera lektor, dósent og síðast prófessor við sama skóla. Frá áramótum 2008-2009 hefur hann verið prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Tryggvi er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadóttur og á fjögur börn.


Störf Tryggva

Skýrsla fyrir olíufélögin

Árið 2004 réði íslenska olíufélagið Skeljungur Tryggva ásamt Jóni Þór Sturlusyni til þess að veita hagfræðilega greiningu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samráð olíufélaganna. Komust þeir Tryggvi og Jón Þór að því að mjög hefði hallað á olíufélögin í úrskurði Samkeppniseftirlitsins:

Var umrædd skýrsla gagnrýnd af Samkeppnisráði, sem benti á að skýrslan hefði verið pöntuð af lögmönnum sakborninganna í málinu. Þá taldi Samkeppnisráð það há skýrsluhöfundum að þeir hefðu aðeins fengið til umfjöllunar viðurlagakafla frumathugunarinnar, að þeir hafi ekki nýtt sér að fullu aðgang sem þeir höfðu að upplýsingum úr rekstri olíufélaganna og að þá skorti yfirsýn yfir framkvæmd sambærilegra mála erlendis og þá aðferðafræði sem gengur og gerist í málum sem þessum.[2] Þessum ásökunum vísuðu skýrsluhöfundar á bug.[3]

Þess má geta að dómstólar tóku undir gagnrýni þeirra Jóns og Tryggva og lækkuðu sektarfjárhæðir þær sem Samkeppnisstofnun fór fram á verulega.

Skýrsla fyrir Viðskiptaráð um fjármálastöðugleika á Íslandi

Árið 2006 kannaði hann sem forstöðumaður Hagfræðistofnunar fjármálastöðugleikann á Íslandi ásamt Frederic Mishkin, prófessor við Columbíuháskóla sem síðar sama ár varð einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna. Skýrsla þeirra varð síðar umdeild, þar sem niðurstaða hennar var sú að raunhagkerfið á Íslandi væri traust sem margir túlkuðu sem heilbrigðisvottorð fyrir fjármálakerfið.[4] Þá hafa ýmsir, til að mynda Robert Wade, prófessor við London School of Economics, og þekktur róttæklingur af vinstri vængnum, haldið því fram að Tryggvi Þór hafi verið eini höfundur skýrslunnar, Frederic Mishkin hafi fengið greidda 135 þúsund dollara frá Viðskiptaráði Íslands fyrir það eitt að leggja nafn sitt við það sem Robert Wade kallar "rýra skýslu" Tryggva Þórs. Hefur hann sagt að hagfræðinemar hefðu fengið falleinkunn fyrir þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í skýrslunni.[5] Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að öldur hafi lægt að nokkru leyti eftir útgáfu skýrslunnar, en viðhorf útlendra fjárfesta hafði breyst til hins verra fram að útgáfu skýrslunnar árið 2006.[6]

Eftir útgáfu skýrslunnar birti einn stærsti fjárfestingarbanki heims, Morgan Stanley, greiningu á skýrslunni. Niðurstaða bankans var að:

We attach a link here, and spend the rest of this report going through in detail, a report that for us was entirely convincing as to why Iceland is not on the cusp of a meltdown.
 
— Úr skýrslu Morgan Stanley: Icelandic Banks: Seeing the Facts through the Frenzy, 12 maí, 2006.


Varðandi trúverðugleika skýrslunnar sagði greiningardeild Morgan Stanley:

We note that the report was commissioned by the Icelandic Chamber of Commerce. However, we are familiar with Prof. Mishkin’s work and do not believe in the slightest that the report he has written, along with Tryggvi Thor Herbertsson, of the University of Iceland, is biased based on who commissioned the report. Further, the arguments simply make a lot of sense.
 
— Úr skýrslu Morgan Stanley: Icelandic Banks: Seeing the Facts through the Frenzy, 12 maí, 2006.


Forstjóri Askar Capital

Árið 2006 varð Tryggvi forstjóri fjárfestingarbankans Askar Capital og var það frá stofnun hans til júlí 2008 þegar hann tók við stöðu sérstaks efnahagsráðgjafa Geirs Haarde forsætisráðherra.[7]

Í tilefni af opnun Aska Capital árið 2006 var Tryggvi Þór spurður af fréttastofu RÚV um hlutverk Aska. Sagði þá Tryggvi Þór: „Við ætlum að fara að bjóða upp á flókna fjármálalega gjörninga og fjármálalegar vörur fyrir stofnanafjárfestingar, fyrir viðskiptabankanna og fyrir ja, stóra fjárfesta.” Fréttamaðurinn fylgdi spurningunni eftir og bað Tryggva Þór um að nefna dæmi. Þá svaraði hann: „Ja, við gætum til dæmis nefnt einhverjar afleiður sem eru tengdar fasteignum í öðrum löndum eða, já til dæmis.”[8]

Aðkoma Tryggva Þórs að bankahruninu

Tryggvi Þór var fimmti efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins frá upphafi.[9]


Sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra reyndi hann að sefa ótta útlendinga við að íslensku bankarnir yrðu gjaldþrota.[10]


Spyrill: Myndi ríkisstjórnin hafa efni á að bjarga öðrum stórum banka?


Tryggvi Þór: Það er augljóst að bankakerfið á Íslandi er mjög stórt miðað við hagkerfið, en við höldum samt sem áður að við getum átt við vandann, því efnahagsreikningurinn er eftir allt mjög góður, það er að segja eignahlið efnahagsreikningsins, og þar sem [bankarnir] hafa ekki keypt húsnæðislán frá Bandaríkjunum eða frá útlöndum. Þannig að við erum frekar viss um að efnahagsreikningarnir séu heilbrigðir og að bankarnir geti starfað á heilbrigðan hátt í framtíðinni.


Spyrill: Já, en svo ég endurtaki spurninguna, ef einn [bankanna] lenti í vandræðum þrátt fyrir það sem þú sagðir, hefðuð þið efni á að bjarga honum?


Tryggvi Þór: Alveg örugglega, við myndum koma bankanum til bjargar, alveg örugglega.


Spyrill: Fullt af fólki í Bretlandi eru með sparnað í þessum tveimur bönkum, Landsbankanum og Kaupþingi. Er peningurinn þeirra öruggur?


Tryggvi Þór: Já, samkvæmt minni vitneskju er Ísland hluti af Evróputilskipun um innistæðutryggingar, þannig að já, svo ætti að vera.


Spyrill: Ég veit að þið eruð hluti af tilskipuninni, ég er að spyrja hvað myndi gerast ef fólkið kæmi til ykkar, mynduð þið segja "Við getum borgað ykkur 20 þúsund evrurnar" eða mynduð þið segja "Efnahagslífið er í svo miklum vanda, mér þykir það leitt, en við getum ekki staðið við þessar skuldbindingar."


Tryggvi Þór: Nei við erum ekki í svo miklum vanda, og líka, veistu, sumir íslensku bankanna starfa úr útibúi í Bretlandi, svo breska [ innistæðutryggingakerfið] á við um þá banka.


Spyrill: Það á við um Kaupþing, en eins og ég skil við þetta á það ekki við um Landsbankann. En það er þá engin hætta á að þið hafið ekki nægan pening til að greiða skuldbindingar við breska sparifjáreigendur ef þeir leita til [tryggingasjóðs innistæðueigenda] á Íslandi?


Tryggi Þór: Eins og ég segi, veistu, við erum bundin af alþjóðalögum til að fara eftir... Já við verðum að fara eftir alþjóðalögum.

 
— Úr viðtali BBC við Tryggva Þór Herbertsson, í BBC 8. október 2008[11]


Tryggvi beitti sér á Alþingi gegn ríkisábyrgð á Icesavereikningum, meðal annars í þingræðu 5. desember 2009.[12]


Björgvin G. Sigurðsson, sem var bankamálaráðherra á tíma bankahrunsins, hefur gagnrýnt Tryggva Þór Herbertsson fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá sér við fall bankanna.


Jón [Þór Sturluson] hringdi í Tryggva, að mér heyrandi, og gekk mjög á hann á laugardeginum, og hinn bara fullyrti alveg „nei, nei, ekkert að gerast, bara fara yfir bankana, forsætisráðherra var að koma heim,“ og bara alveg blákalt. Og Jón trúði honum og við bara líka, maður reiknar ekki með því að það sé alltaf verið að ljúga að manni.
 
— Skýrsla Björgvins G. Sigurðssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, 19. maí 2009, bls. 53[13]


Helgina 4.5. október 2008 var settur á fót sérstakur sérfræðingahópur á vegum forsætisráðherra, en í hópnum sátu Tryggvi Þór (sem er rangt hjá rannsóknarnefnd Alþingis), Friðrik Már Baldursson, Jón Steinsson, Bogi Nils Bogason og Jón Þór Sturluson. Var formfestan við skipan hópsins gagnrýnd af rannsóknarnefnd Alþingis. Þannig segir nefndin:


Að mati rannsóknarnefndar Alþingis skorti verulega á verkstjórn og markviss vinnubrögð hjá íslenskum stjórnvöldum um þetta leyti. Í þessu samhengi má einnig nefna að þegar sérfræðingahópurinn hóf störf byrjuðu meðlimir hans á því að halda í Háskólann í Reykjavík þar sem prenta átti út ársskýrslur og árshlutaskýrslur bankanna.
 
— skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, bls. 253[14]




Tryggvi gegndi því starfi efnahagsráðgjafa þar til hann sagði af sér seinnipart október 2008, en afsögnin kom í kjölfar þess að Tryggvi hafði verið mótfallinn yfirtöku ríkisins á Glitni.[15]

Tryggvi Þór á Alþingi

Tryggvi skipaði annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar 2009.[16] Helsta kosningaloforð hans var að takast á við skuldavandann sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Hann vildi leiða afskriftir í bankakerfinu til skuldara og fella niður 20% af skuldum heimila og fyrirtækja. Þá vildi Tryggvi Þór afnema vaxtabótakerfið „og gera vexti og verðbætur vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði frádráttarbær frá skatti næstu 5 árin án tillits til ráðstöfunartekna en með þaki á virði íbúðarhúsnæðis.“

Hann benti á að allt að 50 þúsund heimili (125 þúsund einstaklingar) og þúsundir fyrirtækja væru tæknilega gjaldþrota. "Með þessum tveim aðgerðum fækkar mjög þeim heimilum og fyrirtækjum sem þurfa að fara þessa leið. Þær hægja á lækkun fasteignaverðs eða stöðva hana og efnahagslífið fer af stað.“

[17]

Tilvísanir

  1. Bjargar hann Geir eins og Greifunum; grein í Fréttablaðinu 2008
  2. Ómálefnalegar aðdróttanir; lesendagrein í Morgunblaðinu 5. nóvember 2004 eftir Jón Þór Sturluson og Tryggva Þór Herbertsson, bls 28
  3. Ómálefnalegar aðdróttanir; lesendagrein í Morgunblaðinu 5. nóvember 2004 eftir Jón Þór Sturluson og Tryggva Þór Herbertsson, bls 29
  4. Toppfræðingur gefur góða einkunn; grein í Fréttablaðinu 2006
  5. Prófessor hæðist að skýrslum íslenskra fræðimanna: Fengju falleinkunn í hagfræðinámi; grein á Pressan.is 2. maí 2010
  6. rannsóknarnefndar Alþingis, 7. bindi, bls. 232
  7. Peningaskápurinn; grein í Fréttablaðinu 2008
  8. Fjármálagaldrar til sölu : Halla Gunnarsdóttir
  9. Sautján ár frá síðasta efnahagsráðgjafa; grein í 24 stundum 2008
  10. Icelandic banks reassure savers; grein á vef BBC 6. október 2008
  11. „Tryggvi Herbertsson and Mark SismeyDurrant on BBC Radio 4's Money Box“. BBC. 8. október 2008.
  12. Alþingi: Ræða Tryggva 5. desember 2009. Skoðað 26. október 2010.
  13. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, 7. bindi, bls. 17“ (PDF).
  14. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, 7. bindi, bls. 253“ (PDF).
  15. Var andvígur yfirtöku Glitnis; grein í Fréttablaðinu 2009
  16. Tryggvi Þór Herbertsson í framboð; af Eyjunni.is
  17. Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður


Tenglar