„Teboðið í Boston“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Arnyb (spjall | framlög)
Ný síða: Þann 16. desember 1773 safnaðist saman hópur frelsisbaráttumanna við höfnina í Boston, Massachusetts, til þess að mótmæla skattheimtu Breta á nýlendur sínar í [[No...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 26. september 2010 kl. 17:31

Þann 16. desember 1773 safnaðist saman hópur frelsisbaráttumanna við höfnina í Boston, Massachusetts, til þess að mótmæla skattheimtu Breta á nýlendur sínar í Norður-Ameríka. Úr varð að skipsförmum af bresku te var hent í höfnina. Þessi atburður sem síðar hefur verið nefndur The Boston Tea Party hefur verið talinn mikilvægur vendipunktur í frelsisbaráttu Bandaríkjanna.

Sögulegur Aðdragandi

Frá árinu 1607 hafði Norður-Ameríku verið skipt í 13 nýlendur breska heimsveldisins. Í kjölfar stríðsreksturs Bretlands í Sjö ára stríðinu (1756-1763) voru Bretar orðnir skuldsettir og í fyrsta sinn sáu þeir sig knúna til þess að leggja skattaálögur á nýlendur sínar í Ameríku. Hinar nýju skattheimtur urðu til þess að spenna myndaðist í samskiptum heimsveldisins og nýlendanna og hin víðfræga krafa "No taxation without representation" varð slagorð frelsisbaráttumanna sem börðust fyrir því að eiga fulltrúa á breska þinginu til þess að geta haft áhrif á málefni á borð við skattheimtu heimsveldisins. Töldu þeir að þar sem þeir höfðu ekki eigin fulltrúa á breska þinginu, væri verið að brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti þeirra sem nýlendubúa breska heimsveldisins. Bretar létu ekki undan kröfum nýlendubúa; árið 1765 lagði breska þingið álögur á prentaðar vörur með The Stamp Act. Tveimur árum síðar var svo lagt á The Townshend Act, skattalöggjöf sem ætlað var tryggja rétt Breta til þess að leggja skatta á nýlendur þeirra í Ameríku. Frelsissinnar mótmæltu þessum skattalöggjöfum og í Boston, árið 1770, brutust út átök (The Boston Massacre), milli breska hersins og nýlendubúa, en þar létu fimm borgarar lífið . Um svipað leiti fjallaði breska þingið um löggjöfina, þar sem ákveðið var að hverfa frá mörgum af fyrirhuguðum skattaálögum, að undanskildu ákvæði um skattheimtu á te, The Tea Act.

The Tea Act

Með skattalöggjöfinni á te var Austur-Indíafélaginu (e. East India Company) í raun gefið einokunarleyfi á teverslun milli Bretlands og nýlendanna. Með nýju fyrirkomulagi var útvöldum umboðsmönnum í nýlendum Breta í Ameríku veitt leyfi til að versla með te. Þrátt fyrir að löggjöfin sjálf fæli í sér lækkun á teverði, þá fólst í henni einokunarverslunarákvæði sem nýlendubúar Ameríku töldu að Bretar gætu yfirfært á aðra verslunarvöru, seinna meir. Aukin heldur litu nýlendubúar svo á að með því að greiða þessa skatta væru þeir að samþykkja rétt Breta til þess að leggja skatta á nýlendubúa sína, án þess að þeir hefðu fulltrúa á breska þinginu. Í öllum nýlendum Ameríku, nema Massachusetts, voru umboðsmenn tesölu þvingaðir af frelsisbaráttumönnum, til að senda á brott skipsfarma af te, en í Boston veittu umboðsmenn viðnám og neituðu að vísa skipum úr höfn. Samuel Adams, leiðtogi hóps frelsisbaráttumanna er kölluðu sig Syni frelsisins (e. Sons of Liberty), kallaði saman fjöldafund, þar sem hann kynnti úrlausn á málinu, sem fólst í því að hvetja skipstjóra kaupskipana til að hverfa á brott, þar sem ekki yrðu greidd aðflutningsgjöld að kröfu breskra stjórnvalda. Á sama tíma gættu menn skipanna, til þess að koma í veg fyrir að teinu væri skipað í land. Þar sem umboðsmennirnir létu ekki undan kröfum nýlendbúa, gripu uppreisnarmenn til þess ráðs að dulbúast sem innfæddir og ráðast um borð í kaupskipin þar sem þeir hentu svo tefarminum í höfnina.

Eftirmálar

The Boston Tea Party atburðirnir vöktu hörð viðbrögð breskra stjórnvalda, sem leiddi til þess að breska þingið samþykkti ný lög,The Intolerable Acts . Margir nýlendubúar litu á þessi lög sem gerræðisleg brot á réttindum þeirra og árið 1774 fór fram í Philadelphiu fundurinn First Continental Congress til þess að skipuleggja mótmæli. Áframhaldandi spenna milli Bretlands og nýlendubúa Ameríku stigmagnaðist hratt og árið 1775 braust út frelsistríð Bandaríkjanna sem leiddi að lokum til stofnunar hinna sjálfstæðu Bandaríkja.