„Hugverk“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


Til hugverkaréttar telst [[höfundaréttur]] og [[grannréttindi]], lög um [[einkaleyfi]], [[vörumerki|vörumerkjavernd]], vernd [[iðnhönnun]]ar, [[nytjamynstur]], [[upprunamerking]]ar og [[viðskiptaleynd]].
Til hugverkaréttar telst [[höfundaréttur]] og [[grannréttindi]], lög um [[einkaleyfi]], [[vörumerki|vörumerkjavernd]], vernd [[iðnhönnun]]ar, [[nytjamynstur]], [[upprunamerking]]ar og [[viðskiptaleynd]].

==Saga==
Flest þau lög sem mynda hugverkarétt eiga rætur að rekja til leyfisbréfa sem konungar Evrópu notuðu til að stýra efnahagslífi ríkja sinna á tímum [[einveldi]]sins og [[kaupauðgisstefna|kaupauðgisstefnunnar]]. Bæði einkaleyfi og höfundaréttur voru upphaflega búin til í þágu fyrirtækja og stofnana sem greiddu fyrir þau gjald til konungsins. Með hugmyndum [[upplýsingin|upplýsingarinnar]] um [[náttúruréttur|náttúrurétt]] breyttist viðhorfið þannig að farið er að tala um rétt einstaklinga sem eiga upptökin að nýjum hugmyndum eða listaverkum til yfirráða yfir þeim. Elstu lög sem kveða á um eignarétt uppfinningamanns á uppgötvun sinni eru frönsk lög frá 1791.

Notkun hugtaksins „hugverk“ nær að minnsta kosti aftur til 1888 þegar [[Svissneska hugverkaskrifstofan]] (''Bureau fédéral de la propriété intellectuelle'') var stofnuð í [[Bern]], [[Sviss]]. 1893 var ákveðið að sameina stofnanir [[Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar|Parísarsamþykktar um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar]] frá 1883 og [[Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum|Bernarsáttmála til verndar bókmenntum og listaverkum]] frá 1886 og stofna eina [[Sameinuð alþjóðaskrifstofa um vernd hugverka|Sameinaða alþjóðaskrifstofu um vernd hugverka]] (''Bureaux Internationaux Réunis pour la Protection de la Propriété Intellectuelle'' eða ''BIRPI''). [[Alþjóðahugverkastofnunin]] tók við hlutverki þessarar skrifstofu árið 1967.

Árið 1994 var gerður [[Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum]] sem viðauki við [[GATT]]-samninginn. Hann kveður á um ákveðin lágmarksskilyrði sem ríki þurfa að uppfylla í löggjöf sinni til verndar hugverkum.


==Gagnrýni==
==Gagnrýni==

Útgáfa síðunnar 7. september 2010 kl. 13:09

Hugverk eru ákveðnar tegundir sköpunarverka mannsins þar sem inntak verksins er huglægt. Um hugverk hefur því skapast ákveðið regluverk í löggjöf sem nefnist einu nafni hugverkaréttur. Vegna þess að hugverkið er í eðli sínu huglægt þótt það eigi sér fast form þá er „eign“ hugverks annars eðlis en eign á efnislegri útfærslu þess. Hugverkaréttur gengur út á tímabundinn einkarétt eiganda hugverksins sem hefur þá færi á að hagnast á verki sínu. Einkarétturinn (sem er í reynd einokun) er réttlættur með því að hann sé nauðsynlegur til að hvetja til sköpunar og birtingar hugverka í þágu almennings. Meginforsenda hugverkaréttar er því sú að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að nýjar hugmyndir séu birtar og þær komist í opinbera umræðu fremur en að þeim sé haldið leyndum. Einkarétturinn er hvati til birtingar í þágu almannahagsmuna. Eins er það sjónarmið ríkjandi í hugverkarétti að velgengni þess sem skapar hugverkið eigi að vera í samræmi við velgengni verksins; það sé t.d. ekki eðlilegt eða sanngjarnt að höfundur að vinsælu lagi fái ekki notið fjárhagslegs ábata af vinsældum þess.

Til hugverkaréttar telst höfundaréttur og grannréttindi, lög um einkaleyfi, vörumerkjavernd, vernd iðnhönnunar, nytjamynstur, upprunamerkingar og viðskiptaleynd.

Saga

Flest þau lög sem mynda hugverkarétt eiga rætur að rekja til leyfisbréfa sem konungar Evrópu notuðu til að stýra efnahagslífi ríkja sinna á tímum einveldisins og kaupauðgisstefnunnar. Bæði einkaleyfi og höfundaréttur voru upphaflega búin til í þágu fyrirtækja og stofnana sem greiddu fyrir þau gjald til konungsins. Með hugmyndum upplýsingarinnar um náttúrurétt breyttist viðhorfið þannig að farið er að tala um rétt einstaklinga sem eiga upptökin að nýjum hugmyndum eða listaverkum til yfirráða yfir þeim. Elstu lög sem kveða á um eignarétt uppfinningamanns á uppgötvun sinni eru frönsk lög frá 1791.

Notkun hugtaksins „hugverk“ nær að minnsta kosti aftur til 1888 þegar Svissneska hugverkaskrifstofan (Bureau fédéral de la propriété intellectuelle) var stofnuð í Bern, Sviss. 1893 var ákveðið að sameina stofnanir Parísarsamþykktar um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar frá 1883 og Bernarsáttmála til verndar bókmenntum og listaverkum frá 1886 og stofna eina Sameinaða alþjóðaskrifstofu um vernd hugverka (Bureaux Internationaux Réunis pour la Protection de la Propriété Intellectuelle eða BIRPI). Alþjóðahugverkastofnunin tók við hlutverki þessarar skrifstofu árið 1967.

Árið 1994 var gerður Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum sem viðauki við GATT-samninginn. Hann kveður á um ákveðin lágmarksskilyrði sem ríki þurfa að uppfylla í löggjöf sinni til verndar hugverkum.

Gagnrýni

Einkaréttur á hugverkum hefur oft verið gagnrýndur fyrir að ganga gegn megintilgangi sínum og skaða almannaheill með því að skapa gerviskort á ótakmörkuðum gæðum og stuðla þannig að óeðlilega háu verði t.d. á frumlyfjum í þróunarlöndum. Mikilvægi hugverkaréttar í efnahagslífi heimsins hefur vaxið stig af stigi frá því fyrst var farið að ræða hann á 19. öld og um leið hefur verið greinileg tilhneiging til að útvíkka einkaréttinn bæði í tíma og eins láta hann ná til sífellt fleiri sviða. Gagnrýnendur hafa meðal annars bent á að hugverkaréttur skerði hinn eiginlega eignarrétt í mörgum tilvikum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.