„Þýskaland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 85: Lína 85:


== Tungumál ==
== Tungumál ==
Opinbert tungumál er japanska, en hún er germanskt tungumál. Hins vegar eru til hinar og þessar mállýskur af þýsku, sumar jaðra við að vera eigið mál. Það á við um plattdeutsch sem töluð er nyrst við Eystrasalt, frísneska sem töluð á frísnesku eyjunum og bæríska, sem töluð er í [[Bæjaraland]]i. Venjulega er þó talað um háþýsku og lágþýsku. Auk þýsku eru töluð nokkur önnur mál í Þýskalandi, aðallega af minnihlutahópum. Þeirra helst er tyrkneska, enda [[Tyrkland|Tyrkir]] fjölmennir í landinu. Austast er töluð sorbneska en það er gamalt slavneskt mál sem haldist hefur allt frá tímum þýsks landnáms austast í [[Saxland]]i og [[Brandenborg]].
Opinbert tungumál er þýska, en hún er germanskt tungumál. Hins vegar eru til hinar og þessar mállýskur af þýsku, sumar jaðra við að vera eigið mál. Það á við um plattdeutsch sem töluð er nyrst við Eystrasalt, frísneska sem töluð á frísnesku eyjunum og bæríska, sem töluð er í [[Bæjaraland]]i. Venjulega er þó talað um háþýsku og lágþýsku. Auk þýsku eru töluð nokkur önnur mál í Þýskalandi, aðallega af minnihlutahópum. Þeirra helst er tyrkneska, enda [[Tyrkland|Tyrkir]] fjölmennir í landinu. Austast er töluð sorbneska en það er gamalt slavneskt mál sem haldist hefur allt frá tímum þýsks landnáms austast í [[Saxland]]i og [[Brandenborg]].


== Trú ==
== Trú ==

Útgáfa síðunnar 1. september 2010 kl. 08:52

Bundesrepublik Deutschland
Fáni Þýskalands Skjaldarmerki Þýskalands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Einigkeit und Recht und Freiheit
(Þýska: Eining, réttlæti og frelsi)
Þjóðsöngur:
Das Lied der Deutschen (aðeins þriðja erindi)
Staðsetning Þýskalands
Höfuðborg Berlín
Opinbert tungumál þýska (danska, lágþýska, sorbíska, rómaní og frísneska eru viðurkennd tungumál)
Stjórnarfar Lýðveldi, sambandsríki

Forseti
Kanslari
Christian Wulff
Angela Merkel
Stofnun/sameining
 • Verdun-samningurinn 843 
 • Heilaga rómverska ríkið 962 
 • Þýska sambandið 8. júní 1815 
 • Þýska keisaradæmið 18. janúar 1871 
 • Sambandslýðveldið 23. maí 1949 
 • Sameining 3. október 1990 
Evrópusambandsaðild 25. mars 1957
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
61. sæti
357.022 km²
2,18%
Mannfjöldi
 • Samtals (2006)
 • Þéttleiki byggðar
14. sæti
82.314.900
231/km²
VLF (KMJ) áætl. 2006
 • Samtals 2.436.004 millj. dala (5. sæti)
 • Á mann 31.400 dalir (17. sæti)
Gjaldmiðill Evra²
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .de
Landsnúmer ++49

Sambandslýðveldið Þýskaland (þýska: Bundesrepublik Deutschland; framburður) er sjöunda stærsta ríki Evrópu með rúmlega 357 þús km². Það er að sama skapi næstfjölmennasta land Evrópu með 82,4 milljónir íbúa. Aðeins Rússland er fjölmennara. Höfuðborgin er Berlín. Þýskaland var áður fyrr meginhluti af þýska keisararíkinu sem myndaðist við skiptingu hins mikla frankaríkis Karlamagnúsar árið 843. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.

Lega og landamæri

Þýskaland liggur í Mið-Evrópu og nær frá Ölpunum í suðri til stranda Norðursjávar og Eystrasalts í norðri. Landið á níu nágranna: Danmörk í norðri, Pólland og Tékkland í austri, Austurríki og Sviss í suðri, Frakkland, Lúxemborg, Belgía og Holland í vestri.

Einstök landamæri eftir lengd:

Land Lengd í km Ath.
Austurríki 784 Í suðaustri
Tékkland 646 Í austri
Holland 577 Í vestri
Pólland 456 Í austri
Frakkland 451 Í vestri
Sviss 334 Í suðri
Belgía 167 Í vestri
Lúxemborg 138 Í vestri
Danmörk 68 Í norðri
Alls 3.621

Auk þess er strandlengja landsins 2.389 km löng (Norðursjór og Eystrasalt til samans).

Orðsifjar

Þýskaland myndaðist við skiptingu frankaríkis Karlmagnúsar, sem samansafn ótal germanskra þjóðflokka. Orðið hefur uppruna sinn af germanska þjóðflokknum teutona. Keisararíkið hét Regnum Teutonicum á 10. öld. Af þessu myndaðist orðið teutsch og seinna deutsch. Orðið breyttist í tysk á dönsku, þýsk á íslensku og tedeschi á ítölsku. Enska heitið Germany á ensku á uppruna sinn af Germania en þannig nefndu Rómverjar landið handan eigin ríkis. Franska heitið Alemangne á uppruna sinn af germanska þjóðflokknum alemanna sem bjuggu við frönsku landamærin við Rínarfljót. Þýskaland er á eldri bókum íslenskum kallað Þjóðverjaland.

Tungumál

Opinbert tungumál er þýska, en hún er germanskt tungumál. Hins vegar eru til hinar og þessar mállýskur af þýsku, sumar jaðra við að vera eigið mál. Það á við um plattdeutsch sem töluð er nyrst við Eystrasalt, frísneska sem töluð á frísnesku eyjunum og bæríska, sem töluð er í Bæjaralandi. Venjulega er þó talað um háþýsku og lágþýsku. Auk þýsku eru töluð nokkur önnur mál í Þýskalandi, aðallega af minnihlutahópum. Þeirra helst er tyrkneska, enda Tyrkir fjölmennir í landinu. Austast er töluð sorbneska en það er gamalt slavneskt mál sem haldist hefur allt frá tímum þýsks landnáms austast í Saxlandi og Brandenborg.

Trú

Segja má að í landinu séu tvær stórar kirkjur, nær jafnstórar, sem skiptir þjóðinni í tvennt. 31,7% íbúanna tilheyra kaþólsku kirkjunni, en hún er mest í vestur- og suðurhluta landsins. 31,3% íbúanna tilheyra mótmælendum, mest lútersku kirkjunni. Mótmælendur eru aðallega í norðurhluta landsins. 31% íbúanna tilheyra engri kirkju, aðallega í austurhluta landsins, enda var sá hluti undir kommúnískri stjórn í hartnær 40 ár. Múhameðstrúarmenn eru 4% þjóðarinnar og vegur þar mest sá mikli fjöldi Tyrkja sem í landinu búa. Gyðingar eru um það bil 106 þúsund talsins en það gerir aðeins tæplega 0,13%.

Saga Þýskalands

Mynd:De-map islenska.png
Þýskaland.

Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.

Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlöndin og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði hið Heilaga rómverska ríki sem einnig hefur verið kallað Fyrsta ríkið. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.

Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.

Fornöld (100 f.Kr. – 300 e.Kr.)

Rómaveldi og landsvæði Germana snemma á 2. öld.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800-600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld-1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneskra þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans, Publiusar Quinctiliusar Varusar að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverksum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum ásmegin: Alamannar, Frankar, Saxar og fleiri.

Hið heilaga rómverska ríki (843 – 1806)

Mynd:Charlemagne2.jpg
Karlamagnús.

Þýskaland miðalda átti rætur að rekja til veldis Karlamagnusar, sem var stofnað 25. desember árið 800. Árið 843 var ríkinu skipt upp í þrjá hluta með Verdun-sáttmálanum. Einn hluti ríkis Karlamagnúsar, Heilaga rómverska ríkið, var til í einni mynd eða annarri til ársins 1806. Landsvæði þess náði frá Egðu í norðri til Miðjarðarhafs í suðri.

Á árunum 9191024 voru furstadæmin Lothringen, Saxland, Frankaland, Schwaben, Türingen og Bæjaraland innlimuð. Árin 1024 – 1125 lagði Heilaga rómverska ríkið undir sig Norður-Ítalíu og Burgundy en á sama tíma misstu keisarar Heilaga rómverska ríkisins völd til kirkjunnar. Á árunum 11381254 jukust áhrif þýskra fursta í suðri og austri á landsvæðum Slava. Bæir í Norður-Þýskalandi uxu og döfnuðu innan Hansasambandsins.

Árið 1530, eftir að umbótatilraunir mótmælenda innan kaþólsku kirkjunnar mistókust, var ný kirkja mótmælenda stofnuð í mörgum af þýsku ríkjunum. Þetta leiddi til innbyrðis deilna Þjóðverja, 30 ára stríðið sem háð var frá 1618 til 1648 og lauk með Vestfalska friði. Eftir þessi átök reyndust Þjóðverjar illa undirbúnir til að takast á við Napóleon sem réðst inn í lönd Þjóðverja og leysti upp hið Heilaga rómverska ríki. Upp frá því varð Frakkland að erkióvini Þjóðverja fram yfir síðari heimsstyrjöld.

Þýska sambandið og bylting (1814 – 1871)

Þingið í Frankfurt árið 1848/1849.

Mestu varanlegu áhrifin af upplausn Fyrsta ríkisins voru þau að Austurríki, sem hafði þá lengi verið öflugasta þýska ríkið, fjarlægðist þau norð- og vestlægari. Vínarfundurinn, ráðstefna sem sigurvegarar Napóleonsstyrjaldanna héldu, var settur í nóvember 1814 og stóð til júní 1815. Á ráðstefnunni var ákveðið að stofna Þýska sambandið, laustengt bandalag 39 fullvelda.

Byltingarnar í Frakklandi 1848 höfðu mikil áhrif á sjálfstæðisanda innan Þýska sambandssins og greina mátti vísi að þjóðernisstefnu. Byltingarandinn leiddi til þess að vald konunganna í ríkjunum 39 dvínaði. Otto von Bismarck var gerður að forsætisráðherra í Prússlandi en hann lagði mikið upp úr hernaðarstyrk ríkisins. Árið 1864 hafði Prússland betur í stríði gegn Danmörku og árið 1866 gegn Austurríki. Undir þessum kringumstæðum gat Bismarck stofnað Norður-þýska sambandið og undanskilið Austurríki, fyrrum sterkasta þýska ríkið, frá aðild.

Þýska keisaradæmið (1871 – 1918)

Árið 1871 var lýst yfir stofnun Þýska keisaradæmisins (Annað ríkið) í Versölum eftir ósigur Frakka í Fransk-prússneska stríðinu. Otto von Bismarck átti stóran þátt stofnuninni. Öll þau ríki sem áður höfðu myndað Þýska sambandið, fyrir utan Austurríki, Liechtenstein og Lúxemborg, voru með í keisaradæminu. Keisaradæmið leið undir lok eftir ósigur Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld og keisaranum var gert að segja af sér.

Weimar-lýðveldið (1919 – 1933)

Hið lýðræðislega Weimar-lýðveldi var stofnað 1919 en Þjóðverjar voru ekki sérlega hrifnir af því. Heimskreppan og harðir friðarskilmálar frá Fyrri heimsstyrjöld lögðust þungt á Þýskaland og stjórnmálamenn gátu lítið gert, fylgi and-lýðræðislegra stjórnmálaafla á bæði vinstri og hægri væng stjórnmálanna jókst mjög. Í tvennum þingkosningum árið 1932 fékk Nasistaflokkurinn 37,2% og 33,0% atkvæða og þann 30. janúar 1933 var Adolf Hitler skipaður Kanslari Þýskalands. Eitt af fyrstu verkum Hitlers í embætti var að leggja frumvarp fyrir þingið sem færði honum alræðisvöld og nam stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins úr gildi í raun.

Þriðja ríkið (1933 – 1945)

Nasistar kölluðu veldi sitt Þriðja ríkið og það var við lýði í 12 ár, 19331945, Hitler hafði öll völd yfir ríkisstjórninni frá því að hann tók einni við embætti forseta Þýskalands. Sú stefna nasista að komast yfir landsvæði í nágrannalöndum (Lebensraum) var ein af mörgum ástæðum fyrir upphafi síðari heimsstyrjaldar þann 1. september 1939. Þýskaland og bandamenn þess unnu stóra sigra í fyrrihluta stríðsins og lögðu undir sig stóran hluta Evrópu. Eftir innrásina inn í Sovétríkin 22. júní 1941 og stríðsyfirlýsingu gegn Bandaríkjunum 11. desember fór að halla undan fæti fyrir Þjóðverja, þeir gáfust upp 8. maí 1945 eftir að Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sínu í Berlín þegar her Sovétmanna var að ná borginni á sitt vald. Helförin, skipulögð útrýming gyðinga í Evrópu, var alræmdur partur af stjórnarháttum nasista.

Klofnun (1945 – 1990)

Eftir Heimsstyrjöldina síðari misstu Þjóðverjar mikil landsvæði í austri þar sem nú er Pólland og þurftu milljónir Þjóðverja að flytja sig frá þessum svæðum. Því svæði sem eftir var var skipt í hernámssvæði Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna. Þegar kalda stríðið hófst var Þýskalandi skipt í tvennt þar sem hernámssvæði Sovétmanna myndaði Þýska alþýðulýðveldið (Deutsche Demokratische Republik) eða Austur-Þýskaland og hernámssvæði hinna þjóðanna myndaði Sambandslýðveldið Þýskaland (Bundesrepublik Deutschland) eða Vestur-Þýskaland. Berlín hafði einnig verið skipt í fjögur hernámssvæði þrátt fyrir að borgin væri öll innan Austur-Þýskalands. Austur-Berlín var gerð að höfuðborg Austur-Þýskalands en Vestur-Berlín varð að eyju sem vesturveldin héldu gangandi. Austur-Þjóðverjar höfðu áhyggjur af því að fólkið í austurhlutanum myndi flýja vestur og byrjuðu því að reisa Berlínarmúrinn og var hann fullreistur 1963 og stóð fram á árið 1989.

Sameinað á ný (Frá og með 1990)

Í lok kalda stríðsins voru þýsku ríkin sameinuð á ný 3. október 1990 og höfuðborg Þýskalands á ný flutt til Berlínar. Sameinað Þýskaland er fjölmennasta ríki Vestur-Evrópu og iðnaðarveldi á heimsmælikvarða, það er lykilmeðlimur í Evrópusambandinu og sækist nú eftir föstu sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Stjórnmál

Þýskaland er samband 16 sambandslanda sem kallast á þýsku Länder (eintala: Land) eða óformlega Bundesländer (eintala: Bundesland). Hvert sambandsland á fulltrúa í sambandsráðinu (Bundesrat), en það er fulltrúaráð sem er sambærilegt við efri deildir sumra þjóðþinga.

Sambandsland Stærð í km² Íbúar Höfuðborg
Baden-Württemberg 35.751 10,7 milljónir Stuttgart
Bæjaraland (Bayern) 70.550 12,4 milljónir München
Berlín (Berlin) 891 3,9 milljónir borgríki
Brandenborg (Brandenburg) 29.477 2,5 milljónir Potsdam
Brimar (Bremen) 404 663 þús borgríki
Hamborg (Hamburg) 755 1,7 milljónir borgríki
Hessen 21.114 6,1 milljón Wiesbaden
Mecklenborg-Vorpommern (Mecklenburg-Vorpommern) 23.274 1,7 milljónir Schwerin
Neðra-Saxland (Niedersachsen) 47.618 8 milljónir Hannover
Norðurrín-Vestfalía (Nordrhein-Westfalen) 34.042 18 milljónir Düsseldorf
Rínarland-Pfalz (Rheinland-Pfalz) 19.847 4,1 milljón Mainz
Saarland 2.568 1 milljón Saarbrücken
Saxland (Sachsen) 18.414 4,3 milljónir Dresden
Saxland-Anhalt (Sachsen-Anhalt) 20.445 2,5 milljónir Magdeburg
Slésvík-Holtsetaland (Schleswig-Holstein) 15.763 2,8 milljónir Kiel
Þýringaland (Thüringen) 16.172 2,3 milljónir Erfurt
Samtals (16) 357.093 82,2 milljónir
Angela Merkel er fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara í Þýskalandi

Sambandslöndin hafa mikið sjálfstæði og er hverju þeirra stjórnað af sinni ríkisstjórn (Landesregierung) undir forsæti forsætisráðherra (Ministerpräsident). Yfirstjórn Þýskalands er í höndum sambandsstjórnarinnar (Bundesregierung) sem situr á sambandsþinginu (Bundestag) og er kosin til fjögurra ára í senn. Æðsti maður hennar er kanslarinn. Kanslarar Þýskalands frá stofnun sambandsríkisins 1949:

Kanslari Embættistími Stjórnmálaflokkur
Konrad Adenauer 1949-1963 CDU
Ludwig Erhard 1963-1966 CDU
Kurt Georg Kiesinger 1966-1969 CDU
Willy Brandt 1969-1974 SPD
Helmut Schmidt 1974-1982 CDU
Helmut Kohl 1982-1998 CDU
Gerhard Schröder 1998-2005 SPD
Angela Merkel Frá 2005 CDU

Þjóðhöfðingi Þýskalands er forsetinn. Forsetar Þýskalands frá stofnun sambandsríkisins 1949:

Forseti Embættistími Stjórnmálaflokkur
Theodor Heuss 1949-1959 FDP
Heinrich Lübke 1959-1969 CDU
Gustav Heinemann 1969-1974 SPD
Walter Scheel 1974-1979 FDP
Karl Carstens 1979-1984 CDU
Richard von Weizsäcker 1984-1994 CDU
Roman Herzog 1994-1999 CDU
Johannes Rau 1999-2004 SPD
Horst Köhler 2004-2010 CDU
Christian Wulff frá 2010 CDU

Hagkerfi

Frankfurt am Main er miðpunktur þýskra fjármála.

Þýskaland er stærsta hagkerfi í Evrópu og þriðja stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum og Japan.[2] Það er sjötta öflugasta hagkerfi heims miðað við kaupmátt.[3] Útflutningsvörur eru ein meginstoð þýska hagkerfisins. Samkvæmt upplýsingum World Trade Organization er Þýskaland mesta útflutningsland heims en útflutningtekjur þess námu $912 milljörðum árið 2005 (Útflutningur til annarra Evrópusambandsríkja er meðtalinn). Einungis Bandaríkin flytja meira inn en Þýskaland. Stærstur hluti útflutningsvara er bifreiðar, vélar og efni.

Landafræði

Tangar

  • Nyrst nær Þýskaland við norðurodda eyjarinnar Sylt, kallaður Ellenbogen. Rétt sunnan hans er bærinn List og er það nyrsti bær landsins.
  • Syðst nær landið við Haldenwanger Eck í bærísku Ölpunum. Þar er bærinn Oberstdorf en hann er syðsti bær landsins.
  • Austast nær landið við ána Neisse við pólsku landamærin. Austasti bærinn er borgin Görlitz.
  • Vestast er héraðið Selfkant við hollensku landamærin, norðan borgarinnar Aachen.

Borgir

Í Þýskalandi eru þrjár milljónaborgir. 11 aðrar eru með meira en hálfa milljón íbúa. Stærsta þéttbýlissvæði Þýskalands er Ruhr-héraðið í Norðurrín-Vestfalíu, en þar búa allt að 11 milljón manns á tiltölulega litlu svæði.

Stærstu borgir Þýskalands:

Röð Borg Íbúar Sambandsland
1 Berlín 3,4 milljónir Borgríki, höfuðborg Þýskalands
2 Hamborg 1,7 milljónir Borgríki
3 München 1,3 milljónir Bæjaraland
4 Köln 976 þúsund Norðurrín-Vestfalía
5 Frankfurt am Main 667 þúsund Hessen
6 Stuttgart 591 þúsund Baden-Württemberg
7 Dortmund 588 þúsund Norðurrín-Vestfalía
8 Essen 584 þúsund Norðurrín-Vestfalía
9 Düsseldorf 577 þúsund Norðurrín-Vestfalía
10 Brimar (Bremen) 547 þúsund Borgríki
11 Hannover 520 þúsund Neðra-Saxland
12 Dresden 517 þúsund Saxland
13 Leipzig 515 þúsund Saxland
14 Nürnberg 503 þúsund Bæjaraland
15 Duisburg 494 þúsund Norðurrín-Vestfalía

Fjöll og fjallgarðar

Þýskalandi má skipta í þrjá hluta. Nyrst er norðurþýska láglendið (Norddeutsche Tiefebene). Sunnar hækkar landið og skiptast þá á meðalhá fjalllendi (Mittelgebirge) og stórir dalir. Af helstu fjalllöndum má nefna Harsfjöll, (Harz) og Svartaskóg (Schwarzwald). Syðst eru svo Alpafjöll, en þau eru hæsti og stærsti fjallgarður Þýskalands. Þar er hæsta fjall landsins, Zugspitze, sem er 2.962 m hátt, og markar landamærin milli Þýskalands og Austurríkis.

Fljót og vötn

Í Þýskalandi eru mýmargar ár. Þar eiga stórfljót eins og Dóná upptök sín (í Svartaskógi). Flestar ár renna til norðurs og munda í Norðursjó eða Eystrasalti (eða eru þverár þessara áa). Eina undantekningin er Dóná, sem rennur til austurs og mundar í Svartahafi.

Stærstu ár landsins (listinn miðast við lengd ánna innanlands):

Röð Á Km innanlands Lengd alls í km Rennur í Upptök
1 Rín (Rhein) 865 1.320 Norðursjó Sviss
2 Weser 744 Norðursjó Thüringer Wald
3 Saxelfur (Elbe) 727 1.091 Norðursjó Tékkland
4 Dóná (Donau) 687 2.888 Svartahaf Svartiskógur
5 Main 524 Rín Bæjaraland
6 Saale 413 Saxelfi Bæjaraland
7 Spree 382 Havel Saxland
8 Ems 371 Norðursjó Teutoburger Wald
9 Neckar 367 Rín Baden-Württemberg
10 Havel 325 Saxelfi Mecklenborg-Vorpommern
11 Isar 265 283 Dóná Austurríki
12 Aller 263 Weser Saxland-Anhalt

Í Þýskalandi er urmull stöðuvatna. Flest þeirra eru í Mecklenborg-Vorpommern og í Bæjaralandi. Stóru vötnin í Bæjaralandi mynduðust öll við bráðnun ísaldarjökulsins.

Stærstu vötn Þýskalands:

Röð Stöðuvatn Stærð í km² Sambandsland Mesta dýpi í m
1 Bodensee 536 Baden-Württemberg, Bæjaraland 254
2 Müritzsee 117 Mecklenborg-Vorpommern 31
3 Chiemsee 80 Bæjaraland 72
4 Schweriner See 61 Mecklenborg-Vorpommern 52
5 Starnberger See 56 Bæjaraland 127
6 Ammersee 46 Bæjaraland 81

Eyjaklasar og eyjar

Mýmargar eyjar eru við þýsku ströndina. Austurfrísnesku eyjarnar eru í Vaðhafinu (Wattenmeer) vestur af Brimum í Norðursjó. Meginþorri Norðurfrísnesku eyjanna tilheyra einnig Þýskalandi, en þær nyrstu tilheyra Danmörku. Nyrst þeirra í þýska hlutanum er Sylt, en norðuroddi hennar er jafnframt nyrsti tangi Þýskalands. Stærstu eyjar landsins eru hins vegar í Eystrasalti.

Stærstu eyjar Þýskalands:

Röð Eyja Stærð í km² Íbúafjöldi Eyjaklasi / haf
1 Ré (Rügen) 926 22 þúsund Eystrasalt
2 Usedom 373 31 þúsund Eystrasalt
3 Fehmarn 185 14 þúsund Eystrasalt
4 Sylt 99 27 þúsund Norðurfrísnesk, Norðursjór
5 Föhr 82 9 þúsund Norðurfrísnesk, Norðursjór
6 Nordstrand 48 2.300 Norðurfrísnesk, Norðursjór
7 Pellworm 37 1.100 Norðurfrísnesk, Norðursjór
8 Poel 36 2.900 Eystrasalt
9 Borkum 31 5.500 Austurfrísnesk, Norðursjór
10 Norderney 26 6.200 Austurfrísnesk, Norðursjór

Tilvísanir

  1. Jill N. Claster: Medieval Experience: 300-1400 (New York: NYU Press, 1982): 35.
  2. Tran, Mark. „German slump points to sluggish eurozone“ The Guardian. 15. maí 2003. Skoðað 19. febrúar 2007.
  3. Rank Order - GDP (purchasing power parity) CIA Factbook 2005. Skoðað 19. febrúar 2006.

Tenglar

Snið:Sambandsríki Þýskalands

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG