„Listi yfir Greek-þætti“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Þættir Greek er merkingarleysa á íslensku
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2010 kl. 21:30

Þetta er listi yfir alla Greek-þætti, en Greek eru bandarískir sjónvarpsþættir sem voru upphaflega frumsýndur á ABC Family þann 9. júlí 2007.

Yfirlit

Eftir að fyrstu 10 þættirnir voru sýndir, var gert hlé á framleiðslu þáttarins vegna verkfalls handritshöfunda. Vegna þess að það átti eftir að sýna seinni hluta 1. þáttaraðar, voru fyrstu 10 þættirnir gefnir út á DVD sem 1. þáttaröð: Fyrsti kafli. Eftir að verkfallinu lauk var seinni helmingur þáttaraðarinnar gefinn út sem 1. þáttaröð: Annar kafli. Þær þáttaraðir sem fylgdu í kjölfarið var einnig skipt til helminga, eða í kafla.

Þáttaröð Fjöldi þátta Frumsýning Lokaþáttur DVD útgáfa
1 22 9. júlí 2007 9. júní, 2008 1. kafli : 18. mars 2008 2. kafli : 30 desember2008
2 22 26. ágúst 2008 15. júní 2009 3. kafli: 18.ágúst 2009 4. kafli: 9. mars 2010
3 20 31. ágúst 2009 29. mars 2010 TBA TBA
4 10 TBA TBA TBA TBA

Fyrsta þáttaröð 2007-2008

Fyrsti kafli þáttanna fylgist með nýnemanum Rusty Cartwright (Jacob Zachar) þegar hann tekst á við Cyprus-Rhodes háskólann (CRU). Rusty er vísinda-nördi en systir hans, Casey Cartwright (Spencer Grammer), er ein sú vinsælasta í kerfinu. Þegar Rusty ákveður að ganga í bræðrafélag rekast félagslíf þeirra á. Rusty sér þegar kærasti Casey, Evan (Jake McDorman), heldur framhjá henni með Rebeccu Logan (Dilshad Vadsaria), einnig nýnema. Casey nær sér niður á Evan með því að sofa hjá fyrrverandi kærasta sínum, Cappie (Scott Michael Foster), forseta partý-bræðrafélagsins, Kappa Tau, sem Rusty gengur síðan til liðs við. Í gegnum þáttaröðina vinnur Casey í sambandi sínu við Evan og berst við Rebeccu sem reynir að grafa undan því valdi sem hún hefur í ZBZ. Rusty reynir að finna jafnvægi á milli þess að vera í bræðrafélaginu og vera heiðursnemandi í verkfræði, með hjálp frá Casey, Cappie, herbergisfélaganum Dale (Clark Duke), vininum Calvin (Paul James) og fyrstu kærustunni Jen K (Jessica Rose). Asleigh (Amber Stevens) verður vinkona Calvins og lætur óvart meðlimi Omega Chi vita að hann er hommi. Þegar Jen K skrifar grein í skólablaðið sem segir frá öllum leyndarmálum grísku raðarinnar, neyðist Casey til að taka sér sæti forseta systrafélagsins. Rusty hættir með Jen K og Evan hættir með Casey vegna þess að hún ber enn tilfinningar til Cappie.

Annar kaflinn byrjar í fyrstu viku nýrrar annar. Grikkirnir neyðast nú til að hlýða mun strangari reglum en áður og Casey er undir vökulu auga fulltrúa alþjóðanefndar ZBZ, Lizzie (Senta Moses), sem kemur með mun meiri hefðir og reglur inn í systrafélagið. Cappie og Rebecca byrja saman og Evan og Casey læra að vera vinir þar til afbrýðissemi Evans verður fyrir. Casey fyrirgefur Frannie og hleypir enni aftur inn í ZBZ, Rusty syrgir lok fyrsta sambands síns og keppnin milli bræðrafélagana verður til þess að það slitnar upp úr vináttu hans við Calvin. Saga Cappie, Casey, Evans og Frannie er skoðuð í afturlitsþætti. Grískar hefðir eru skoðaðar í öðrum kafla, eins og Hr. Fullkominn (Mr. Purr-fect) keppni, All Greek-boltinn og foreldrahelgi. Allar þessar hefðir leiða til þess að í vorhléinu brotnar Rebecca niður vegna föður síns og segir Cappie til syndanna þegar hún er drukkin, sem verður til þess að Cappie og Casey kyssast á ströndinni og Rusty og Calvin verða aftur vinir.

Þáttur Nr. # Titill Sýnt í USA
1 1 Pilot 9. júlí 2007
Þáttur
2 2 Hazed and Confused 16. júlí 2007
Þáttur
3 3 The Rusty Nail 23. júlí 2007
Þáttur
4 4 Picking Teams 30. júlí 2007
Þáttur
5 5 Liquid Courage 6. ágúst 2007
Þáttur
6 6 Friday Night Frights 13. ágúst 2007
Þáttur
7 7 Multiple Choice 20. ágúst 2007
Þáttur
8 8 Seperation Anxiety 27. ágúst 2007
Þáttur
9 9 Depth Perception 3. september 2007
Þáttur
10 10 Black, White and Red All Over 10. september 2007
Þáttur
11 11 A New Normal 24. mars 2008
Þáttur
12 12 The Great Cappie 31. mars 2008
Þáttur
13 13 Highway to Discomfort Zone 7. apríl 2008
Þáttur
14 14 War and Peace 14. apríl 2008
Þáttur
15 15 Freshman Daze 21. apríl 2008
Þáttur
16 16 Move On. Cartwrights 28. apríl 2008
Þáttur
17 17 47 Hours & 17 Minutes 5. maí 2008
Þáttur
18 18 Mr. Purr-fect 12. maí 2008
Þáttur
19 19 No Campus For Old Rules 19. maí 2008
Þáttur
20 20 A Tale of Two Parties 26. maí 2008
Þáttur
21 21 Barely Legal 2. júní 2008
Þáttur
22 22 Spring Broke 9. júní 2008
Þáttur

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „List of Greek episodes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2010.