„Fjalakötturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
smáviðbót
Lína 10: Lína 10:
== Heimildir==
== Heimildir==
* Björn Ingi Hrafnsson, Ljósin slökkt og filman rúllar [http://www.rafis.is/fsk/bokin/]
* Björn Ingi Hrafnsson, Ljósin slökkt og filman rúllar [http://www.rafis.is/fsk/bokin/]

[[Flokkur:Íslensk kvikmyndahús]]

Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2004 kl. 11:33

Fjalakötturinn var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi. Það tók til starfa 2. nóvember 1906 og í salnum voru tæplega 300 sæti. Það var einnig kallað Reykjavíkur Biograftheater, eða einfaldlega Bíó. Kvikmyndahúsið var til húsa í Breiðfjörðsleikhúsi við Aðalstræti 8, við hlið Morgunblaðshallarinnar svokölluðu, en gengið var inn úr Bröttugötu í Grjótaþorpinu. Þrátt fyrir að þarna hafi verið rekið leikhús áður, gekk húsið undir nafninu Fjalakötturinn þar til það var rifið árið 1985, í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Nú stendur hús Tryggingamiðstöðvarinnar á sömu lóð. Ákvörðunin um niðurrif hússins var umdeild og um hana stóð nokkur styr. Ekki að ástæðulausu því þegar húsið var rifið var það sagt vera elsta uppistandandi kvikmyndahús í heimi. Íslendingar hafa löngum verið allra þjóða duglegastir við að rífa gömul hús og kasta öllum verksummerkjum fortíðar fyrir róða, á meðan aðrar þjóðir kappkosta verndun menningarsögulegra minja.

Fjalakötturinn var ekki lengi eina kvikmyndahúsið á Íslandi því árið 1912 tók Nýja bíó til starfa. Við það varð Reykjavíkur Biograftheater að Gamla bíói í hugum bæjarbúa, þó það hefði vart slitið barnsskónum. Gamla bíó flutti svo á þriðja áratugnum í Ingólfsstrætið þar sem kvikmyndasýningum var fram haldið þar til á níunda áratugnum. Íslenska óperan er þar nú til húsa.

Kvikmyndaklúbbur á sjöunda áratugnum í Háskóla Íslands gekk einnig undir sama nafni.

Heimildir

  • Björn Ingi Hrafnsson, Ljósin slökkt og filman rúllar [1]