„Stigbreyting“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m robot Fjarlægi: is:Stigbreyting
Lína 17: Lína 17:
* ''nógur''
* ''nógur''
* ''miður''
* ''miður''
amma fór á skíði
amma fer á skíði
amma ætlar á skíði


===Dæmi===
===Dæmi===

Útgáfa síðunnar 18. maí 2010 kl. 14:48

Stigbreyting er hugtak í málfræði. Sum orð, nánast eingöngu lýsingarorð og atviksorð, stigbreytast og geta þá komið fyrir í frumstigi, miðstigi og efsta stigi.

Stigbreyting lýsingarorða

Flest lýsingarorð stigbreytast. Stigin eru þrjú; frumstig, miðstig og efsta stig. Er stigbreytingin regluleg ef stigin eru öll mynduð af sama stofni; ríkur - ríkari - ríkastur. Miðstigið myndast af því að bæta við stofninn -ar- eða -r- og þar fyrir aftan endingum veikrar beygingar lýsingarorða. Á efsta stigi eru tilsvarandi viðskeyti -ast- eða -st- og þar fyrir aftan koma annaðhvort endingar sterkrar eða veikrar beygingar lýsingarorða. Stundum verða hljóðavíxl í stofni lýsingarorða sem stigbreytast reglulega; stór - stærri - stærstur ; djúpur - dýpri - dýpstur.

Stigbreytingin er óregluleg ef miðstig og efsta stig myndast af öðrum stofni en frumstig, t.d. illur - verri - verstur.

Af sumum lýsingarorðum vantar frumstigið og eru miðstigið og efsta stigið þá oftast myndum af atviksorðum og forsetningum. Flest þessara orða merkja átt, stefnu eða röð í tíma og rúmi. Dæmi; (austur) - eystri (austari) - austastur ; (aftur) - aftari - aftastur ; (nær) - nærri - næstur.

Sum lýsingarorð stigbreytast ekki og eru óbeygjanleg með öllu, þessi orð enda flest á a eða i. Í stað stigbreytingar má skeyta framan við þau orðunum meira og mest:

  • hugsi
  • aflvana
  • andvaka
  • örgeðja

Nokkur lýsingarorð beygjast í föllum og kynjum en ekki í stigum.

  • nógur
  • miður

amma fór á skíði amma fer á skíði amma ætlar á skíði

Dæmi

  • Þetta er fallegur maður. (fs.) ↔ Þetta er fallegri maður. (ms.) ↔ Þetta er fallegasti maðurinn. (e.s.)

Stigbreyting atviksorða

Flest atviksorð stigbreytast.

Dæmi

  • Honum gekk vel. (fs.) ↔ Honum gekk betur. (ms.) ↔ Honum gekk best. (e.s.)
  • Stelpan gekk hratt. (fs.) ↔ Stelpan gekk hraðar. (ms.) ↔ Stelpan gekk hraðast. (e.s.)
  • Krakkinn hoppaði hátt. (fs.) ↔ Krakkinn hoppaði hærra. (ms.) ↔ Krakkinn hoppaði hæst. (e.s.)
  • Færum okkur aftur. (fs.) ↔ Færum okkur aftar. (ms.) ↔ Færum okkur aftast. (e.s.)
  • Þessi þáttur varir lengi. (fs.) ↔ Þessi þáttur varir lengur. (ms.) ↔ Þessi þáttur varir lengst. (e.s.)
  • Förum inn. (fs.) ↔ Förum innar. (ms.) ↔ Förum innst. (e.s.)

Sjá einnig

Tenglar

  • „Hvernig stigbreytist lýsingarorðið blár?“. Vísindavefurinn.
  • „Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?“. Vísindavefurinn.
  • Stigbreyting Lýsingarorða Kafli um stigbreytingu lýsingarorða úr bókinni 'Íslensk beygingarfræði' eftir Colin D. Thomson.
  • Bók um íslenska málfræði
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.