„Karíbahaf“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
ArthurBot (spjall | framlög)
Alexbot (spjall | framlög)
Lína 62: Lína 62:
[[an:Mar Caribe]]
[[an:Mar Caribe]]
[[ar:البحر الكاريبي]]
[[ar:البحر الكاريبي]]
[[arz:البحر الكاريبى]]
[[ast:Mar Caribe]]
[[ast:Mar Caribe]]
[[az:Karib dənizi]]
[[az:Karib dənizi]]

Útgáfa síðunnar 17. maí 2010 kl. 17:44

Mið-Ameríka og Karíbahafið.

Karíbahaf [1] (Karabíska hafið eða Vestur-Indíur) er haf sem afmarkað er af norðurströnd Suður-Ameríku, Atlantshafinu, Litlu-Antillaeyjum, Stóru-Antillaeyjum, Mexíkóflóa og Mið-Ameríku.

Flatarmál þess er um 2.754.000 km², dýpsti punktur þess er Kaímangjáin milli Kúbu og Jamaíku sem er 7.500m undir sjávarmáli. Í því eru minnst 7000 eyjar og hafinu er skipt í 25 yfirráðasvæði sem ýmist eru sjálfstæð ríki eða hlutar annarra ríkja.

Saga

Stórveldi Evrópu lögðu svæðið undir sig á 16. og 17. öld og börðust einnig innbyrðis um yfirráð. Eyjunum var þannig skipt í yfirráðasvæði sem nefndust spænsku Vestur-Indíur, bresku Vestur-Indíur, dönsku Vestur-Indíur, frönsku Vestur-Indíur og hollensku Vestur-Indíur, en skipting þessara svæða gat verið breytileg eftir stríðsgæfu viðkomandi nýlenduveldis.

Tíð átök nýlenduveldanna og takmörkuð stjórn þeirra á svæðinu, auk þess sem Spánn flutti reglulega um hafið stóra skipsfarma af góðmálmum og eðalsteinum frá hinu mikla nýlenduveldi sínu í Suður-Ameríku, gerði það að verkum að Karíbahafið varð draumastaður sjóræningja fram á 18. öld.

Nafnsifjar

Hafið dregur nafn sitt af Karíbum, indíánum sem bjuggu á eyjunni Hispaníóla þegar Kristófer Kólumbus kom þangað árið 1492, en Kólumbus sjálfur gaf svæðinu nafnið Vestur-Indíur.

Yfirráðasvæði í Karíbahafi

Lönd sem liggja að Karíbahafi

Tilvísanir

  1. Morgunblaðið 1997

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill GG