„Davíð Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 30: Lína 30:


== Ritverk ==
== Ritverk ==
'''Ljóðabækur'''
Davíð samdi ekki einungis ljóð heldur gaf hann einnig út nokkur [[leikrit]] og skáldsögur.
* Munkarnir á Möðruvöllum, 1926
* Gullna hliðið,
* [[Sólon Íslandus]] I-II, 1941 ([[Skáldsaga]] um [[Sölvi Helgason|Sölva Helgason]]).
* Vopn guðanna, 1944
* Landið gleymda, frumsýnd árið 1953 en gefið út 1956.

Alls komu út 10 ljóðabækur eftir Davíð, en þær eru (í réttri röð)
* Svartar fjaðrir, 1919
* Svartar fjaðrir, 1919
* Kvæði, 1922
* Kvæði, 1922
Lína 48: Lína 41:
* Í dögun, 1960
* Í dögun, 1960
* Síðustu ljóð, 1966 (gefið út eftir dauða Davíðs)
* Síðustu ljóð, 1966 (gefið út eftir dauða Davíðs)
'''Leikrit og skáldsögur''':
* Munkarnir á Möðruvöllum, 1926
* Gullna hliðið,
* [[Sólon Íslandus]] I-II, 1941 ([[Skáldsaga]] um [[Sölvi Helgason|Sölva Helgason]]).
* Vopn guðanna, 1944
* Landið gleymda, frumsýnd árið 1953 en gefið út 1956.


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 12. maí 2010 kl. 11:25

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið þetta nafn.

Davíð Stefánsson (21. janúar 18951. mars 1964) var íslenskur rithöfundur og skáld, sem kenndur var við Fagraskóg.

Mynd:David Stefansson National Poet of Iceland.jpg
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt helsta þjóðskáld Íslendinga.

Æviágrip

Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal.

Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915–1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919, en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið Svartar fjaðrir.

Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, m.a. í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi 1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lést á Akureyri þann 1. mars árið 1964. Hann er jarðaður á Möðruvöllum í Hörgárdal en þar hvíla einnig foreldrar hans og önnur ættmenni.

Skáld einstaklingshyggju og þjóðerniskenndar

Davíð var mörgu leyti skáld nýrómantíkur. Það var áherslan er meir á innra lífs einstaklingsins og tilfinninga hans en á ytra umhverfi hans. Sterkar tilfinningar og miklar andstæður eru einkennandi fyrir nýrómantískan skáldskap hans. Þar má finna bæði mikla gleði og djúpstæðan harm. Þjóðernishyggja, borgarleiði, fegurðar- og frelsisþrá eru áberandi, en einnig birtist þar hetjudýrkun og bölsýni. Davíð yrkir um hinn frjálsa einstakling og greina má sterka einstaklingshyggju og þjóðerniskennd. Síðustu ljóð komu út að honum látnum árið 1966

Rithöfundarverðlaun

Félag íslenskra rithöfunda veitti á 10. áratug 20. aldar árlega rithöfundaverðlaunin Davíðspennann til minningar um Davíð sem var einn af stofnendum félagsins 1945.

Ummæli um skáldið

  • „Ef ung kynslóð fer eldi Davíðs um byggðir Íslands á næstu árum þarf þjóðin ekki að óttast um sinn sálarhag.“
Ragnar Jónsson í Smára í formála: ,,Svartar Fjaðrir“, Helgafell 1955.
  • „Davíð var glæsimenni og rétt er það sem hann segir - að allar vildu meyjarnar eiga hann. En mér er aftur á móti fátt kunnugt um ,,ástina hans´´, því hann fór vel með hana eins og annað, sem honum var trúað fyrir, og flíkaði ekki þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans.“
Páll Ísólfsson: Í dag skein sól.
  • „Hann hæfði ungu kynslóðina beint í hjartastað árið 1919, en eftir stríð varð hann það úreltasta af öllu úreltu. Ástarljóð hans voru ekki nógu ,,ábyrg´´, þjóðfélagssýnin ekki nógu ,,meðvituð´´, spekin ,,almælt tíðindi´´. [..] ...eftir hans dag hefur enginn fengist til að vera þjóðskáld. Vitarnir vilja ekki brenna. En ég held að ljóðagerð eins og hann stundaði sé saknaðarefni og að sé jafnvel fyrirmynd að finna í mælsku hans og ástríðu.“
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í Alþýðublaðinu 21. 1. 1995.

Ritverk

Ljóðabækur

  • Svartar fjaðrir, 1919
  • Kvæði, 1922
  • Kveðjur, 1924
  • Ný kvæði, 1929
  • Í byggðum, 1933
  • Að norðan, 1936
  • Ný kvæðabók, 1947
  • Ljóð frá liðnu sumri, 1956
  • Í dögun, 1960
  • Síðustu ljóð, 1966 (gefið út eftir dauða Davíðs)

Leikrit og skáldsögur:

Heimildir

  • Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar sem Vaka-Helgafell gaf út árið 1995

Sjá einnig

Tenglar

  • Þjóðskáldið hyllt - Davíð Stefánsson sextugur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1955
  • Davíð Stefánsson fimmtugur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1945
  • Friðlausi fuglinn; ljóð eftir Davíð; birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1997
  • „Hvað er nýrómantík?“. Vísindavefurinn.