„Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Siggi~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Líðandi stund}}
{{Líðandi stund}}

[[File:Eyjafjallajokull-ruv-21-03-2010.jpg|thumb |Eyjafjallajökull séður frá vefmyndavél RÚV á Búrfelli]]
[[File:Eyjafjallajokull-ruv-21-03-2010.jpg|thumb |Eyjafjallajökull séður frá vefmyndavél RÚV á Búrfelli]]
'''Eldgosið á Fimmvörðuhálsi''' hófst aðfaranótt [[21. mars]] [[2010]]. Þá bárust fregnir af upphafi [[eldgos]]s með tilheyrandi [[öskufall]]i í eða við [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökul]] og komu upplýsingarnar frá [[Lögregla|Lögreglunni]] á [[Hvolsvöllur|Hvolsvelli]]. Gosið var norðarlega í [[Fimmvörðuháls]]i, rétt austan við Eyjafjallajökul. Gos þetta flokkast sem [[hraungos]].

Aðfaranótt [[21. mars]] [[2010]] bárust fregnir af upphafi [[eldgos]]s með tilheyrandi [[öskufall]]i í eða við [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökul]] frá upplýsingum [[Lögregla|Lögreglu]] á [[Hvolsvöllur|Hvolsvelli]]. Gosið, sem flokkast sem [[hraungos]], var norðarlega í [[Fimmvörðuháls]]i, rétt austan við Eyjafjallajökul.


== Aðdragandi ==
== Aðdragandi ==
Frá byrjun árs 2010 færðist skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í aukana og fóru stærstu skjálftarnir yfir 3 á Richterkvarðanum. Vísindaráð almannavarna fundaði 2. febrúar og ákvað að auka vöktun svæðisins. Mælingar eftir það sýndu landris og þenslu á svæðinu, en slíkt bendir venjulega til innskotavirkni.<ref>{{vefheimild | url= http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=2027 | titill = Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref><ref>{{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/05/afram_skjalftavirkni_undir_eyjafjallajokli/ | titill = Áfram skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref> 4. mars ákváðu almannavarnir að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, óvissustigi, sem einkennist af stöðugu mati á hættu sem fólki og/eða byggð er stefnt í. Síðustu tvo dagana fyrir gos hafði jarðskjálftum fækkað miðað við undanfarna daga en óvissustig almannavarna var enn í gildi þegar gosið hófst.<ref>{{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/20/fljuga_yfir_eyjafjallajokul/ | titill = Fljúga yfir Eyjafjallajökul |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref>
Frá byrjun árs 2010 færðist skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í aukana og fóru stærstu skjálftarnir yfir 3 á [[Richterkvarði|Richterkvarðanum]]. Vísindaráð almannavarna fundaði [[2. febrúar]] og ákvað að svæðið skyldi vaktað af meiri árvekni. Eftir það sýndu mælingar [[landris]] og þenslu á svæðinu, en slíkt bendir venjulega til innskotavirkni.<ref>{{vefheimild | url= http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=2027 | titill = Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref><ref>{{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/05/afram_skjalftavirkni_undir_eyjafjallajokli/ | titill = Áfram skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref> [[4. mars]] ákváðu almannavarnir að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, óvissustigi, sem einkennist af stöðugu mati á hættu sem fólki og/eða byggð er stefnt í. Síðustu tvo dagana fyrir gos hafði jarðskjálftum fækkað miðað við undanfarna daga en óvissustig almannavarna var enn í gildi þegar gosið hófst.<ref>{{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/20/fljuga_yfir_eyjafjallajokul/ | titill = Fljúga yfir Eyjafjallajökul |mánuðurskoðað = 22. mars | árskoðað= 2010 }}</ref>


== Almannavarnir ==
== Almannavarnir ==

Útgáfa síðunnar 23. mars 2010 kl. 13:56

Mynd:Eyjafjallajokull-ruv-21-03-2010.jpg
Eyjafjallajökull séður frá vefmyndavél RÚV á Búrfelli

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst aðfaranótt 21. mars 2010. Þá bárust fregnir af upphafi eldgoss með tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul og komu upplýsingarnar frá Lögreglunni á Hvolsvelli. Gosið var norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Gos þetta flokkast sem hraungos.

Aðdragandi

Frá byrjun árs 2010 færðist skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í aukana og fóru stærstu skjálftarnir yfir 3 á Richterkvarðanum. Vísindaráð almannavarna fundaði 2. febrúar og ákvað að svæðið skyldi vaktað af meiri árvekni. Eftir það sýndu mælingar landris og þenslu á svæðinu, en slíkt bendir venjulega til innskotavirkni.[1][2] 4. mars ákváðu almannavarnir að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, óvissustigi, sem einkennist af stöðugu mati á hættu sem fólki og/eða byggð er stefnt í. Síðustu tvo dagana fyrir gos hafði jarðskjálftum fækkað miðað við undanfarna daga en óvissustig almannavarna var enn í gildi þegar gosið hófst.[3]

Almannavarnir

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal.

Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar“.

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó rýma hafi þurft nokkra bæi.

Rýmingar aðfaranótt 22. mars

  • Drangshliðardalur í heild sinni.
  • Núpakot, Þorvaldseyri, Seljavellir og Lambafell, í Austur Eyjafjöllum, ofan vegar.
  • Önundarhorn, Berjanes, Stóra Borg, Eyvindarhólar og Hrútafell í Austur Eyjafjöllum neðan vegar.
  • Rauðuskriður og Fljótsdalur í Fljótshlíð.
  • Brú og Leifsstaðir í Austur-Landeyjum.

Gosið

Samkvæmt vefmyndavél RÚV byrjaði eldgosið í Eyjafjallajökli klukkan 23:28 þann 20. mars 2010. Fyrsta tilkynning barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið er eins og er í 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki í jöklinum sjálfum og ekki er talið að flóðahætta sé að svo stöddu. Hætta er talin á því að gosið færist í aðalgíg Eyjafjallajökuls og þannig verði áhrifin mun harkalegri.

Síðasta gos í Eyjafjallajökli hófst árið 1821 og stóð til ársins 1823.

Gos í jöklinum hafa ekki verið hamfaragos en engu að síður hefur verið bent á tengsl á milli gosa í Eyjafjallajökli og kötlugosa eða Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við RÚV:

Katla er af allt öðru tagi, og þó hún sé næsti nágranni, þá virðast þau vera tengd á vissan hátt vegna þess að öll þessi gos sem vitað er um í Eyjafjallajökli hafa verið í tengslum við Kötlugos og að því er virðist jafnvel geta verið á undan Kötlugosum. Þannig Eyjafjallajökull getur að sumu leyti virkað eins og hvellhetta fyrir dínamítsprengju, ef að hann fer af stað þá er eins og Katla standist ekki mátið og vilji vera með líka. Þau gos geta verið stór og valdið miklu tjóni.[4]

22. mars hefur gosið færst í aukana og mökkurinn að líkindum orðinn 8 km hár. Óljósar fregnir eru af því að gossprungan hafi stækkað á sama tíma.

Flóð

Aðalhættan af völdum gossins felst í vatnsflóði. Talið var upphaflega að flóðið hafði eða myndi falla í Þórsmörk samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum.

Áhrif á samgöngur

Fólk var beðið um að ferðast ekki til svæðisins að ástæðulausu. Þjóðveginum var lokað við Selfoss fyrstu nóttina en vegurinn var opnaður þegar leið á daginn. Enn eru þó þeir vegir sem liggja að gosinu lokaðir.

Flugi var vístað frá helstu millilandaflugvöllum landsins; Reykjavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli og Keflavíkurflugvelli var lokað vegna gossins en Egilsstaðaflugvelli var haldið opnum. Flugi yfir Atlantshafið var beint suður fyrir landið. Þar með talið flugi Icelandair frá Bandaríkjunum og var flugi til og frá landinu frestað.

Tilvísanir

  1. „Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli“. Sótt 22. mars 2010.
  2. „Áfram skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli“. Sótt 22. mars 2010.
  3. „Fljúga yfir Eyjafjallajökul“. Sótt 22. mars 2010.
  4. „Gosið gæti leitt til Kötlugoss“. Sótt 22. mars 2010.

Heimildir

Tenglar