„Flauta (skip)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fy:Fluitskip
ArthurBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ko:플류트
Lína 21: Lína 21:
[[it:Fluyt]]
[[it:Fluyt]]
[[ja:フリュート]]
[[ja:フリュート]]
[[ko:플류트]]
[[nl:Fluitschip]]
[[nl:Fluitschip]]
[[pl:Fluita]]
[[pl:Fluita]]

Útgáfa síðunnar 5. mars 2010 kl. 04:22

Þessi grein fjallar um skip. Til að sjá greinina sem fjallar um hljóðfæri má fara á flauta (hljóðfæri).
Hollenskar flautur um 1647.

Flauta (úr hollensku: fluyt, borið fram „flæt“) var seglskip sem kom fram á Hollandi á 17. öld og var hannað sem flutningaskip með hlutfallslega mikið lestarrými. Flautum var ætlað að flytja farm á langferðum til Vestur- og Austur-Indía með lágmarksáhöfn. Flautur voru þannig með minna af fallbyssum til að auka geymslupláss og voru með bómur og blakkir til að flytja farminn til. Þessi skipstegund var mikið notuð af Hollenska Austur-Indíafélaginu á 17. og 18. öld.

Hönnun flautunnar byggðist á galíoninu og þversniðið var perulaga. Lestin var við vatnsborðið en efra þilfarið mjótt, meðal annars til að minnka Eyrarsundstollinn sem var reiknaður eftir flatarmáli efra þilfarsins. Flautur voru oft búnar fallbyssum, bæði til að verjast sjóræningjum og eins voru þær notaðar sem varaskip í hernaði.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.