„Melavöllurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fr:Melavöllur
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
[[1926]] fauk nánast öll girðingin í kringum völlinn í ofsaveðri og var þá ákveðið að gera nýjan, betur útbúinn völl á sama stað en sem lægi meðfram Suðurgötu. Þessi völlur var girtur með bárujárni líkt og sá fyrri. Á þeim árum var gríðarleg íþróttastarfsemi í nágrenni Melavallar annars staðar á Melunum og íþróttamannvirkin náðu alls yfir 7,5 hektara svæði.
[[1926]] fauk nánast öll girðingin í kringum völlinn í ofsaveðri og var þá ákveðið að gera nýjan, betur útbúinn völl á sama stað en sem lægi meðfram Suðurgötu. Þessi völlur var girtur með bárujárni líkt og sá fyrri. Á þeim árum var gríðarleg íþróttastarfsemi í nágrenni Melavallar annars staðar á Melunum og íþróttamannvirkin náðu alls yfir 7,5 hektara svæði.


[[1935]] var nýtt íþróttasvæði skipulagt í [[Nauthólsvík]] og voru Melarnir þá skipulagðir undir íbúðir og skóla. [[1959]] var síðan [[Laugardalsvöllurinn]] opnaður og þar með var helsta hlutverki Melavallar lokið. Völlurinn þjónaði þó áfram margvíslegu hlutverki og var meðal annars nýttur sem [[skautasvell]] á vetrum. Völlurinn var ekki formlega lagður niður fyrr en árið [[1984]] þegar [[flóðljós]] vallarins voru flutt í [[Laugardalur|Laugardalinn]] sem þá hafði tekið í notkun nýjan [[gerfigras]]völl.
[[1935]] var nýtt íþróttasvæði skipulagt í [[Nauthólsvík]] og voru Melarnir þá skipulagðir undir íbúðir og skóla. [[1959]] var síðan [[Laugardalsvöllurinn]] opnaður og þar með var helsta hlutverki Melavallar lokið. Völlurinn þjónaði þó áfram margvíslegu hlutverki og var meðal annars nýttur sem [[skautasvell]] á vetrum. Völlurinn var ekki formlega lagður niður fyrr en árið [[1984]] þegar [[flóðljós]] vallarins voru flutt í [[Laugardalur|Laugardalinn]] sem þá hafði tekið í notkun nýjan [[gervigras]]völl.


[[1982]] voru frægir [[pönk]]tónleikar, [[Melarokk]], haldnir á vellinum.
[[1982]] voru frægir [[pönk]]tónleikar, [[Melarokk]], haldnir á vellinum.

Útgáfa síðunnar 4. febrúar 2010 kl. 19:06

Melavöllurinn var íþróttaleikvangur sem var reistur af Íþróttasambandi Reykjavíkur á Melunum (Skildinganesmelum) sunnan Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1911. Völlurinn var vígður 11. júní og fyrsta mótið sem var haldið þar var vikulangt íþróttamót Ungmennafélags Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.

Upphaflega lá völlurinn samsíða Hringbraut og var með 400m hlaupabraut, malarknattspyrnuvelli í miðju og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir aftan við mörkin. Völlurinn var afgirtur með bárujárnsklæddri girðingu en áhorfendapallar voru norðan við hann. Þarna höfðu öll íþróttafélög Reykjavíkur æfinga- og keppnisaðstöðu í mörg ár.

1926 fauk nánast öll girðingin í kringum völlinn í ofsaveðri og var þá ákveðið að gera nýjan, betur útbúinn völl á sama stað en sem lægi meðfram Suðurgötu. Þessi völlur var girtur með bárujárni líkt og sá fyrri. Á þeim árum var gríðarleg íþróttastarfsemi í nágrenni Melavallar annars staðar á Melunum og íþróttamannvirkin náðu alls yfir 7,5 hektara svæði.

1935 var nýtt íþróttasvæði skipulagt í Nauthólsvík og voru Melarnir þá skipulagðir undir íbúðir og skóla. 1959 var síðan Laugardalsvöllurinn opnaður og þar með var helsta hlutverki Melavallar lokið. Völlurinn þjónaði þó áfram margvíslegu hlutverki og var meðal annars nýttur sem skautasvell á vetrum. Völlurinn var ekki formlega lagður niður fyrr en árið 1984 þegar flóðljós vallarins voru flutt í Laugardalinn sem þá hafði tekið í notkun nýjan gervigrasvöll.

1982 voru frægir pönktónleikar, Melarokk, haldnir á vellinum.

Heimild

  • Gísli Halldórsson. „Melavöllurinn“. Minningar, menn og málefni. Sótt 12. júní 2008.