„Snorralaug í Reykholti“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
Hg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|right|270px|Snorralaug í Reykholti]]
[[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|right|270px|Snorralaug í Reykholti]]
:''Orðið „Snorralaug“ vísar hingað, en það getur líka átt við fyrirtækið [[Snorralaug ehf]].''
:''Orðið „Snorralaug“ vísar hingað, en það getur líka átt við fyrirtækið [[Snorralaug ehf]].''
'''Snorralaug í Reykholti''' eða '''Snorralaug''' er [[sundlaugar á Íslandi|íslensk laug]] sem finna má í [[Reykholt (Borgarfirði)|Reykholti]]. Snorralaug var ein af hinum 10 fyrstu friðlýstu fornminjunum á Íslandi. Hún er ein af þrettán laugum sem vitað er um að notaðar hafi verið til forna, og ein af fjórum sem enn eru nothæf.<ref>[http://www.vst-rafteikning.is/media/frettabref/Gangverk020201.pdf Gangverk]- fréttabréf [[VST]] á bls. 4 „Landnámsöld“</ref>
'''Snorralaug í Reykholti''' eða '''Snorralaug''' er [[sundlaugar á Íslandi|íslensk laug]] sem finna má í [[Reykholt (Borgarfirði)|Reykholti]]. Snorralaug var ein af hinum 10 fyrstu friðlýstu fornminjunum á Íslandi. Hún er ein af þrettán laugum sem vitað er um að notaðar hafi verið til forna, og ein af fjórum sem enn eru nothæf.<ref>[http://www.verkis.is/media/frettabref/Gangverk020201.pdf Gangverk]- fréttabréf [[Verkis hf]] á bls. 4 „Landnámsöld“</ref>


==Saga==
==Saga==

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2010 kl. 16:06

Snorralaug í Reykholti
Orðið „Snorralaug“ vísar hingað, en það getur líka átt við fyrirtækið Snorralaug ehf.

Snorralaug í Reykholti eða Snorralaug er íslensk laug sem finna má í Reykholti. Snorralaug var ein af hinum 10 fyrstu friðlýstu fornminjunum á Íslandi. Hún er ein af þrettán laugum sem vitað er um að notaðar hafi verið til forna, og ein af fjórum sem enn eru nothæf.[1]

Saga

Talið er að laugin var hlaðin á 13. öld, og er hún kennd við Snorra Sturluson, en fyrstu heimildir um að það hafi verið laug í Reykholti eru frá dögum Snorra Sturlusonar (sem var uppi frá 1178-1241), en fyrirfinnast líka í Landnámabók og Sturlunga sögu.

Hallbjörn son Odds frá Kiðjabergi Hallkelssonar, bróður Ketilbjarnar hins gamla, fékk Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds. Þau voru með Oddi hinn fyrsta vetur; þar var Snæbjörn galti. Óástúðligt var með þeim hjónum.

Hallbjörn bjó för sína um vorið að fardögum; en er hann var að búnaði, fór Oddur frá húsi til laugar í Reykjaholt; þar voru sauðahús hans; vildi hann eigi vera við, er Hallbjörn færi, því að hann grunaði, hvort Hallgerður mundi fara vilja með honum.

 

En talið er að laug hafi verið á Reykvöllum frá árinu 960 eða fyrr á grundvelli Landnámu en þar segir frá því að Tungu-Oddur, sonur Önundar breiðskeggs á Breiðabólstað fór „frá húsi til laugar í Reykjaholt; þar voru sauðahús hans;“[2]

Árið 2004 sýndi séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholtskirkju norsku krónprinshjónunum frá Reykholti og sýndi þeim ásamt öðrum stöðum Snorralaug. [3]

Lýsing

Laugin er u.þ.b. 4 metrar í þvermál; og þar sem botn laugarinnar er ójafn er hún misdjúp, en dýptin er breytileg á milli 0.70 til 1 metra djúp. Þrep liggja niður í laugina, og er hlaðin úr tilhöggnu hveragrjót. Fyrir tilstilli fornleifauppgraftar hefur það verið leitt í ljós að tvær rennur veittu heitu vatni í laugina úr hverinum Skriflu sem hefur nú verið eyðilögð.

Á barmi aðrennslisins má sjá fangamerkið V.Th. 1858. á steini og er það fangamark Sr. Vernharðs Þorkelssonar sem lét gera við laugina það ár.

Lauginni er fyrst lýst í riti frá circa. 1724 eftir Páls Vídalíns („Um fornyrði Jónsbókar“).

Heimildir

  1. Gangverk- fréttabréf Verkis hf á bls. 4 „Landnámsöld“
  2. Landnámabók (Sturlubók), 51. kafli.
  3. mbl.is: Norsku krónprinshjónin fræddust um Snorra Sturluson

Tenglar

Myndir: