„Árni Þorláksson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sv:Arni Thorlaksson
Lína 23: Lína 23:


[[en:Árni Þorláksson]]
[[en:Árni Þorláksson]]
[[sv:Arni Thorlaksson]]

Útgáfa síðunnar 26. desember 2009 kl. 07:20

Árni Þorláksson, Staða-Árni (123717. apríl 1298) var biskup í Skálholti frá 1269.

Árni var sonur Þorláks Guðmundssonar gríss og Halldóru Ormsdóttur. Hann var hjá Brandi Jónssyni meðan hann var ábóti í Þykkvabæ. Þegar Brandur var kosinn biskup á Hólum fór Árni með honum í vígsluferðina til Noregs og komst þá í kynni við Magnús konung og fór vel á með þeim síðan. Hann fór svo með Brandi til Hóla. Þá hafði hann aðeins hlotið djáknavígslu en þegar Brandur dó eftir aðeins eitt ár á biskupsstóli vígði Sigvarður Skálholtsbiskup Árna til prests og fékk honum staðarforráð á Hólum eftir hann þar til Jörundur biskup tók við embættinu 1267. Jörundur sendi Árna suður í Skálholt til halds og trausts Sigvarði biskupi, sem orðinn var aldraður, og þegar Sigvarður dó 1268 var Árni kosinn biskup og vígður í Niðarósi 1269, rúmlega þrítugur að aldri. Hann gegndi embættinu í nærri 30 ár og andaðist í Björgvin.

Kristniréttur Árna

Árni setti nýjan kristnirétt 1275 sem við hann er kenndur þar sem hann krafðist yfirráða kirkjunnar yfir kirkjustöðum (staðamál síðari). Stóðu miklar deilur um þau mál næstu árin, sem lauk með því að ákveðið var að biskup skyldi hafa yfirráð yfir þeim stöðum sem kirkjan ætti hálfa eða meira.


Fyrirrennari:
Sigvarður Þéttmarsson
Skálholtsbiskup
(12691298)
Eftirmaður:
Árni Helgason


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.