„Haukur Erlendsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Wirthi (spjall | framlög)
iw
Lína 9: Lína 9:
[[Flokkur:Lögmenn]]
[[Flokkur:Lögmenn]]
{{d|1334}}
{{d|1334}}

[[de:Haukr Erlendsson]]
[[en:Haukr Erlendsson]]
[[no:Haukr Erlendsson]]

Útgáfa síðunnar 25. desember 2009 kl. 09:47

Haukur Erlendsson (d. 3. júní 1334) var íslenskur lögmaður og riddari á 14. öld. Hann var sonur Erlendar sterka Ólafssonar lögmanns en móðir hans hét Jórunn. Líklega bjó hann á Vesturlandi eða Vestfjörðum framan af ævi.

Hann varð lögmaður sunnan og austan 1294 og gegndi því embætti til 1299 en þá er hann kominn til Noregs og þar komst hann til metorða. Hann var orðinn lögmaður í Ósló 1302 og kominn í ríkisráð konungs árið eftir. 1304 var hann herraður og gerður að Gulaþingslögmanni. Þá flutti hann til Björgvinjar og var ýmist þar, í Ósló eða á Íslandi eftir það. Hans er getið í heimildum á Íslandi 1306-1308 og stóð þá meðal annars með Árna Helgasyni biskupi að stofnun lærðra manna spítala í Gaulverjabæ. Hann var í Björgvin 1310 og í Ósló 1309, 1318 og 1319. Vitað er að hann var Gulaþingslögmaður 1321 og 1322. Eftir það er hans hvergi getið í heimildum næstu árin og má vera að hann hafi verið á Íslandi 1322-1329. 1330 var hann í Noregi en kom til Íslands 1331 "með boðskap konungsins um kvennamál og það fleira sem þar fylgdi", segir í Skálholtsannál. Hann hefur svo farið út aftur því að hann dó í Björgvin 1334.

Skinnhandritið Hauksbók er kennd við Hauk lögmann en í henni er samsafn af ýmsum ritum, meðal annars Landnámu, Kristni sögu, Fóstbræðrasögu, Völuspá og fleiru. Sumt er ekki til í neinu öðru handriti. Haukur mun hafa skrifað hana að einhverju leyti sjálfur og er rithönd hans elsta rithönd nafngreinds Íslendings sem vitað er um. Einnig hefur hann haft nokkra skrifara. Í henni er einnig ýmiss konar fróðleikur, þar á meðal stærðfræðikafli, Algorismus, og er það elsti stærðfræðitexti sem til er á norrænu máli. Haukur virðist hafa verið vel menntaður og fjölfróður með áhuga á alls konar fróðleik. Hauksbók er skrifuð á fyrsta áratug 14. aldar og kann að vera að Haukur hafi notað hana til að koma sér á framfæri í Noregi og auka virðingu sína.

Kona Hauks lögmanns var Steinunn Áladóttir (d. 1361). Áli faðir hennar var sonur Svarthöfða Dufgussonar. Hún bjó á Íslandi eftir lát manns síns. Eina barn þeirra sem vitað er um með vissu var Jórunn, sem varð abbadís í Kirkjubæjarklaustri og kallaðist þá Agnes.