„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bo:ལེ་ཉིན།
MelancholieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: yo:Vladimir Lenin
Lína 128: Lína 128:
[[vi:Vladimir Ilyich Lenin]]
[[vi:Vladimir Ilyich Lenin]]
[[war:Vladimir Lenin]]
[[war:Vladimir Lenin]]
[[yo:Vladimir Lenin]]
[[zh:列宁]]
[[zh:列宁]]
[[zh-min-nan:Lenin]]
[[zh-min-nan:Lenin]]

Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2009 kl. 22:08

Vladimir Lenín

Vladimír Iljitsj Lenín (rússneska: Влади́мир Ильи́ч Ле́нин, oft bara kallaður Lenín IPA:[ˈljenjɪn]; fæddur Vladimír Iljitsj Úljanov; 22. apríl (gamli stíll: 10. apríl) 187021. janúar 1924) var kommúnískur byltingarleiðtogi, leiðtogi bolsévíkaflokksins, fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna og helsti frömuður stefnunnar kennd við hann, lenínisma. Hann fæddist í bænum Simbrisk (sem í dag heitir Úljanovsk). Faðir hans var opinber starfsmaður sem aðhylltist lýðræði og studdi menntun fyrir alla. Hann fékk lögfræðigráðu árið 1891 og fór í kjölfarið að vinna í þeirri grein. Árið 1893 flutti hann til Sankti Pétursborgar og fór hann þar að tengjast marxisma æ meira. Hann var handtekinn 1895 og haldið í fjórtán mánuði og síðan sendur í útlegð í Síberíu. Þegar útlegðinni lauk árið 1900 tók hann að ferðast um Rússland og restina af Evrópu, á þeim ferðalögum sínum tók hann á endanum upp nafnið Lenín. Hann fór að vera virkur innan rússneska sósíaldemókrataflokksins og árið 1906 var hann kjörinn í miðstjórn. Hann hélt áfram að ferðast víðsvegar um Evrópu, en í kjölfar Febrúarbyltingarinnar 1917 sneri hann til baka en flúði síðan aftur til Finnlands í júlí sama ár þegar hann var sakaður um að vera fjármagnaður af Þjóðverjum. Í október þess árs leiddu hinsvegar hann og Trotskí Októberbyltinguna svonefndu og komust kommúnistar þar með til valda. Lenín varð eftir þá byltingu æðsti ráðamaður Rússlands og síðar Sovétríkjanna. Hann lést árið 1924 eftir röð hjartaáfalla eftir að hafa verið skotinn árið 1918. Líkami hans var smurður og er til sýnis í grafhýsi í Moskvu til þessa dags.

Tengt efni

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill GG