„Jónsbók“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Taka aftur breytingu 574573 frá 85.220.113.52 (Spjall)
Wirthi (spjall | framlög)
m iw de:
Lína 27: Lína 27:
[[Flokkur:1281]]
[[Flokkur:1281]]


[[de:Jónsbók]]
[[sv:Jónsbók]]
[[sv:Jónsbók]]

Útgáfa síðunnar 24. október 2009 kl. 12:00

Jónsbók er lögbók sem tók við af Járnsíðu árið 1281. Á þeim tíma voru Íslendingar undir Noregskonungi og voru þeim sett lög af honum.

Móttökur

Járnsíða hafði mætt mikilli andstöðu en í stað þess að endurskoða hana var samin ný lögbók 1280 og send til Íslands. Hún var kennd við lögmanninn Jón Einarsson sem talinn er hafa verið aðalhöfundur hennar og hafði kynnt hana fyrir Íslendingum veturinn 1281, en Jónsbók var gagnrýnd í ýmsu, ekki síður en Járnsíða.

Á Alþingi skipaði þingheimur sér í flokka eftir lögstéttum og gerðu menn grein fyrir athugasemdum sínum.

Þrjár stéttir þjóðfélagsins; klerkar, handgengnir menn og bændur höfðu skráð athugasemdir sínar hver í sínu lagi en í sögu Árna biskups Þorlákssonar greinir frá athugasemdum tveggja, klerka og bænda.

Umboðsmaður konungs, Loðinn leppur, brást hart við og skírskotaði til heimildar konungs til að setja lög en hér gætti vaxandi áhrifa konungsvaldsins, sem m.a. hafði að bakhjarli hugmyndir um að réttur konungs væri sóttur til Rómarréttar.

Þingheimur gaf sig hvergi og oddvitar hans skírskotuðu til hefðbundinna hugmynda um stöðu konungs sem gætti hinna fornu laga og bætti þau með ráði og fulltingi bestu manna.

Málamiðlun náðist og konungur kom til móts við Íslendinga með réttarbótum, 1294, 1305 og 1314.

Engin bók átti jafnríkan þátt í að móta réttarvitund þjóðarinar og varðveita íslenska tungu og Jónsbók og má að því leyti segja að hún hafi orðið ein áhrifamesta bók í réttar- og menningarsögu Íslendinga.

Þær líkamlegu refsingar, er heimilaðar voru eftir Jónsbók, voru dauðarefsing,hýðing,brennimark,limalát og einnig er þar gert ráð fyrir vissum minniháttar endurgjaldsrefsingum (sektum).


  Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.