„Frá stofnun borgarinnar (rit)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
JAnDbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: eo:Ab urbe condita Fjarlægi: en:Ab Urbe condita
Lína 19: Lína 19:
[[ca:Ab Urbe Condita]]
[[ca:Ab Urbe Condita]]
[[cs:Dějiny od založení Města]]
[[cs:Dějiny od založení Města]]
[[en:Ab Urbe condita]]
[[eo:Ab urbe condita]]
[[es:Ab Urbe condita libri]]
[[es:Ab Urbe condita libri]]
[[fi:Ab urbe condita (kirja)]]
[[fi:Ab urbe condita (kirja)]]

Útgáfa síðunnar 20. október 2009 kl. 08:03

Titus Livius

Frá stofnun borgarinnarlatínu Ab Urbe condita) er mikilvægt rit um sögu Rómar eftir rómverska sagnaritarann Titus Livius. Livius segir sögu Rómar frá stofnun borgarinnar (753 f.Kr.) til samtíma síns í 142 bókum. Fyrstu bækurnar komu út á árunum 27 til 25 f.Kr. 35 bækur eru varðveittar auk útdrátta úr öðrum bókum.

Fyrsta bók hefst á komu Eneasar til Ítalíu og segir frá Rómúlusi og Remusi og stofnun Rómar, rómverska konungdæminu, afnámi þess og kjöri Luciusar Juniusar Brutusar og Luciusar Tarquiniusar Collatinusar sem ræðismanna árið 509 f.Kr. Bækur II-X fjalla um sögu rómverska lýðveldisins fram að Samnítastríðunum. Bækur XXI-XLV fjalla um annað púnverska stríðið og enda á stríðinu gegn Perseifi frá Makedóníu.

Efni annarra bóka er einungis þekkt úr útdráttum frá 4. öld, að undanskildum 136. og 137. bók. Útdrættirnir voru þó gerðir úr styttri útgáfu ritsins, sem nú er glatað. Papýrusbrot með samskonar útdráttum úr bókum 37-40 og 48-55 fundust nærri egypska bænum Oxyrhynchus. Þau eru nú í British Museum. Útdrættirnir frá Oxyrhynchus eru illa farnir.

Bækur XLVI-LXX fjalla um tímann fram að Bandamannastríðinu árið 91 f.Kr. Valdatíð Súllu árið 81 f.Kr. er lýst í bók 89 og í bók 103 segir frá fyrsta ræðismannsári Júlíusar Caesars. Bók 142 lýkur eftir dauða Neros Claudiusar Drususar árið 9 f.Kr.

Fyrstu tíu bækurnar ná yfir 500 ára langt tímabil en þegar kemur að 1. öld f.Kr. fjallar Livius um u.þ.b. eitt ár í hverri bók bók.

Tengt efni

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist