„Alþjóðasamband um jarðmælingar og jarðeðlisfræði“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:


[[Flokkur:Jarðfræði]]
[[Flokkur:Jarðfræði]]
[[Flokkur:Vísindasamtök]]
[[Flokkur:Vísindafélög]]


[[de:Internationale Union für Geodäsie und Geophysik]]
[[de:Internationale Union für Geodäsie und Geophysik]]

Útgáfa síðunnar 7. október 2009 kl. 14:24

Alþjóðasamband um jarðmælingar og jarðeðlisfræði, eða IUGG – (International Union of Geodesy and Geophysics) – er sjálfstætt samband vísindasamtaka sem helga sig (eðlisfræðilegum) rannsóknum á jörðinni og nánasta umhverfi hennar, og leitast við að nýta þá þekkingu sem aflast í þágu mannlegs samfélags. Sambandið var stofnað árið 1919. Meðal verkefna sem sambandið fæst við eru náttúruauðlindir í jarðskorpunni, umhverfisvernd og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara.

Með tilkomu geimferða hefur sambandið farið að sinna samanburðarrannsóknum á tunglinu og reikistjörnunum.

Rúmlega 100 lönd og um 60 alþjóðasamtök eru aðilar að sambandinu eða dóttursamtökum þess. Á fjögurra ára fresti efnir sambandið til 5-10.000 manna 'allsherjarþings', sem stendur í hálfan mánuð. Þar er fundað um einstök fagsvið og kosið í ráð, sem fer með æðstu stjórn sambandsins á milli þinga. Í ráðinu eru 1-3 fulltrúar frá hverju aðildarlandi. Fulltrúi Íslands, frá 2007, er Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar. Forseti sambandsins, frá 2007, er Tom Beer frá Ástralíu.

Innan sambandsins eru átta alþjóðasamtök:

Innan sambandsins eru einnig þrjár fagnefndir:

Tenglar

  • IUGG Vefsíða IUGG.