„Ögmundur Pálsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengil.
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Ögmundur Pálsson''' var [[biskup]] í [[Skálholt]]i frá [[1521]] til [[1541]]. Hann stundaði nám í [[England]]i og á [[Niðurlönd]]um. Hann varð prestur á [[Breiðabólsstaður|Breiðabólsstað]] í [[Fljótshlíð]] og prófastur í [[Rangárþing]]i [[1504]] og hélt þeim embættum til [[1515]] er hann varð ábóti í [[Viðey]]. Árið [[1519]] var hann kjörinn biskup í Skálholti og fór utan [[1520]] en var ekki vígður biskup í [[Niðarós]]i fyrr en [[1521]]. Kom hann svo aftur heim [[1522]]. Hann var [[hirðstjóri]] yfir Skálholtsbiskupsdæmi og rak bú að Krossi um skeið. Ögmundur lét af biskupsembætti [[1540]], fluttist þá að [[Haukadalur (Tungum)|Haukadal]] í [[Biskupstungur|Biskupstungum]] og átti þar heima síðan. Sumarið [[1541]] var hann handtekinn af [[siðaskipti|siðaskiptamönnum]] er hugðust flytja hann til [[Danmörk|Danmerkur]], en hann andaðist á leiðinni.
'''Ögmundur Pálsson''' (d. 13. júlí 1541) var [[biskup]] í [[Skálholt]]i frá [[1521]] til [[1541]]. Hann stundaði nám í [[England]]i og á [[Niðurlönd]]um. Hann varð prestur á [[Breiðabólsstaður|Breiðabólsstað]] í [[Fljótshlíð]] og prófastur í [[Rangárþing]]i [[1504]] og hélt þeim embættum til [[1515]] er hann varð ábóti í [[Viðey]]. Árið [[1519]] var hann kjörinn biskup í Skálholti og fór utan [[1520]] en var ekki vígður biskup í [[Niðarós]]i fyrr en [[1521]]. Kom hann svo aftur heim [[1522]]. Hann var [[hirðstjóri]] yfir Skálholtsbiskupsdæmi og rak bú að Krossi um skeið. Ögmundur lét af biskupsembætti [[1540]] nema að nafninu til, þá líklega kominn á áttræðisaldur, eftir að hafa sjálfur valið [[Gissur Einarsson]] sem eftirmann sinn. Hann fluttist þá að [[Haukadalur|Haukadal]] í [[Biskupstungur|Biskupstungum]] og átti þar heima síðan. [[Kristófer Hvítfeld]], sendimaður Danakonungs, handtók Ögmund á heimili Ásdísar systur hans á Hjalla í [[Ölfus]]i 2. júní [[1541]], færður út í skip og fluttur áleiðis til [[Danmörk|Danmerkur]], en hann andaðist á leiðinni.


:„Ögmundi er þannig lýst að hann væri mikill vexti, hár og þrekinn, gulur á hár, kringluleitur í andliti, fagureygur og smáeygur. Fyrirmannlegur og höfðinglegur og bauð af sér góðan þokka, skörungur mikill og framkvæmdasamur, ráðríkur og ágjarn, afarmenni að burðum og harðfengur, stórorður, reiðigjarn og siðvandur.“
:„Ögmundi er þannig lýst að hann væri mikill vexti, hár og þrekinn, gulur á hár, kringluleitur í andliti, fagureygur og smáeygur. Fyrirmannlegur og höfðinglegur og bauð af sér góðan þokka, skörungur mikill og framkvæmdasamur, ráðríkur og ágjarn, afarmenni að burðum og harðfengur, stórorður, reiðigjarn og siðvandur.“
Lína 12: Lína 12:


[[Flokkur:Skálholtsbiskupar]]
[[Flokkur:Skálholtsbiskupar]]

{{d|1541}}

Útgáfa síðunnar 22. september 2009 kl. 21:38

Ögmundur Pálsson (d. 13. júlí 1541) var biskup í Skálholti frá 1521 til 1541. Hann stundaði nám í Englandi og á Niðurlöndum. Hann varð prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og prófastur í Rangárþingi 1504 og hélt þeim embættum til 1515 er hann varð ábóti í Viðey. Árið 1519 var hann kjörinn biskup í Skálholti og fór utan 1520 en var ekki vígður biskup í Niðarósi fyrr en 1521. Kom hann svo aftur heim 1522. Hann var hirðstjóri yfir Skálholtsbiskupsdæmi og rak bú að Krossi um skeið. Ögmundur lét af biskupsembætti 1540 nema að nafninu til, þá líklega kominn á áttræðisaldur, eftir að hafa sjálfur valið Gissur Einarsson sem eftirmann sinn. Hann fluttist þá að Haukadal í Biskupstungum og átti þar heima síðan. Kristófer Hvítfeld, sendimaður Danakonungs, handtók Ögmund á heimili Ásdísar systur hans á Hjalla í Ölfusi 2. júní 1541, færður út í skip og fluttur áleiðis til Danmerkur, en hann andaðist á leiðinni.

„Ögmundi er þannig lýst að hann væri mikill vexti, hár og þrekinn, gulur á hár, kringluleitur í andliti, fagureygur og smáeygur. Fyrirmannlegur og höfðinglegur og bauð af sér góðan þokka, skörungur mikill og framkvæmdasamur, ráðríkur og ágjarn, afarmenni að burðum og harðfengur, stórorður, reiðigjarn og siðvandur.“
Fyrirrennari:
Stefán Jónsson
Skálholtsbiskupar Eftirmaður:
Gissur Einarsson
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.