„Ísleifur Gissurarson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lagaði tengil.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Ísleifur Gissurarson''' (fæddur [[1006]] - dáinn [[5. júlí]] [[1080]]) var fyrsti Skálholtsbiskup á Íslandi í kjölfar [[kristnitakan|kristnitökunnar]].
'''Ísleifur Gissurarson''' (fæddur [[1006]] - dáinn [[5. júlí]] [[1080]]) var fyrsti Skálholtsbiskup á Íslandi í kjölfar [[kristnitakan|kristnitökunnar]].


Foreldrar hans voru [[Gissur hvíti Teitsson]] af ætt [[Mosfellingar|Mosfellinga]] og [[Þórdís Þóroddsdóttir]]. Eftir nám í [[Herfurða|Herfurðu]] (Herford) á [[Saxland]]i var hann vígður biskup af [[Aðalbjartur erkibiskup|Aðalbjarti]] erkibiskupi í [[Bremen|Brimum]] [[1056]], þá sem biskup bæði yfir Íslandi og Grænlandi, en ekki er vitað til þess hann hafi nokkurntíman sinnt því síðarnefnda. Byggði hann upp biskupsstól á föðurleifð sinni í Skálholti og stofnaði þar skóla. Meðal nemenda hans var [[Jón Ögmundsson|Jón Ögmundarson]], sem síðar varð fyrstur biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]].
Foreldrar hans voru [[Gissur hvíti Teitsson]] af ætt [[Mosfellingar|Mosfellinga]] og einn helsti leiðtogi kristinna manna við kristnitökuna, og þriðja kona hans, Þórdís Þóroddsdóttir. Faðir hans setti son sinn til mennta, fylgdi honum út þegar hann fór til náms í [[Saxland]]i „ok seldi hann til læringar abbadísi einni í borg þeiri er [[Herfurða]] ([[Herford]]) heitir. Ísleifr kom svá til Íslands at hann var prestr ok vel lærðr," segir í [[Hungurvaka|Hungurvöku]]. Ísleifur tók svo við goðorði föður síns og bjó í [[Skálholt]]i.
Ísleifur lést í Skálholti hinn 5. júlí 1080 og hafði þá verið biskup í 24 ár.


Árið [[1056]], þegar hann var fimmtugur, var hann vígður biskup af [[Aðalbjartur erkibiskup|Aðalbjarti]] erkibiskupi í [[Bremen|Brimum]], raunar bæði yfir Íslandi og [[Grænland]]i, en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíman sinnt því síðarnefnda. Hann kom heim ári síðar og bjó áfram í Skálholti, sem var eign hans en ekki eiginlegur biskupsstóll. Þar stofnaði hann skóla. „En er það sáu höfðingjar og góðir menn að Ísleifur var miklu nýtri en aðrir kennimenn, þeir er á þvísa landi næði, þá seldi hann mörgum sonu sína til læringar og létu vígja til presta,“ segir [[Ari Þorgilsson fróði|Ari fróði]] í [[Íslendingabók]]. Á meðal nemenda hans var [[Jón Ögmundsson|Jón Ögmundarson]], sem síðar varð fyrstur biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]].
Kona Ísleifs var [[Dalla Þorvaldsdóttir]] og áttu þau synina Þorvald bónda í Hraungerði, [[Teitur Ísleifsson|Teit]] og [[Gissur Ísleifsson biskup|Gissur]], sem varð biskup eftir föður sinn.

Ísleifur lést í Skálholti hinn 5. júlí 1080 og hafði þá verið biskup í 24 ár. Kona hans var [[Dalla Þorvaldsdóttir]] og áttu þau synina Þorvald bónda í Hraungerði, [[Teitur Ísleifsson|Teit]] og [[Gissur Ísleifsson biskup|Gissur]], sem varð biskup eftir föður sinn.


{{Töflubyrjun}}
{{Töflubyrjun}}

Útgáfa síðunnar 27. ágúst 2009 kl. 18:36

Ísleifur Gissurarson (fæddur 1006 - dáinn 5. júlí 1080) var fyrsti Skálholtsbiskup á Íslandi í kjölfar kristnitökunnar.

Foreldrar hans voru Gissur hvíti Teitsson af ætt Mosfellinga og einn helsti leiðtogi kristinna manna við kristnitökuna, og þriðja kona hans, Þórdís Þóroddsdóttir. Faðir hans setti son sinn til mennta, fylgdi honum út þegar hann fór til náms í Saxlandi „ok seldi hann til læringar abbadísi einni í borg þeiri er Herfurða (Herford) heitir. Ísleifr kom svá til Íslands at hann var prestr ok vel lærðr," segir í Hungurvöku. Ísleifur tók svo við goðorði föður síns og bjó í Skálholti.

Árið 1056, þegar hann var fimmtugur, var hann vígður biskup af Aðalbjarti erkibiskupi í Brimum, raunar bæði yfir Íslandi og Grænlandi, en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíman sinnt því síðarnefnda. Hann kom heim ári síðar og bjó áfram í Skálholti, sem var eign hans en ekki eiginlegur biskupsstóll. Þar stofnaði hann skóla. „En er það sáu höfðingjar og góðir menn að Ísleifur var miklu nýtri en aðrir kennimenn, þeir er á þvísa landi næði, þá seldi hann mörgum sonu sína til læringar og létu vígja til presta,“ segir Ari fróði í Íslendingabók. Á meðal nemenda hans var Jón Ögmundarson, sem síðar varð fyrstur biskup á Hólum.

Ísleifur lést í Skálholti hinn 5. júlí 1080 og hafði þá verið biskup í 24 ár. Kona hans var Dalla Þorvaldsdóttir og áttu þau synina Þorvald bónda í Hraungerði, Teit og Gissur, sem varð biskup eftir föður sinn.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Skálholtsbiskup
(1056 – 1080)
Eftirmaður:
Gissur Ísleifsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.