„Ásbirningar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Tungumálatengill og lagfæringar
Flokkun
Lína 5: Lína 5:
Sonur Arnórs, [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]], sem bjó á Víðimýri, er líklega þekktastur Ásbirninga. Hann tók mjög ungur við leiðtogahlutverkinu og var einn af valdamestu mönnum landsins til dauðadags. Þá tók [[Brandur Kolbeinsson]] á Reynistað, sonur Kolbeins kaldaljóss, við sem leiðtogi Ásbirninga en við fall hans í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] ári síðar má segja að veldi þeirra hafi liðið undir lok.
Sonur Arnórs, [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]], sem bjó á Víðimýri, er líklega þekktastur Ásbirninga. Hann tók mjög ungur við leiðtogahlutverkinu og var einn af valdamestu mönnum landsins til dauðadags. Þá tók [[Brandur Kolbeinsson]] á Reynistað, sonur Kolbeins kaldaljóss, við sem leiðtogi Ásbirninga en við fall hans í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] ári síðar má segja að veldi þeirra hafi liðið undir lok.


== Heimildir ==
{{Stubbur}}
* Magnús Jónsson: ''Ásbirningar'' (1939). ''Skagfirsk fræði'': 1. Sögufélag Skagfirðinga.

[[Flokkur:Sturlungaöld]]


[[en:Ásbirningar family clan]]
[[en:Ásbirningar family clan]]

Útgáfa síðunnar 23. ágúst 2009 kl. 22:14

Ásbirningar voru ein helsta valdaætt landsins á 12. öld og fram eftir Sturlungaöld. Ríki þeirra var í Skagafirði og síðar austanverðu Húnaþingi og í fáein ár eftir Örlygsstaðabardaga má segja að þeir hafi verið með valdamestu mönnum landsins.

Ættin var komin í beinan karllegg af landnámsmanninum Öndótti, er bjó í Neðra-Ási í Hjaltadal, en kennd við ættföðurinn Ásbjörn Arnórsson, sem uppi var á 11. öld. Sonarsonur hans, goðorðsmaðurinn Kolbeinn Arnórsson (d. 1166) átti tvo syni, Arnór og Tuma. Sonur Arnórs var Kolbeinn kaldaljós, bóndi á Reynistað, en á meðal barna Tuma voru Kolbeinn Tumason skáld, er átti í hörðum deilum við Guðmund Arason biskup og féll í Víðinesbardaga 1208, Arnór Tumason goðorðsmaður á Víðimýri og Halldóra Tumadóttir, kona Sighvats Sturlusonar á Grund í Eyjafirði.

Sonur Arnórs, Kolbeinn ungi, sem bjó á Víðimýri, er líklega þekktastur Ásbirninga. Hann tók mjög ungur við leiðtogahlutverkinu og var einn af valdamestu mönnum landsins til dauðadags. Þá tók Brandur Kolbeinsson á Reynistað, sonur Kolbeins kaldaljóss, við sem leiðtogi Ásbirninga en við fall hans í Haugsnesbardaga ári síðar má segja að veldi þeirra hafi liðið undir lok.

Heimildir

  • Magnús Jónsson: Ásbirningar (1939). Skagfirsk fræði: 1. Sögufélag Skagfirðinga.