„Turku“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Breyti: no:Åbo
MelancholieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: mhr:Турку
Lína 48: Lína 48:
[[lt:Turku]]
[[lt:Turku]]
[[lv:Turku]]
[[lv:Turku]]
[[mhr:Турку]]
[[ms:Turku]]
[[ms:Turku]]
[[nds:Turku]]
[[nds:Turku]]

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2009 kl. 11:40

Staðsetning Turku í Finnlandi.

Turku á finnsku, Åbo á sænsku sem samsvarar Árbæ á íslensku) er elsta og fimmta stærsta borg Finnlands, en þar búa 174.824 manns (miðað við árið 2004). Borgin stendur við mynni árinnar Aura í suðvesturhluta Finnlands og er hún miðpunktur þriðja stærsta þéttbýlissvæðis landsins, þar sem búa um 300.000 manns. Í Turku hafa um 8% íbúanna sænsku að móðurmáli. Finnska orðið fyrir íbúa Turku er turkulaiset (eintala: turkulainen). Vegna staðsetningarinnar er höfnin í Turku ein sú umferðarmesta í Finnlandi.

Allan þann tíma sem Finnland var hluti af sænska ríkinu, allt frá byrjun 13.aldar til 1805 var Åbo stærsta borg finnska ríkishlutans og þjónaði í raun sem höfuðborg. Fyrsti háskóli Finnlands (Åbo akademi) var stofnaður 1640 og starfar enn í borginni. Rússnesk yfirvöld völdu, eftir að Finnland varð hluti af Rússneska keisaradæminu, að gera Helsinki - Helsingfors að höfuðborg 1812 í staðinn og olli það langvarandi togstreitu á milli borganna. Nú á tíðum telja margir Turku standa næst Helsinki af öllum borgum Finnlands á meðan aðrir telja að Tampere eigi fremur þann heiður skilinn.

Tenglar


Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG