„Borgarbyggð“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
Vefsíða=http://www.borgarbyggd.is|
Vefsíða=http://www.borgarbyggd.is|
}}
}}
[[Mynd:Borgarnes seen from Brákarey.jpg|thumb|280px|Stærsti þéttbýliskjarni Borgarbyggðar, Borgarnes séð frá [[Brákarey]]]]
'''Borgarbyggð''' er sameinað [[sveitarfélag]] á [[Vesturland]]i með nokkrum þéttbýliskjörnum; [[Borgarnes]]i, [[Bifröst (þorp)|Bifröst]] og [[Varmaland]]i og er stærsta sveitarfélag á Íslandi, sem stendur við sjó, en byggir ekki afkomu sína að neinu leyti á [[sjávarútvegur|sjávarútvegi]].
'''Borgarbyggð''' er sameinað [[sveitarfélag]] á [[Vesturland]]i með nokkrum þéttbýliskjörnum; [[Borgarnes]]i, [[Bifröst (þorp)|Bifröst]] og [[Varmaland]]i og er stærsta sveitarfélag á Íslandi, sem stendur við sjó, en byggir ekki afkomu sína að neinu leyti á [[sjávarútvegur|sjávarútvegi]].

[[Mynd:Borgarnes seen from Brákarey.jpg|thumb|280px|Stærsti þéttbýliskjarni Borgarbyggðar, Borgarnes séð frá [[Brákarey]]]]


==Sameining==
==Sameining==
Lína 33: Lína 32:


==Sveitarstjórnarkosningar 2006==
==Sveitarstjórnarkosningar 2006==

{{Kosning|
{{Kosning|
Kjördæmi=[[Borgarbyggð]] (sameinað sveitarfélag)|
Kjördæmi=[[Borgarbyggð]] (sameinað sveitarfélag)|
Lína 51: Lína 49:


Eftir kosningarnar hófu Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarlistinn meirihlutasamstarf en Framsókn var í minnihluta. 9. júní 2009 var hinsvegar mynduð "þjóðstjórn" allra flokka sem sæti áttu í bæjarstjórn með því að Borgarlistinn afsalaði embætti formanns byggðaráðs til Framsóknarflokksins. Hinn nýi meirihluti mun væntanlega sitja til loka kjörtímabilsins, komi ekkert óvænt uppá.
Eftir kosningarnar hófu Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarlistinn meirihlutasamstarf en Framsókn var í minnihluta. 9. júní 2009 var hinsvegar mynduð "þjóðstjórn" allra flokka sem sæti áttu í bæjarstjórn með því að Borgarlistinn afsalaði embætti formanns byggðaráðs til Framsóknarflokksins. Hinn nýi meirihluti mun væntanlega sitja til loka kjörtímabilsins, komi ekkert óvænt uppá.



{{Sveitarfélög Íslands}}
{{Sveitarfélög Íslands}}

Útgáfa síðunnar 23. júní 2009 kl. 23:16

Borgarbyggð
Skjaldarmerki Borgarbyggð
Staðsetning
Staðsetning
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarBorgarnes (íb. 1.894)
Bifröst (íb. 264)
Hvanneyri (íb. 304)
Kleppjárnsreykir (íb. 52)
Reykholt (íb. 23)
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriPáll S. Brynjarsson
Flatarmál
 • Samtals4.927 km2
 • Sæti6. sæti
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals4.090
 • Sæti15. sæti
 • Þéttleiki0,83/km2
Póstnúmer
310, 311, 320
Sveitarfélagsnúmer3609
Vefsíðahttp://www.borgarbyggd.is
Stærsti þéttbýliskjarni Borgarbyggðar, Borgarnes séð frá Brákarey

Borgarbyggð er sameinað sveitarfélag á Vesturlandi með nokkrum þéttbýliskjörnum; Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi og er stærsta sveitarfélag á Íslandi, sem stendur við sjó, en byggir ekki afkomu sína að neinu leyti á sjávarútvegi.

Sameining

Sveitarfélagið varð til þegar Borgarnesbær, Hraunhreppur, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag 11. júní 1994. Síðar, 7. júní 1998, sameinuðust Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðarhreppur Borgarbyggð.

23. apríl 2005 var svo kosið um sameiningu við Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhrepp, Kolbeinsstaðahrepp og Skorradalshrepp. Öll sveitarfélögin samþykktu sameiningu nema Skorradalshreppur, þar var kosið í annað sinn 4. júní sama ár og sameiningartillagan felld í annað sinn. Hin fjögur sveitarfélögin sameinuðust þó og tók sú sameining gildi 10. júní í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.

Staðsetning

Borgarbyggð nær allt yfir alla Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar að Skorradalshreppi undanskildum, það er að segja frá frá norðanverðum Skarðsheiði í suðri, að Eyja- og Miklaholtshreppi í norðri og að Holtavörðuheiði í austri.

Atvinnuvegir

Aðalatvinnuvegir Borgarbyggðar eru landbúnaður, þjónusta og iðnaður, (bygginga, málm og matvælaiðnaður). Meirihluti atvinnustarfsemi Borgarbyggðar fyrir utan landbúnað fer fram í Borgarnesi.

Menntun

Í Borgarbyggð eru þrír grunnskólar; Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskólinn á Varmalandi, Grunnskóli Borgarfjarðar (varð til við sameiningu Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum og Grunnskólans á Hvanneyri) og fjórir leikskólar (fimm með útibúi Klettaborgar í Bjargslandi, Borgarnesi), Klettaborg í Borgarnesi, Hraunborg á Bifröst, Andabær á Hvanneyri og Leikskólinn Varmalandi. Auk þess eru tveir háskólar í sveitarfélaginu, Háskólinn á Bifröst (áður Viðskiptaháskólinn og þar áður Samvinnuháskólinn Samvinnuskólinn) og Landbúnaðarháskóli Íslands (áður Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og þar áður Bændaskólinn á Hvanneyri). Borgarbyggð á aðild að Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.

Sveitarstjórnarkosningar 2006

Borgarbyggð (sameinað sveitarfélag)

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsóknarflokkurinn 599 31,1 3 - -
D Sjálfstæðisflokkurinn 675 35 3 - -
L Borgarlistinn - breiðfylking félagshyggjufólks 511 26,5 3 - -
auðir og ógildir 140 7,3
Alls 1925 100 9 - -
Á kjörskrá 2501 Kjörsókn 77%


Eftir kosningarnar hófu Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarlistinn meirihlutasamstarf en Framsókn var í minnihluta. 9. júní 2009 var hinsvegar mynduð "þjóðstjórn" allra flokka sem sæti áttu í bæjarstjórn með því að Borgarlistinn afsalaði embætti formanns byggðaráðs til Framsóknarflokksins. Hinn nýi meirihluti mun væntanlega sitja til loka kjörtímabilsins, komi ekkert óvænt uppá.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.