„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
Steinninn (spjall | framlög)
Lína 420: Lína 420:
::Jamm, ég segi líka sex komma ellefu o.s.frv. en ég hef heyrt fólk með sömu málnotkun og þig. (Reyndar hef ég líka örugglega heyrt þig sjálfan segja þetta.) Hins vegar veit ég ekki um neinn sem segir "Internet Explorer sex punktur núll". [[Notandi:Haukurth|Haukur]] 5. júní 2009 kl. 00:38 (UTC)
::Jamm, ég segi líka sex komma ellefu o.s.frv. en ég hef heyrt fólk með sömu málnotkun og þig. (Reyndar hef ég líka örugglega heyrt þig sjálfan segja þetta.) Hins vegar veit ég ekki um neinn sem segir "Internet Explorer sex punktur núll". [[Notandi:Haukurth|Haukur]] 5. júní 2009 kl. 00:38 (UTC)
:: Þótt þetta sé ekki strangt til tekið tugabrot þá les fólk þetta oft sem tugabrot (skiljanlega). En ég er sammála Hauki með það að næstum enginn myndi lesa þetta sem „Internet Explorer sex punktur núll“, flestir myndu einfaldlega segja „sex komma núll“ eins og þegar tugabrot eru lesin, heyri fólk mjög sjaldan segja „IE sex núll“ þó það mætti deila um að það sé ‚réttast‘. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 5. júní 2009 kl. 03:23 (UTC)
:: Þótt þetta sé ekki strangt til tekið tugabrot þá les fólk þetta oft sem tugabrot (skiljanlega). En ég er sammála Hauki með það að næstum enginn myndi lesa þetta sem „Internet Explorer sex punktur núll“, flestir myndu einfaldlega segja „sex komma núll“ eins og þegar tugabrot eru lesin, heyri fólk mjög sjaldan segja „IE sex núll“ þó það mætti deila um að það sé ‚réttast‘. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 5. júní 2009 kl. 03:23 (UTC)
:::Ég segji sex punktur núll, en það er bara ég. --[[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 11. júní 2009 kl. 12:32 (UTC)


== Að hlaða inn skrá ==
== Að hlaða inn skrá ==

Útgáfa síðunnar 11. júní 2009 kl. 12:33

Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.

Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu.
Aðrir umræðuvettvangar sem eru í boði en eru mögulega ekki jafn virkir eru Laugin á Facebook hópurinn Laugin, WikiIS-l póstlistinn og IRC spjallrásin #wikipedia-is tengjast á Libera Chat.


Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P


Teljari fyrir heimsóknir á síður

Halló Wikiverjar! Nú er teljarasíðan sem var hér og sýndi heimsóknir á síður horfin. Væri séns (möguleiki) að þið Wiki(s)pekingar gætuð útbúið svona teljara? Takk - 130.208.190.59 1. febrúar 2009 kl. 00:30 (UTC)[svara]

Lundúnir

Er einhver reiðubúinn að hjálpa mér að bæta Lundúnir greinina? Ég skrifaði sum greinsins og ég vil leiðrétta mistök sín... Maxí 10. febrúar 2009 kl. 22:56 (UTC)[svara]

Wikikaffi 2009 Vetur

Svo er það ekki kominn tími til að halda upp aftur wikimæting (wikikaffi) fyrir Wikipedia:Ísland eins og við gerðum síðasta ár í Café París? Hugmýnd er níðri, skrifið ef þið hafið eitthvað annað í hugi.

Staðsetning: Næsti bar, Ingólfsstræti 1a, 101 Reykjavík
Dagsetning: Fimmtudagur 26. febrúar 2009
Tími: 20:00
Hver: Allir eru velkomin
Aðalumræða: Við eigum að ræða um að setja upp Local Chapter fyrir Wikipedia:Ísland loksins og svoleiðis, en samt þetta er ekki formulegt, bara casual sko mæting, eins og síðasta wikikaffi í vetur 2008

Annað: Verið í wikibolum

Ég hringdi í Næsti bar og það vantar engin pöntun, og það er nógu af pláss í horninu þarna. Síðasta ár kómu ca. 10 manns og við tókum ekki mikið af pláss, en vonandi það verður meira þetta ár. Ef þú ætlar að mæta eða hefur eitthvað að segja bara endilega skrifið hérna. Og ef það er hægt (ath. möppudýr) til að setja tilkynning upp þar sem það stendur "Wikimedia foundation 2009 election" dótt, þá vinsamlegast gerið það svo óskráðar notendur líka geta komið. (þetta virkaði mjög vel síðasta ár). Vona að sjá ykkur þarna! --Girdi 11. febrúar 2009 kl. 13:07 (UTC)[svara]

Það væri kannski sniðugt að leyfa fólki að ákveða stað og stund? Ég væri alveg til í að hittast smá en 26. febrúar hentar mér til dæmis ekki. Það eru örugglega fleiri sem vilja mæta, og þess vegna held ég að það væri betra að leyfa fólki að skipuleggja þetta sjálft. Er einhver hérna sem væri til í að hittast á öðrum tíma (jafnvel í mars)? --Baldur Blöndal 22. febrúar 2009 kl. 00:31 (UTC)[svara]

Mæta

Mæta ekki

Mæta kannski

Erfitt fyrir byrjendur að skrifa greinar

Vil benda á hve erfitt er fyrir byrjendur að skrifa nýjar greinar og hve fjandsamlegt umhverfi wikipedia er fyrir byrjendur. Ég er núna með nemendahóp (nemendur í framhaldsnámi, allir þegar með háskólapróf og margir með mikla kennslureynslu og reynslu af námsefnisgerð oþh) sem hefur það sem eitt skilaverkefni að skrifa grein á íslensku wikipedia. Það hafa margir lent í veseni t.d. að hótað er að það sé höfundaréttarbrot, greinum hent út oþh.

það er mjög óaðgengilegt og fjandsamlegt umhverfi fyrir byrjendur á wikipedia og allt of litlar leiðbeiningar þegar greinum byrjenda er hent út. Þetta þýðir bara eitt, það er brattur þröskuldur á að fá þá færni að skrifa inn greinar og fáir ná því. Ég er ekki að gagnrýna neinn, bara benda á þetta og hef enga lausn en held að það sé mikilvægt að gera einfaldara fyrir byrjendur. --Salvör Gissurardóttir 12. febrúar 2009 kl. 22:13 (UTC)[svara]

Þú vekur athygli á mikilvægu máli. Það er alveg rétt að það er mikilvægt að taka vel og ekki síst vingjarnlega á móti nýliðum því við viljum að sem flestir haldi áfram að vinna með okkur, ekki satt? Og það er mikilvægt að við hjálpumst að við að kenna þeim á Wikipediuna. Hins vegar er um leið ekki hægt að slaka á kröfum sem gerðar eru til greina til dæmis með tilliti til höfundarréttar. Í einu nýlegu tilviki var grein eytt þar sem textinn var tekinn orðréttur af vefsíðu stofnunar. Ég held að það hafi til dæmis verið rétt ákvörðun og er þeirrar skoðunar að það verði að vera þannig en það má auðvitað reyna að veita meiri upplýsingar til nýrra notenda í kjölfarið á slíku. Reyndar finnst mér í sumum tilvikum hefði mátt ganga lengra í að snurfusa greinarnar — ef það er ekki gert strax er hætta á að það gleymist og verði kannski aldrei gert — en oft nægir kannski að setja hreingerningarsnið á greinarnar og þá er það snið bara á greininni meðan hún er í vinnslu. En við skulum ekki gleyma því að hjálp reyndari notenda við að hreingera nýjar greinar er einmitt mikilvægur liður í að kenna nýliðum hvernig greinar eiga að líta út á Wikipediu og hvernig á að fara að því að staðsetja myndir eða setja inn neðanmálsgreinar og þvíumlíkt.
Hvað varðar leiðbeiningar, þá er ég reyndar þeirrar skoðunar að það sé mjög víða bent á það í kynningarefni fyrir byrjendur að það sé vafasamt að afrita efni af vefsíðum og það þurfi að huga vel að höfundarréttarmálum og þar fram eftir götunum. Það er býsna mikið af kynningarefni til hér á íslensku (ég var að setja inn eina slíka síðu til viðbótar í dag). Það er mjög mikilvægt að nýliðar taki sér tíma til að lesa það og átta sig á því (líka þeir sem hafa menntun og reynslu, því það er ekki þar með sagt að þeir átti sig á venjum og hefðum Wikipediunnar). Ég vona að þú bendir nemendum þínum á það sem til er en ég veit ekki hvað er hægt að gera mikið meira en það hvað leiðbeiningar varðar. En svo er líka eitt sem hægt er að gera sem gerir nýliðum kleift að fikta í greinum í friði og það er að benda þeim á að gera tilraunarsíður á eigin nafnrými, þ.e. á wikipedia.org/wiki/Notandi:Notandanafn/Heiti greinar. Þar geta þeir gert tilraunir eins og í sandkassanum og án þess að þvælast hver fyrir öðrum (því það eru takmörk fyrir því hve margir geta gert tilraunir í sandkassanum á sama tíma) og fikrað sig áfram með greinar sem eru ekki tilbúnar enn þá til að vera í almennu nafnrými (t.d. greinar sem hafa fullt af millifyrirsögnum en engan texta, sem beinlínis hrópa á að vera hreingerðar). En um leið og greinar eru í almenna nafnrýminu þá er mikilvægt að annaðhvort snurfusa þær ef þarf eða þá í það minnsta skella á þær hreingerningarsniði. Kannski væri það til að auðvelda málið aðeins að benda þeim á möguleikann á að byrja fyrst á greinum á eigin nafnrými þar til þær eru tilbúnar að vera á almennu nafnrými. Hvað heldur þú? --Cessator 12. febrúar 2009 kl. 23:35 (UTC)[svara]
Það á auðvitað sérhver manneskja í Háskóla að vita að ekki á að taka efni orðrétt sem aðrir hafa gert (og maður gerir það oftast ekki jafnvel þótt það falli undir frjálsa skilmála, enda ekki góð vinnubrögð). Ég held samt að eitt vandamál sé að "velkominn" sniðið sé allt of umfangsmikið og að nýjir notendur þurfi ekki að vita allt þetta (þar sem þetta er svo stórt að ég nennti aldrei að fara yfir þetta þegar ég byrjaði fyrst á Wikipediu). Besta leiðin væri mögulega að benda notendum á t.d. gæða- og úrvalsgreinar svo þeir öðlist smá nasaþef af hvernig góðar greinar eru uppbyggðar og svo auðvitað basic svindlsíðuna. Ég sé ekki hvernig nýr notandi hafi áhuga á "framrannsóknum" eða því að hafa þetta hlutlaust- enda hef ég aldrei séð nýjan notanda eða IP-tölu bæta inn einhverjum alvarlegum frumrannsóknum, aðal vandamálið virðist oft vera það að fólk kann ekki að pípa tengla eða hvernig á að setja upp greinar. Ég er ekki að segja að ég hef kynnt mér þetta mál en ég held að það væri jafnvel sniðugt að hreinsa vel til í Snið:Velkomin og að láta tvo hluti stanta út; Svindlsíðuna og tengil á gæða- og úrvalsgreinarnar. --Baldur Blöndal 13. febrúar 2009 kl. 00:29 (UTC)[svara]
Já og líka kannski að benda á höfundarrétt, en það stendur líka í hvert sinn sem grein er breytt („Efni sem brýtur í bága við höfundalög verður eytt.“) og ef fólk fer ekki eftir því þá veit ég ekki hve mikil áhrif þetta Velkomin snið gæti haft. --Baldur Blöndal 13. febrúar 2009 kl. 00:33 (UTC)[svara]
Þá myndi ég reyndar frekar kjósa að tengja ekki í úrvals- og gæðagreinar, heldur halda eftir efstu málsgreininni (um frumrannsóknir, hlutleysi og sannreynanleika) af því að það er kjarninn í öllu saman hérna og svo tengil á kynninguna og svindlsíðuna og kannski tengilinn í Pottinn; færa svo hitt allt yfir á kynninguna og taka til í henni. En það fyrsta sem ætti að fara út væri ættleiðingin enda alveg ónýtt verkefni, það skráir sig svo að segja aldrei neinn til ættleiðingar og nánast enginn hérna sem er æstur í að „ættleiða“ nýja notendur. --Cessator 13. febrúar 2009 kl. 00:39 (UTC)[svara]
Það er satt (þetta með ættleiðinguna), ef fólk vantar hjálp við eitthvað þá fer það annað hvort á pottinn, fer á spjallsíðu hjá fyrsta notandanum sem það sér (sem er oftast þeir sem vinna mest með Wikipediu, eins og stjórnendur) eða fara til notanda sem þeir hafa talað við áður. Annars er eiginlega engin galdralausn á þessu, sumir notendur lesa einfaldlega ekki svona (en kíkja þó kannski bara á svindlsíðuna) þá er bara best að leyfa þeim að reyna sig áfram. Ég sé nú ekki af hverju það ætti ekki að hafa úrvalsgreinar en í staðin væri mögulega hægt að hafa „..ef þú vilt byrja á grein en veist ekki hvernig á að setja hana upp þá má skoða þess grein en þar geturðu séð hvernig greinar eru settar upp og hvernig þú gerir feitletraðan texta, eða bætir myndum inn“. Eða eitthvað álíka, þannig lærði ég alla vegana mest um Wikipediu. --Baldur Blöndal 13. febrúar 2009 kl. 00:47 (UTC)[svara]

Translatewiki.net update

  • Translatewiki.net formerly known as Betawiki is where the Internationalisation and Localisation of MediaWiki is concentrated. Over 300 languages are supported, issues with MediaWiki programs are dealt with. We need all the help we can get to ensure that we can maintain this service in the face of an increasing workload.

Um þekkingarfræði og Wikipediu

Ég veit ekki hvort þetta vekur áhuga eða ekki en nýjasta heftið af heimspekitímaritinu Episteme, sem fjallar um þekkingarfræði er tileinkað Wikipediu. Heftið er til á netinu og er aðgengilegt hérna — rafrænn aðgangur gæti verið takmarkaður. Larry Sanger bloggar um þetta hér en á líka sjálfur grein í heftinu sem heitir „The Fate of Expertise after Wikipedia“. --Cessator 16. febrúar 2009 kl. 13:55 (UTC)[svara]

Takk fyrir að benda á þetta. Virkilega áhugavert. Ég játa samt að mér kemur á óvart sú trú Sangers að alfræðirit á borð við Britannicu endurspegli að einhverju leyti stöðu þekkingar. Ég hef yfirleitt (í þau fáu skipti sem ég hef notað hana) komist að því að bæði Britannica og önnur yfirlitsrit (þar með talin sérhæfð alfræðirit) endurspegla ekki stöðu þekkingar heldur eru að jafnaði árum og jafnvel áratugum á eftir nýjustu rannsóknum. Í rauninni þykir mér líklegra að WP-grein um tiltekið efni innihaldi einhverja tilvísun til nýjustu kenninga heldur en samsvarandi grein á Britannicu. Að hluta er það einfaldlega vegna þess að þótt Britannica notist við sérfræðinga til að skrifa og fara yfir greinar þá eru það oft ekki fremstu sérfræðingar í því efni sem er til umfjöllunar, af skiljanlegum hagkvæmniástæðum. Það er einfaldlega ómögulegt verk að ætla sér að búa til rit sem endurspeglar stöðu þekkingar fyrir öll möguleg viðfangsefni. En þetta sem hann segir um mögulega hnignunartilhneigingu er virkilega umhugsunarvert. --Akigka 16. febrúar 2009 kl. 15:11 (UTC)[svara]
Ég get ekki fengið aðgang að þessum pdfum. Ertu nokkuð með þetta sjálfur Cess? --Jabbi 3. apríl 2009 kl. 15:30 (UTC)[svara]
Ég kíkti á eitthvað af þessu á sínum tíma en núna er aðgangurinn lokaður aftur og nýjasta heftið sem ég hef aðgang að er frá 2008. --Cessator 3. apríl 2009 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Bottar

Hver heldur utan um að flagga botta? Notandi:Darkicebot er búinn að vera iðinn síðustu klst og fleiri undanfarið... Ég kann ekkert á þetta. --Jabbi 21. febrúar 2009 kl. 12:32 (UTC)[svara]

Já, æi var ekki ákveðið fyrir nokkru síðan að fækka bottum af því að fjöldi botta var svo mikill og breytingar þeirra að yfirgnæfa alveg breytingaskrárnar. En þennan botta mætti kannski merkja því hann virðist starfa mjög víða. Annars eiga þeir sem starfrækja botta að bíða með að setja þá í gang þar til þeir hafa fengið leyfi, ekki satt? --Cessator 21. febrúar 2009 kl. 14:56 (UTC)[svara]
Ég veit ekki hvar bottapólisíu íslensku wp er að finna. Darkicebot er enn á fullu, hver sem á því ber ábyrgð. --Jabbi 2. mars 2009 kl. 11:44 (UTC)[svara]
Bottasíðan er á Wikipedia:Vélmenni. — Jóna Þórunn 2. mars 2009 kl. 11:49 (UTC)[svara]
Ég kann ekkert á þetta. Hvernig losnum við við Darkice úr nýlegum breytingum? --Jabbi 2. mars 2009 kl. 14:08 (UTC)[svara]
T.d. með því að merkja hann sem botta. --Cessator 2. mars 2009 kl. 14:30 (UTC)[svara]
Þá liggur beinast við að ég spyrji hvernig eigi að merkja notanda sem botta --Jabbi 2. mars 2009 kl. 18:59 (UTC)[svara]
Það er búið að merkja hann núna. En það er annars gert hérna. --Cessator 2. mars 2009 kl. 19:16 (UTC)[svara]

Annað varðandi botta; ættum við að taka afstöðu hvað global bots varðar á is:? — Jóna Þórunn 2. mars 2009 kl. 12:13 (UTC)[svara]

Já, sjálfsagt að ræða það og taka afstöðu. En hvaða afstöðu? Þetta eru sem sagt traustverðir bottar með langa sögu sem vinna á öllum tungumálunum og hafa þann eina tilgang að vinna í iw-tenglum eða laga tvöfaldar tilvísanir. Ef við leyfum þessa botta getum við kannski hafnað öllum öðrum iw-bottum og hætt að hafa áhyggjur af þeim; leyft svo einungis aðra botta til að vinna sérstök verkefni. Eða hvað? Hverjir væru ókostirnir við að leyfa global botta? --Cessator 2. mars 2009 kl. 14:30 (UTC)[svara]
Mér finnst sjálfsagt að leyfa global botta; amk. fyrir iw og tvöfaldar tilvísanir. Fyrir önnur verkefni er svo hægt að sækja um vélmennaskráningu. Það ætti að létta dálítið á því að merkja botta (beina þeim bara á meta til að sækja um þar) og við losnum við þá úr RC með tímanum. — Jóna Þórunn 3. apríl 2009 kl. 15:49 (UTC)[svara]
Mér finnst það hljóma vel. --Cessator 3. apríl 2009 kl. 17:22 (UTC)[svara]

Vissir þú...?

Ég var bara að velta fyrir mér almennri málfræðispurningu, á maður að nota framsöguháttinn eða viðtengingarháttinn þegar maður segir eitthvað eins og "Vissir þú...?". Þá á ég t.d. við hvort sé rétt að segja

  1. "Vissir þú að regn er blautt?" (frams.)
  2. eða "Vissir þú að regn blautt?" (viðt.)

Gæti einhver útskýrt þetta fyrir mér? --Baldur Blöndal 23. febrúar 2009 kl. 12:33 (UTC)[svara]

Það er sitthvað um þetta hérna og hérna. Fólk er oft að rugla með viðtengingarhátt þar sem á að vera framsöguháttur, sbr. í 'Vissir þú...' setningunum þar sem er verið að halda fram staðreyndum í beinni ræðu og viðtengingarháttur því alls ekki viðeigandi. --Akigka 23. febrúar 2009 kl. 15:01 (UTC)[svara]
Já, það á að vera framsöguháttur í þessum setningum (þ.e. „Vissir þú að vatn er blautt?“) því þetta er staðreynd en ekki eitthvað hugsanlegt, mögulegt, skilyrðisbundið, ósk eða bæn. Þetta er að vísu ekki bein ræða (pace Akigka; bein ræða væri „Vatn er blautt.“) heldur óbein ræða en það er eitt sem tryggir að það sem fram kemur í óbeinu ræðunni sé ekki einungis hugsanlegt, mögulegt, skilyrðisbundið, ósk eða bæn og það er orðið „veit“ sem felur í sér fullvissu (ef maður veit að vatn er blautt, þá er vatn blaut og ef maður veit að Ísland er í Asíu, þá er Ísland í Asíu því annars gæti maður ekki vitað það). Önnur orð eins og „telur“ og „segir“ taka ekki með sér framsöguhátt eins og orðið „veit“ af því að þau tryggja ekki með sama hætti að það sem kemur fram í aukasetningunni sé staðreynd; það getur vissulega verið að þegar orð eins og „telur“ og „segir“ byrja óbeina ræðu sé það sem kemur fram í óbeinu ræðunni staðreynd en það getur líka verið að það sé hugsanlegt, mögulegt eða skilyrðisbundið, ósk eða bæn. Berðu saman eftirfarandi setningar: (a) „Jón veit að Ísland er lýðveldi“ og (b) „Jón telur að Ísland sé lýðveldi“ og „Jón segir að Ísland sé lýðveldi“. Það er að vísu staðreynd að Ísland er lýðveldi en enginn myndi samt umorða setningarnar í (b) með framsöguhætti. Það gætirðu gert á latínu og undirstrikað með því að þú (höfundurinn) tækir undir fullyrðinguna í óbeinu ræðunni en ekki á íslensku. Í pistlinum á síðu Íslenska málfræðifélagsins sem Akigka benti á er þetta útskýrt ágætlega: „Ef sögnin felur í sér vafa eða (einstaklingsbundið) álit (álíta, vona, vilja, halda, telja, finnast ...) er notaður viðtengingarháttur en annars framsöguháttur, þ.e. með sögnum sem tákna fullvissu, staðreynd eða skynjun (vita, muna, sjá, heyra, skilja ...)“. Orðið „segir“ er alveg hlutlaust en það tryggir samt ekki að um staðreynd sé að ræða. Hugleiddu svo setningu eins og (c) „Jón veit að Ísland er í Asíu.“ Hvað er athugavert við þessa setningu? Er það hátturinn á sögninni? Nei, það er í góðu lagi með hann; það er hins vegar eitthvað bogið við notkun sagnarinnar „að vita“; við segjum ekki að einhver viti eitthvað sem er ekki staðreynd. Jón veit að sjálfsögðu ekki að Ísland sé í Asíu og sá sem segði svona kynni ekki að nota sögnina „að vita“ þótt hann kynni að velja réttan hátt.
Í pistlinum sem Akigka bendir á er svo dæmi af setningu eins og „Ég veit ekki hvort hann sé heima“ (áherslubr. mín). Hér kemstu upp með að nota viðtengingarhátt af því að fullvissunni sem felst í orðinu „veit“ er einmitt neitað; ég held að það segðu samt líka margir „Ég veit ekki hvort hann er heima“ eins og mælt er með á síðunni. Ástæðan er líklega áhrif frá setningum þar sem neitunin er ekki fyrir hendi, þ.e. „Ég veit ekki hvort hann er heima“ telst rétt vegna áhrifa frá setningum eins og „Ég veit að hann er heima“. Með öðrum orðum, venjuleg notkun hátta með sögninni „að vita“ — án neitunar — hefur áhrif á hvernig við tölum jafnvel þótt því sé neitað að við vitum það sem fram kemur í óbeinu ræðunni (og þar með sé sérstaklega tekið fram að vafi leiki á hvort það sem sagt er í aukasetningunni sé rétt). En það má færa ágæt rök fyrir því að nota viðtengingarhátt í slíkum tilvikum. --Cessator 23. febrúar 2009 kl. 16:47 (UTC)[svara]
Takk kærlega fyrir hjálpina Akigka og Cessator (þetta var nú nálægt því að vera málfræðifyrirlestur hjá þér Cessator). Þetta er mikil hjálp vegna þess ég hélt (oft) af einhverri ástæðu að ef sögn fylgdi annari sögn þá ætti síðari sögnin að vera í viðtengingarhætti sem ég sé núna að er () rugl. --Baldur Blöndal 25. febrúar 2009 kl. 05:12 (UTC)[svara]

Stafsetningarvilla!

Hvað geri ég ef ég finn stafsetningarvillu á Wikipediasíðu? Þórdís

Sæl Þórdís. Ef þú rekst á stafsetningar-, málfars- eða staðreyndarvillu, þá er ekkert annað að gera en að leiðrétta hana. Þú gerir það með því að smella á „breyta“-flipann efst á síðunni og vistar svo síðuna (takki fyrir neðan breytingaboxið) þegar þú ert búin að gera viðeigandi breytingar. Ef stafsetningarvillan er í titli greinar, þá notarðu „færa“-flipann og færir greinina á réttan titil. --Cessator 1. apríl 2009 kl. 17:56 (UTC)[svara]
Ein ábending: Þegar þú skrifar á spjallsíður (eins og t.d. þessa) er best að skrifa undir með því að skrifa --~~~~ því þá kemur notandanafn þitt og tímasetning sjálfkrafa. Þú getur líka bara smellt á hnappinn sem er næstlengst til hægri fyrir ofan breytingaboxið. --Cessator 1. apríl 2009 kl. 17:59 (UTC)[svara]

ak:Wikipedia:Community Portal

Grüsse aus Island

Ber einhver hér ábyrgð á þessu spéi: http://www.flickr.com/photos/avarab/sets/72157616719616249/detail/ ?

Orð til að lýsa Lundúnir

Ég vil að skrifa meira um Lundúnir en ég veit ekki öll viðeigandi íslensk orð til að lýsa borgina. Sérstaklega: er rétt að segja stórar Lundúnir til að meina „Greater London“ (það er að segja svæðið sem inniheldur öll úthverfi borgarinnar) á íslensku? Og líka innri Lundúnir og ytri Lundúnir til að meina „inner“ og „outer London“ hver um sig? Ég veit að Íslendingar segja oftar London á íslensku, en greinin um borgina kallast Lundúnir og svo held ég að við þurfum að geyma títil greinarinnar sem er þegar til. Hvað finnist ykkur? Maxí 22. apríl 2009 kl. 22:59 (UTC)[svara]

Og líka er úthverfi viðeigandi orð til að lýsa „borough“? Maxí 22. apríl 2009 kl. 23:08 (UTC)[svara]
Það er talað um Stór-Reykjavíkursvæðið í sambærilegri merkingu, þ.e. Reykjavík og nærliggjandi byggð. Stór-Lundúnarsvæðið gæti verið þýðing á „Greater London“. Innri og ytri Lundúnir er fín þýðing. Úthverfi eru suburbs, borough getur verið úthverfi en í þessari merkingu einfaldlega hverfi. City of London, miðja Greater London, er til dæmis augljóslega ekki suburb eða úthverfi, það er bara hverfi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. apríl 2009 kl. 00:17 (UTC)[svara]
Eða stóborgarsvæði Lundúna. Þannig umorðun er oft heppileg (t.d. stórborgarsvæði Chicago en varla ?Stór-Chicagosvæðið). --Cessator 23. apríl 2009 kl. 00:29 (UTC)[svara]
Takk fyrir ráðið, gaurar. Maxí 23. apríl 2009 kl. 13:39 (UTC)[svara]

Ný forsíða

Fyrir löngu bjuggum ég og S.Örvarr.S nýja forsíðu til fyrir íslensku Wikipediuna. Ný síðan okkar var ekki tekin í notkun og ég veit ekki hverju það sætir. Ég vil stinga upp á að nota síðuna okkur aftur. Hægt er að finna síðuna hér. Breytingar eru aðallega yfirborðslegar en ég held að þær endurnýi forsíðuna. Ég hef prófað hana með eftirfarandi vöfrum:

  • Safari 3.2.1 og Safari 4 Beta undir Mac OS X og Windows Vista
  • Firefox 3.0.8 undir Mac
  • Opera 9.63 undir Mac
  • Internet Explorer 7 undir Windows Vista

Síðan virkar vel með öllum vöfrum sem ég prófaði. Hvað finnist ykkur að nota hana? Maxí 24. apríl 2009 kl. 14:01 (UTC)[svara]

Tja, það var auðvitað rætt um þessa tillögu á sínum tíma. Sú umræða er hér og um hana var mikið rætt en óljóst hvaða niðurstaða fékkst; engin kosning fór fram. Annars er tillagan ekkert slæm í sjálfri sér. En hjá mér (Opera í pc) er asnaleg punktalína fyrir neðan orðið „Flýtileiðir“ efst til hægri. Svo held ég að fólki þyki (eða hafi a.m.k. síðast þótt) ágætt að hafa tengla í gæða- og úrvalsgreinar á forsíðunni eins og er núna (en ég sé þá ekki á síðunni ykkar). Alla vega, fróðlegt að sjá hvað fólk segir núna. --Cessator 24. apríl 2009 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta flott en ég er ekki hrifinn af því hvernig efstu kassarnir eru á litinn. --Baldur Blöndal 25. apríl 2009 kl. 05:38 (UTC)[svara]
Þetta með gæða- og úrvalsgreinar var ekki sleppt af ásetningi, ef ég man rétt. Ég er með í kingum 10 vafra á tölvunni minni sem ég nota þegar ég er í vefsíðugerð og hefur mér enn ekki tekist að sjá þessa punktalínu sem þú talar um Cessator. Kann að vera að við séum ekki að nota sömu útgáfu. Þegar þú, Baldur, talar um efsta kassann geri ég ráð fyrir að þú sért að tala um þann bláa með Velkomin á Wikipediu. Því má auðvitað breyta - um að gera að nota bjarta og vinsamlega liti. Ég vil bæta við hamingjuóskum með að gamli sé kominn aftur inn á þing hjá Sjálfstæðisflokknum - vonum að hann komi vitinu fyrir aðildarsinnum. Hvað sem því líður finnst mér núverandi forsíða gífurlega ljót svo að ég vona að við náum samstöðu í þessu máli. --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. apríl 2009 kl. 16:20 (UTC)[svara]
Ég sé þessa punktalínuna reyndar líka (Firefox í Ubuntu 9.10 og Arch Linux, Opera í Ubuntu) ertu viss um að þú sjáir hana ekki (punktarnir eru litlir og geta litið út eins og lína)? Ég veit að það er auðvelt að breyta litunum, mér finnst núverandi litauppsetning vera nokkuð fín reyndar; rólegur grár litur efst, bjartir litir fyrir neðan og (það mikilvægasta) að bara gluggakamarnir eru litaðir. Persónulega þykja mér hvítir og hlutlausir gluggar með smá lit ná að kalla fram útlit sem er líflegt og látlaust í senn. Annars er ég hrifinn af nýju forsíðunni ég skilaði kveðjunni til pabba, annars hvatti ég hann til að byrja að kenna aftur eða að gera eitthvað sem tengist stærðfræði enda er það hans sterka hlið (vil líka benda á að ég bjó til núverandi forsíðu í staðin fyrir þessa, þannig mamma þín) --Baldur Blöndal 27. apríl 2009 kl. 11:42 (UTC)[svara]
Ég sé punktalínuna líka í Firefox í mac. --128.112.197.33 27. apríl 2009 kl. 03:46 (UTC) (Cessator)[svara]
Eftir að hafa aukið nándina á vafranum mínum upp í 250% tókst mér loks að sjá þetta - afhverju leit ég ekki einfaldlega á kóðann? Það má fjarlæga hana eða gera að heilli línu eða hvað það var sem að Cessator var að fara fram á. Ég er með svo háa upplausn að það breytir mig engu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. apríl 2009 kl. 12:03 (UTC)[svara]
Ég breytti línunni í heila línu, hún var líka í röngum lit (#ABCDEF, var þetta eitthvað sprell?) þannig ég breytti því líka. Er þetta ekki fínt svona? --Baldur Blöndal 27. apríl 2009 kl. 12:09 (UTC)[svara]
Kannski menn vilji línuna burt? --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. apríl 2009 kl. 12:12 (UTC)[svara]
Persónulega þætti mér það fallegra af því að það er líka lína fyrir neðan „Velkomin á Wikipediu“ við hliðina og þessar línur eru ekki í sömu hæð og það böggar mig smávegis (hvort sem þær eru nú punktalínur eða óbrotnar línur). En þetta eru auðvitað smámunir. Í meginatriðum er tillagan ágæt. SPurning um að koma gæða- og úrvalsgreinunum bara fyrir einhvers staðar... --Cessator 27. apríl 2009 kl. 14:58 (UTC)[svara]
Mér finnst betra efni á núverandi forsíðu (kynning fyrir byrjendur er t.d. mikilvæg), annars sýnist mér eini munurinn á þeim vera sá að tillagan er með bakgrunnslit fyrir fyrirsagnir kassanna en núverandi forsíða ekki. --Stalfur 26. apríl 2009 kl. 16:36 (UTC)[svara]
Ef þú lítur til hægri á tillögunni muntu sjá Kynning • Handbók • Efnisyfirlit. I rest my case. --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. apríl 2009 kl. 16:40 (UTC)[svara]
Nákvæmlega, ekki nógu áberandi. --Stalfur 26. apríl 2009 kl. 16:46 (UTC)[svara]
Mér þykir þetta nú nokkuð aðlaðandi tillaga. Fallegir litir og svona. Það er spurning hvort við gætum ekki gert úrvals- og gæðagreinum hærra undir höfði með því t.d. að vera með nýjustu viðbætur á þeim listum á forsíðunni líkt og gert er (minnir mig) á dönsku wp. í sérstökum kassa. --Akigka 27. apríl 2009 kl. 02:29 (UTC)[svara]
Mér líst vel á þessa tillögu, en tek undir þá skoðun sem komið hefur fram að það er mjög æskilegt að hafa greiða og áberandi leið að gæða- og úrvalsgreinum. --Oddurv 27. apríl 2009 kl. 08:54 (UTC)[svara]
Ég held að við séum öll sammála um það þá. --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. apríl 2009 kl. 19:04 (UTC)[svara]
Ég stækkaði stærð úrvals- og gæðagreina, eru þessar flýtileiðir núna hægra megin í kassanum. Hentar þetta öllum? Ég er svo ákafur að taka hana í notkun! Maxí 27. apríl 2009 kl. 19:25 (UTC)[svara]
Þetta er strax skárra :) --Cessator 27. apríl 2009 kl. 20:02 (UTC)[svara]
Jæja, ég vil taka hana í notkun! Maxí 27. apríl 2009 kl. 20:15 (UTC)[svara]
Fyrirgefið, ég er óþreyjufullur. Maxí 27. apríl 2009 kl. 20:48 (UTC)[svara]
Erum við öll sammála um að nota nýja forsíðu eins og hún stendur núna? Maxí 28. apríl 2009 kl. 12:23 (UTC)[svara]
Nei, flýtileiðir og gáttir ættu að skipta um stað. Af hverju erum við að tengja á rauða tengla af forsíðunni? (Gáttir sem eru ekki til). Núverandi forsíða er með áberandi tengla fyrir kynningu á wikipediu og það allt. Hjá mér er notagildi alltaf númer 1, útlit kemur á eftir því. Mér er sama þó að tenglarnir séu til staðar, þeir eru ekki á réttum stöðum og ekki nógu áberandi. --Stalfur 28. apríl 2009 kl. 13:10 (UTC)[svara]
Hugmyndin mín var að þróa gáttir svo að þær séu líkar gáttum á öðrum Wikipedium. Á mörgum Wikipedium eru gáttir mikilvægar síður sem eru tengda af forsíðunni, en auðvitað er hægt að breyta staðsetningu tenglanna ef þær henta ekki fólki. Til dæmis ef við geymum staðsetningu flýtileiða eins og núna (með táknum og öllum) og flýtja gáttir í staðinn þar sem flýtileiðir eru núna í nýrri hönnun, er það betri lausn? Maxí 28. apríl 2009 kl. 15:50 (UTC)[svara]
Upprunnalega hafði ég í hyggju að uppfæra útlit forsíðunnar og svo að geyma núverandi skipulagið er ekki vandamál. Maxí 28. apríl 2009 kl. 15:57 (UTC)[svara]
Ég hef gert breytingar... hvað finnst þér núna, Stalfur? Maxí 28. apríl 2009 kl. 16:35 (UTC)[svara]
Ég er ekki viss hvort ég sé hrifinn af núverandi tillögu, allt virðist vera á rúi og stúi. Í glugganum undir heilsunni eru 7 tenglar sem eru klesst saman og taka 2 línur í staðin fyrir 4 tengla eins og er núna. Það mætti laga þetta að mínu mati --Baldur Blöndal 28. apríl 2009 kl. 18:41 (UTC)[svara]
Ég hef breytt síðunni til að undirstrika gæða- og úrvalsgreinar í gulum kassa. Flýtileiðir eru núna undir og ekki í kassa, eins og á forsíðunni danskrar Wikipediu. Ég held að þær séu nægilega sýnilegar og ekki kramdar saman. Hvað finnst fólki um það? Maxí 28. apríl 2009 kl. 19:22 (UTC)[svara]
Það mætti kannski hafa tengla í fleiri gáttir sem eru til á forsíðunni í staðinn fyrir suma af rauðu tenglunum í gáttir sem eru ekki til. --Cessator 1. maí 2009 kl. 19:33 (UTC)[svara]
Góð hugmynd. Er það listi yfir allar gáttir sem eru til? Maxí 2. maí 2009 kl. 00:02 (UTC)[svara]
Ég fann listann. Tenglar eru núna allir tegndir við gáttir sem eru til, það er enginn rauður tengill. Maxí 2. maí 2009 kl. 00:07 (UTC)[svara]

Cíteringu vantar?

Ég var að spá:

  • Er eitthvert snið á íslensku WP sambærilegt við Snið:Facts í þeirri ensku, þ.e. eitthvað sem maður getur notað til að merkja á einfaldan hátt þær fullyrðingar sem þyrfti að styðja með vísun í heimildir?
  • Og annað þessu skylt: Er einhver einföld leið til að merkja heimildanotkun sem óviðeigandi og beina því til höfunda að finna betri heimildir?
  • Og enn eitt: Á ensku WP hef ég einnig séð merkt við „weasel words“, þ.e. setningar sem eru þannig upp settar að þær gefa til kynna að staðhæfingin sé „sannleikur“ án þess að fyrir því þurfi endilega að vera ýkja styrkur fótur (t.d. „sagt er að A sé jafnt B“ ... ekki gefið til kynna hver eða hversu margir það eru sem halda því fram og því erfitt að meta áreiðanleika þó svo setningin sem slík sé sönn).

Þetta eru tól sem mér þætti gott að hafa en veit ekki hvar ég finn. nennir einhver að hjálpa mér? Með fyrirfram þökk, --Oddurv 28. apríl 2009 kl. 14:43 (UTC)[svara]

Sniðið {{heimild vantar}} er til. Sennilega er best að benda á heimildanotkun og orðalag á spjallsíðu greina eða spjallsíðu notandans. --Cessator 28. apríl 2009 kl. 14:47 (UTC)[svara]
Takk, takk ... þetta léttir mér lífið all nokkuð :o) --Oddurv 28. apríl 2009 kl. 14:51 (UTC)[svara]

Íslenska efnahugshrunið

Segja má að íslenska efnahagshrunið hafi byrjað formlega þann 29. september 2008 með tilkynningu frá Seðlabanka Íslands um að Glitnir banki yrði þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna, eða 600 milljónir evra. Seðlabankinn hugðist yfirtaka 75% hlutafjár bankans með þjóðnýtingunni. Hluthafar í Glitnir sögðu farir sínar ekki sléttar, og sögðu stjórnvöld hafa keyrt sig upp að vegg og ekki gefið sér annarra kosta völ. Stjórnvöld sögðust hins vegar hafa verið tilneydd, bankinn hafi verið að sigla í strand.

Næstu dag var atburðarásinn hröð.

Tíminn er kominn að taka ákvörðun

Fyrirgefið mér fyrir að vera svo eftirgangsharður um að nota nýja forsíðuna sem ég hannaði. Ég hef gert breytingarnir sem fólk vildi að ég geri og svo held ég að tíminn sé kominn að taka ákvörðun hvort að nota hana eða ekki. Fyrir allt fólk sem hefur ekki séð nýja hönnun, smelltu hér. Ég vona að ný hönnun henti öllum. Maxí 1. maí 2009 kl. 13:30 (UTC)[svara]

Ég er fyrir mitt leyti alveg sáttur við þessa tillögu :) --Cessator 2. maí 2009 kl. 00:22 (UTC)[svara]
En önnur? Maxí 2. maí 2009 kl. 09:28 (UTC)[svara]
Ef það er engin mótmæli ég er að setja upp nýja forsíðu á sunnudagskvöld. Maxí 2. maí 2009 kl. 23:38 (UTC)[svara]
Mér finnst þessi forsíða ekki breyting til batnaðar. Tenglar í mislífleg samvinnuverkefni (samvinna mánaðarins, gáttir...) og upptalning á Wikipedium eftir stærð neðst finnst mér t.d. alger óþarfi (þær sem við erum búin að vinsa úr eru hvort eð er sem iw). Ekkert tengt í Handbókina eða síður sem segja til um hvað Wikipedia sé í raun og veru (nema Wikipedia:Um). — Jóna Þórunn 3. maí 2009 kl. 00:54 (UTC)[svara]
Jú, það er tengt í Handbókina og Wikipedia:Kynning fyrir neðan línuna þar sem tengt er í gæða- og úrvalsgreinar. Það mætti kannski tengja líka í efnisyfirlitið á Hjálpinni. Efnisyfirlitið á Hjálpinni er þarna líka en heitir bara Efnisyfirlit, sem er kannski ekki nógu lýsandi. --Cessator 3. maí 2009 kl. 04:00 (UTC)[svara]
Þarna er það, já. Sem bendir til þess að það sé ekki nógu skýrt fyrir þreytt augu :) En á móti kemur annað úrelt (eða aldrei virkt) verkefni; ættleiðing notenda. Ég sé ekki alveg af hverju er verið að púkka svona mikið upp á dauð verkefni (það er t.d. eins og samvinna mánaðarins sé jafn mikilvægt og að eiga góðar gæða- og úrvalsgreinar en í sannleika sagt hefur það verkefni verið dautt í nokkra mánuði núna).
Þessi lína (Kynning fyrir byrjendur • Handbók • Hjálpin • Ættleiðing • Samfélagsgátt • Potturinn) virðist eins og hafi bara verið klesst inn á milli kassa; allt annað efni er í lituðum kassa nema þessi eina lína. Hálf kjánalegt. — Jóna Þórunn 3. maí 2009 kl. 11:10 (UTC)[svara]
Línan var ekki bara klesst inn á milli kassa, ég tók ákvörðun til að setja hana þarna eins og á dönsku Wikipediu. Maxí 3. maí 2009 kl. 14:34 (UTC)[svara]
Ég er ekki hlynntur breytingum breytinganna vegna. Ég sé ekkert sem gerir breytingu nauðsynlega. Ég sé heldur ekkert í nýju tillögunni sem virkar á mig sem betra en gamla forsíðan. Því spyr ég um tilgang annan en bara að breyta? Í bili er ég á móti en áskil mér rétt til að skipta um skoðun ef einhver sýnir mér fram á nauðsyn eða skynsemi í þessu.--Mói 3. maí 2009 kl. 14:37 (UTC)[svara]
Breytingar eru ætlaðar til að uppfæra útlit forsíðunnar. Jú, þessar breytingar eru ekki nauðsynlegar. Af hverju er það ástæða til að breyta ekki einhverju? 86.151.106.158 3. maí 2009 kl. 22:09 (UTC)[svara]
Fyrirgefðu, var ég ekki skráinn inn. Maxí 3. maí 2009 kl. 22:10 (UTC)[svara]
Ég er ekki alveg að fíla þetta bláa útlit á forsíðunni, er ekki hægt að minnka það eitthvað? --Baldur Blöndal 5. maí 2009 kl. 22:38 (UTC)[svara]
Á móti Á móti Mér finnst tillagan ekki bæta forsíðuna, heldur mikið af litum ef eitthvað er á meðan að núverandi er frekar þrifaleg. --Stalfur 4. maí 2009 kl. 12:08 (UTC)[svara]
Hlutlaus Hlutlaus Ég vann að því að gera núverandi forsíðu og ég gerði hana eftir mínu höfði, veit ekki hvort ég ætti að kjósa um þetta --Baldur Blöndal 4. maí 2009 kl. 13:52 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. maí 2009 kl. 14:32 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt Auðvitað er ég að samþykkja breytingar. Núverandi forsíða er þreytuleg. Maxí 4. maí 2009 kl. 14:42 (UTC)[svara]
Hlutlaus Hlutlaus Mér sýnist að þessi breyting myndi ekki trufla mig neitt að ráði, þó mér þyki reyndar núverandi síða stílhreinni og fallegri. Notagildið er það sama, sýnist mér. --Oddurv 5. maí 2009 kl. 14:50 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt Um að gera að skipta reglulega um forsíðu. Svo erum við að ná 25þ greinum... --Akigka 5. maí 2009 kl. 19:54 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt Þetta lítur bara vel út. Ég held með Maxí karlinum. Manni sem spænir í sig íslensku og tekur stórskrefum framförum á hverjum degi. --89.160.147.231 5. maí 2009 kl. 20:10 (UTC)[svara]
Því núna er það meirihlutahópur af 5 fólki sem er samþýkkt (ég, Cessator, S.Örvarr.S, Oddurv, Akigka og 89.160.147.231) er ég að skipta forsíðunni. Ég held að bið 5 daga sé nógur tími. Maxí 6. maí 2009 kl. 14:51 (UTC)[svara]
Allt er búið! Maxí 6. maí 2009 kl. 15:02 (UTC)[svara]
89.160.147.231 hefur í raun ekki kosningarétt og Odduv var hlutlaus. --Cessator 7. maí 2009 kl. 04:17 (UTC)[svara]
Hlutlaus Hlutlaus gott væri að sjá tillöguna, áður en atkvæði væri greitt um hana! - Það hlýtur líka að vera eðlileg krafa að væntnaleg ný forsíða, sé a.m.k. ögn betri en sú gamla? Thvj 6. maí 2009 kl. 20:33 (UTC)[svara]
Tillagan er búin að vera til umræðu og til sýnis frá 24. apríl. --Cessator 7. maí 2009 kl. 04:17 (UTC)[svara]
Hlutlaus Hlutlaus Sé að samvinnan er aftur búin að skjóta upp kollinum.... Þarf ekki að fjarlægja? --Jabbi 6. maí 2009 kl. 22:29 (UTC)[svara]
Mér finnst Maxí vera nokkuð fljótur á sér og það mætti ræða við aðra áður en ákvarðanir eru teknar þar sem margir eru hlutlausir og afar lítill munur á forsíðunum tveimur. Nýja forsíðan hefur skánað en ég er ekki alveg hrifinn af litunum. Hvað finnst fólki? Ef bakgrunnurinn á að vera litaður á annað borð þá endilega hafa daufari liti eins og enska forsíðan. --Baldur Blöndal 6. maí 2009 kl. 22:34 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta fínt. Litirnir gætu nú varla verið mikið daufari til að vera greinanlegir. En ég er sammála því að Samvinna mánaðarins ætti að fara út... --Akigka 6. maí 2009 kl. 23:15 (UTC)[svara]
Já hún eiginlega bara dauð er það ekki? --Baldur Blöndal 6. maí 2009 kl. 23:43 (UTC)[svara]
Hægt er að fjarlægja hana ef fólk viljir. En hvað er vandamál með litunum? Þeir eru allir Wiki-litir... Maxí 6. maí 2009 kl. 23:48 (UTC)[svara]
Hvað finnst fólk um að setja handbókina eða hjálpina þarna í staðinn fyrir samvinnu (eins og á gömlu forsíðunni held ég )? Maxí 6. maí 2009 kl. 23:50 (UTC)[svara]
Eða samfélagsgáttina eða pottinn jafnvel. --Cessator 7. maí 2009 kl. 04:17 (UTC)[svara]
Já hún er óvirk. Það mætti fjarlægja tengilinn. Ættleiðingin er síðan líka verkefni sem fæddist andvana ef svo má segja. --Cessator 7. maí 2009 kl. 04:17 (UTC)[svara]
Þessi verkefni eru dauð eða andavana ekki vegna þess að þau eru léleg heldur vegna þess að það eru bara rúmlega 15 virkir notendur á íslensku Wikipedia. Er þá ekki meiri ástæða til þess að auglýsa þau? Þau eru til þess að hjálpa notendum að byrja og koma sér áfram. Ég man eftir því þegar ég fór fyrst að nota Wikipedia (ekki að breyta) og ég hugsaði með mér að þetta allt væri svo flókið að ég myndi líklega aldrei gera neitt sjálfur þótt ég hefði áhuga á því. Og það tók mig margar vikur að átta mig á þessu öllu saman og fékk ég góða hjálp frá Jabba. Annars hefði ég líklega látið þetta eiga sig. Þegar ég byrjaði var ekkert á íslensku Wikipedia sem hét "ættleiðing" en hún hefði hjálpað mér persónulega. Síðan þurfum við nauðsynlega að fara að koma Wikipedia Ísland í gang. Ég var að reyna að giska hvað mörg prósent af íslendingum vinna reglulega á Wikipedia, þeirri íslensku, og dettur mér svona helst í hug um 0,00005%. Ég myndi telja það mjög slagt ef 1% þjóðarinnar hefði aðgang að íslensku Wikipedia en þetta er niður fyrir allar hellur. Fólk veit einfaldlega ekkert um þetta verkefni. Ég hef oft heyrt fólk, til dæmis kennarana mína, fara með rangfærlsur um Wikipedia og þá helst að það séu einhverir ákveðnir (opinberir) aðilar sem skrifa efnið. Markaðssetning er allt sem þarf! --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. maí 2009 kl. 20:39 (UTC)[svara]
Hlutlaus Hlutlaus Ég er farinn að kíkja hingað í pottinn æ sjaldnar (því miður), en dett inn fyrir tilviljun á nokkra mánaða fresti. Þannig að það kom mér soldið á óvart að koma inn einmitt þegar verið er að breyta um forsíðu. Ég er alveg sammála þeim sem sagði að það ætti reglulega að skipta um forsíðu. En líka sammála öðrum notanda hér fyrir ofan sem sagði að litirnir væru ekki við hæfi. Það mætti segja að þeir séu of wiki legir, ef þið skiljið hvað ég á við. Það er aðalega hausinn sem er ekki nógu flottur, allt fyrir neðan (þegar síðan er orðin tvískipt) er ágætt. En ég ætla nú ekkert að hafa mörg orð um það, þetta er alveg allt í lagi mín vegna sko. --Steinninn 8. maí 2009 kl. 00:00 (UTC)[svara]
Þetta fojbjakk er víst komið upp. Að breyta til að breyta er með vitlausari hlutum sem ég hef lesið. Maður breytir til að bæta eða breytir ekki. --Stalfur 12. maí 2009 kl. 14:22 (UTC)[svara]
Hehe, fojbjakk. :) En annars er ég sammála; til hvers að breyta einhverju sem virkar fínt ef það batnar ekki með breytingunni? — Jóna Þórunn 12. maí 2009 kl. 15:58 (UTC)[svara]
Af því gamla forsíða lítur út eins og 1995! Maxí 12. maí 2009 kl. 16:34 (UTC)[svara]
Mér heyrist að sumir séu ekki ósammála gömlu forsíðunni, og ef þeim þykir nýja forsíðan ekki vera breyting til batnaðar þá er verið að breyta bara til þess að breyta. Margir hafa mismunandi smekk og einhver getur verið ánægður með forsíðuna þótt þér þyki hún gamaldags. --Baldur Blöndal 12. maí 2009 kl. 17:25 (UTC)[svara]
En öðrum þykja sömuleiðis. Maxí 12. maí 2009 kl. 18:17 (UTC)[svara]
Það er það sem ég reyndi að koma til skila, ekki allir eru sammála og það ætti að fara varlega þegar það á að breyta því fyrsta sem notendur sjá á Wikipediu. Það ætti að passa að sem flestir séu sáttir við svona stórar breytingar, enda náðu ekki allir að segja sína skoðun áður en þú settir upp forsíðuna eftir aðeins 5 daga. --Baldur Blöndal 12. maí 2009 kl. 19:03 (UTC)[svara]
Ég setti upp forsíðuna svo að fólk talaði um hana og gerði breytingar. En enginn hefur breytt hönnun fyrir utan mig. Gleymum ekki að Wikipedia er samvinna. Maxí 12. maí 2009 kl. 20:11 (UTC)[svara]
Mér finnst þessi nýja forsíða mun líflegri en sú gamla (sem mér fannst Nota Bene gríðarleg framför frá því sem áður var). Ég var samt orðinn hálfleiður á hinni satt best að segja og finnst í sjálfu sér ekkert að því að breyta breytinganna vegna. Forandring fryder :). Við ættum að sjálfsögðu að halda áfram að hugsa um útlitið og koma með tillögur að frekari breytingum, eða jafnvel nýrri forsíðu ef svo ber undir. --Akigka 12. maí 2009 kl. 21:48 (UTC)[svara]

Slöpp vinnubrögð hjá Guardian

Maður er nú góðu vanur þaðan --Jabbi 7. maí 2009 kl. 17:10 (UTC)[svara]

Það er sosum allt í lagi fyrir blaðamenn að nota efni af Wikipediu, en maður tekur ekki hluti sem ekki er áreiðanleg heimild fyrir. Ef maður ætlar á annað borð að taka eitthvað eins og tilvitnun af Wikipediu þá tekur u.þ.b. 5 sekúndur að gúgla það og maður ætti að sjá undir eins hvort þetta sé alvöru tilvitnun eða ekki. --Baldur Blöndal 7. maí 2009 kl. 19:43 (UTC)[svara]

Ekki betra hjá TV2 í Danmörku. --Stalfur 15. maí 2009 kl. 15:43 (UTC)[svara]

Nöfn sem rekast á

Ég tek eftir að nöfn rekast á hér á Wikipedia. Dæmi: Ef maður skoðar Óðmannaplötuna (SG-551) Bróðir og klikkar á Jóhann G. Jóhannsson í upplýsingum á síðunni þá kemur upp einhver allt annar Jóhann G. Jóhannsson. Sá er leikari með meiru. Nú veit ég að upplýsingar um Jóhann G, tónlistarmann eru ekki komnar inn en hvernig bregðast menn við árekstrum af þessu tagi? -Kristján Frímann Kristjánsson 10. maí 2009 kl. 00:40 (UTC)[svara]

Við því er brugðist með aðgreiningarsíðum og með því að breyta tenglunum. Ef tveir menn heita Jóhann G. Jóhannsson verður síðan Jóhann G. Jóhannsson að vera aðgreiningarsíða og greinarnar um mennina að heita eitthvað annað, t.d. Jóhann G. Jóhannsson (f. 1971). Þannig að ef þú vilt skrifa grein um annan Jóhann G. Jóhannsson ættirðu að færa núverandi grein á Jóhann G. Jóhannsson (f. 1971) og þá verður um leið til tilvísun frá Jóhann G. Jóhannsson á þá síðu; svo breytirðu síðunni Jóhann G. Jóhannsson frá því að vera tilvísun og gerir hana að aðgreiningarsíðu. Hinn maðurinn fengi þá samskonar tengil á aðgreiningarsíðunni með fæðingarári eða fæðingar- og dánarárum sínum í sviga á eftir nafninu og þá er hægt að smella á þanni tengil og skrifa grein um hann. Samanber hvernig þetta hefur verið leyst í tilviki Bjarna Benediktssonar og Jóns Sigurðssonar. Þú getur líka skoðað fleiri aðgreiningarsíður. Stundum er ein merking orðs eða nafns sem þarf að greina að frá öðrum langsamlega þekktari en aðrar og þá er hún í fyrirrúmi. Til dæmis er greinin um höfuðborg Írlands á Dublin og svo er aðgreiningarsíðan á Dublin (aðgreining) (og tenglar á greinar um aðrar Dublin með einhvern sviga til aðgreiningar.) Það þarf ekki í þessu tilviki, býst ég við. --Cessator 10. maí 2009 kl. 16:01 (UTC)[svara]
Ég færði greinina um leikarann fyrir þig og gerði síðuna Jóhann G. Jóhannsson að aðgreiningarsíðu. En ég þekki ekki fæðingarár eða fæðingar- og dánarár tónlistarmannsins svo að það er best að þú gerir tengilinn fyrir hann. --Cessator 10. maí 2009 kl. 16:20 (UTC)[svara]
Ég fann ártölin í Gegni en tónlistarmennirnir virðast vera tveir. Nú þarf bara að breyta tenglunum í greininni um Óðmannaplötuna (SG-551) Bróðir og annars staðar svo að þeir tengi í rétta grein. Þú sérð um það :) --Cessator 10. maí 2009 kl. 16:26 (UTC)[svara]

Bot policy

Hello. To facilitate steward granting of bot access, I suggest implementing the standard bot policy on this wiki. In particular, this policy allows stewards to automatically flag known interlanguage linking bots (if this page says that is acceptable), which form the vast majority of such requests. The policy also enables global bots on this wiki (if this page says that is acceptable), which are trusted bots that will be given bot access on every wiki that allows global bots.

This policy makes bot access requesting much easier for local users, operators, and stewards. To implement it we only need to create a redirect to this page from Project:Bot policy, and add a line at the top noting that it is used here. Please read the text at m:Bot policy before commenting. If you object, please say so; I hope to implement in one week if there is no objection, since it is particularly written to streamline bot requests on wikis with little or no community interested in bot access requests. Rubin16 18. maí 2009 kl. 12:00 (UTC)[svara]

25.000

Ég vil óska öllum til hamingju með 25 þúsund færslur. Þarf ekki að láta fjölmiðla vita? --Jabbi 24. maí 2009 kl. 21:30 (UTC)[svara]

Jú, líklega. Myndir þú nenna að senda 365 eða einhverjum álíka tölvupóst eða? En ég er samt forvitinn um eitt; um hvað var 25.000-asta breytingin? — ræða v. SvartMan (framlög) hinn 24. maí 2009 kl. 23:45 (UTC)[svara]
Töluvert fleiri en 25 þúsund breytingar hafa verið gerðar. 25 þúsundasta greinin á íslensku wikipedia fjallar um Charles Barkley sýnist mér á öllu. --Jabbi 24. maí 2009 kl. 21:37 (UTC)[svara]
Ég átt auðvitað við 25.000 greinina. En það væri frábært ef það yrði fjallað um þetta í stórum miðli. Gæti verið nokk góð innspýting nýrra notenda, eða hvað? — ræða v. SvartMan (framlög) hinn 24. maí 2009 kl. 23:45 (UTC)[svara]
Já til hamingju allir. 25 þúsundasta greinin fjallaði einmitt um Charles Barkley. Sbr. það sem fram kemur hér í skránni yfir merkisáfanga. --Cessator 24. maí 2009 kl. 23:46 (UTC)[svara]
Til hamingju, svo er bara að reyna að ná þessu upp í 50 þúsund :) --Baldur Blöndal 24. maí 2009 kl. 23:54 (UTC)[svara]
Glæsilegt, og vel við hæfi að Sir Charles Barkley sjálfur, snillingur með meiru, sé tímamótafærslan. --Stalfur 25. maí 2009 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Til lykke med de 25.000 artikler! Byrial 25. maí 2009 kl. 20:48 (UTC)[svara]

Myndahjálp

Ég hefði gjarnan hug á að nota myndir af þessarri grein á þýsku WP í samsvarandi grein á þeirri íslensku. Þær eru, sýnist mér, með tilskilin leyfi: GNU-Lizenz für freie Dokumentation, en eru semsagt á þýska svæðinu, en ekki Commons, og koma því ekki fram ef ég einfaldlega kópíera tengilinn. Getur einhver hjálpað mér með þetta? Með fyrirfram þökk, --Oddurv 26. maí 2009 kl. 14:14 (UTC)[svara]

Ég sumsé setti síðuna á notendasvæðið mitt þar til ég fæ botn í þetta myndamál.--Oddurv 26. maí 2009 kl. 14:17 (UTC)[svara]
Það er gott að nota Commons Helper til að flytja myndir beint á milli. Hann hjálpar manni líka að ráða í ólík leyfi og hvort þau séu leyfð á Commons. — Jóna Þórunn 26. maí 2009 kl. 17:44 (UTC)[svara]
Kærar þakkir! Þetta er flott tól. --Oddurv 27. maí 2009 kl. 09:25 (UTC)[svara]

Decimal separator og tugabrot

Ég vildi bara spyrja hvort það væri til íslenskt orð yfir , eða . sem er notað í tugabrotum til að skilja að heiltöluhlutann og aukastafina (eins og )? --Baldur Blöndal 27. maí 2009 kl. 14:00 (UTC)[svara]

Já, að sjálfsögðu er það til. Það heitir „komma“. (?) --Mói 28. maí 2009 kl. 07:33 (UTC)[svara]
Kannski er ég að misskilja Baldur. Ef meiningin er sú hvernig „decimal separator“ væri þýtt á íslensku, þá er líklega ekkert ákveðið til. Mér dettur í hug að nota aðgreiningartákn (vegna þess að það greinir á milli heiltöluhluta og eiginlegs brots) eða bara aðgreinir. Í Orðasafni Íslenska stærðfræðifélagsins (http://math.ru.is/dict/) er decimal separator ekki þýtt en undir decimal finnst: decimal point komma, tugakomma.--Mói 28. maí 2009 kl. 07:52 (UTC)[svara]
Það sem ég hef á móti því að nota einfaldlega komma (eða tugakomma) er að kommur eru ekki notaðar alls staðar. Bandaríkin og stór hluti af Asíu nota punkta og Spánn notar stundum ' minnir mig þannig það getur verið ruglandi að nota hugtak sem minnist á kommu og orð eins og decimal separator eða eins og þú sagðir aðgreiningartákn ættu við alls staðar í heiminum. En ætli orðið tugakomma sé ekki best fyrir þetta þar sem þetta er í stærðfræði orðasafninu (ég leitaði einmitt á orðasafninu, en ég prufaði bara decimal separator). Þú skilur alveg af hverju ég væri til í að nota hlutlausara orð, hefurðu einhverjar tillögur (við gætum jafnvel notað þína þýðingu) eða eigum við að nota tugakomma? --Baldur Blöndal 28. maí 2009 kl. 13:30 (UTC)[svara]
Já, ég er að ýmsu leyti sammála Baldri. Hins vegar finnst mér engin ástæða til þess að vera með einhverja viðkvæmni gagnvart því að nota orðið komma eða tugabrotskomma þó að ekki sé notuð komma alls staðar í heiminum. Enskumælandi menn nota nefnilega baki brotnu point og decimal point þó að ekki sé notaður punktur alls staðar í heiminum og það er engin hætta á að þeir hætti því í bráð. En þeir eiga vissulega hlutlausa hugtakið decimal separator, sem okkur vantar orð yfir, nema eins og Baldur segir, að taka það upp að nota orðin aðgreinir eða aðgreiningartákn, sem ég lét mér detta í hug, (eða eitthvað annað ef einhver finnur betra heiti). --Mói 29. maí 2009 kl. 00:10 (UTC)[svara]
Ég er sammála að það er allt í lagi að kalla þetta kommu; flestir Íslendingar nota það heiti og það er ekkert því til fyrirstöðu að láta greinina heita komma eða tugakomma þó margar þjóðir noti punkt í stað kommu. Það er ekki ráðlegt að búa til hugtak þegar það eru þegar til tvö hugtök (eitt sem er mikið notað og eitt sem er nær ekkert notað) í íslensku, en tilgangurinn með þræðinum var aðallega að spyrjast fyrir um hvort til væri hlutlaust orð í íslensku eins og er í ensku, en orðið decimal seperator passar ekki bara við allar þjóðir í heiminum heldur er líka lýsandi; þ.e. merkir eitthvað sem „skilur tugabrot að, stendur á milli heiltöluhlutans og aukastafanna“. Mói kom með mjög góð orð eins og aðgreiningartákn (ef það væri opinbert orð þá kæmi það vel til greina að nota það sem greinarheiti) en það fellur líklega undir frumrannsóknir eða eitthvað álíka. En svo er spurning hvort greinin eigi að vera undir komma (stærðfræði) eða tugakomma? Ég hallast persónulega að komma (stærðfræði) enda er hugtakið ‚aldrei‘ kallað tugakomma. Ef maður skutlar því í Google þá fær maður 4 niðurstöður sem eru allar úr orðabókum eða listum. --Baldur Blöndal 29. maí 2009 kl. 04:29 (UTC)[svara]

Hvernig lesið þið "Internet Explorer 6.0"? Ég les þetta "Internet Explorer sex komma núll". Haukur 4. júní 2009 kl. 22:46 (UTC)[svara]

Ég les "Internet Explorer sex núll" enda er þetta ekki tugabrot sbr. það að á eftir 6.9 getur komið 6.10 og 6.11 o.s.frv. --Akigka 5. júní 2009 kl. 00:31 (UTC)[svara]
Jamm, ég segi líka sex komma ellefu o.s.frv. en ég hef heyrt fólk með sömu málnotkun og þig. (Reyndar hef ég líka örugglega heyrt þig sjálfan segja þetta.) Hins vegar veit ég ekki um neinn sem segir "Internet Explorer sex punktur núll". Haukur 5. júní 2009 kl. 00:38 (UTC)[svara]
Þótt þetta sé ekki strangt til tekið tugabrot þá les fólk þetta oft sem tugabrot (skiljanlega). En ég er sammála Hauki með það að næstum enginn myndi lesa þetta sem „Internet Explorer sex punktur núll“, flestir myndu einfaldlega segja „sex komma núll“ eins og þegar tugabrot eru lesin, heyri fólk mjög sjaldan segja „IE sex núll“ þó það mætti deila um að það sé ‚réttast‘. --Baldur Blöndal 5. júní 2009 kl. 03:23 (UTC)[svara]
Ég segji sex punktur núll, en það er bara ég. --Steinninn 11. júní 2009 kl. 12:32 (UTC)[svara]

Að hlaða inn skrá

Ef ég fer á "Hlaða inn skrá" í verkfærakassanum lendi ég á þessari síðu: Wikipedia:Hlaða inn skrá.

Þetta ætti að lenda á Special:Upload.

Getur einhver lagað þetta, takk. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. júní 2009 kl. 20:40 (UTC)[svara]

Hvar þýðir maður strengi og breytir Wikipediu (eins og hvert „Hjálp“ eða „Potturinn“ vísa)? Hef alltaf viljað spyrja að þessu --Baldur Blöndal 2. júní 2009 kl. 14:23 (UTC)[svara]
Afhverju má þetta ekki fara inn á Hlaða inn skrá? Það fór mikil pæling í þessa síðu á sínum tíma. Hægt er að breyta flakkinu á Melding:Sidebar. --Steinninn 11. júní 2009 kl. 12:31 (UTC)[svara]