„Fylgnivilla“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: el:Cum hoc ergo propter hoc
Muro Bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: eu:Cum hoc ergo propter hoc
Lína 41: Lína 41:
[[en:Correlation does not imply causation]]
[[en:Correlation does not imply causation]]
[[es:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[es:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[eu:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[fi:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[fi:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[fr:Cum hoc ergo propter hoc]]
[[fr:Cum hoc ergo propter hoc]]

Útgáfa síðunnar 18. febrúar 2009 kl. 16:57

Fylgnivillan, einnig þekkt undir latnesku heiti sínu cum hoc ergo propter hoc (þ.e. „með þessu, þess vegna út af þessu“) er rökvilla þar sem haldið er fram að atburður sé orsök annars atburðar eða annarra atburða sem gerast samtímis honum eða í kjölfarið á honum. Fylgnivillan er afbrigði af post hoc rökvillunni; munurinn er í hnotskurn sá að post hoc rökvillan gerir ráð fyrir fáum eða einstökum atburðum en fylgnivillan felst aftur á móti í því að gera ráð fyrir að regluleg fylgni sé vegna orsakasambands á milli atburða.

Til dæmis:

Táningsstúlkur borða mikið súkkulaði.
Táningsstúlkur eru líklegastar til þess að hafa unglingabólur.
þess vegna veldur neysla á súkkulaði unglingabólum.

Rökin fela í sér villu. Til dæmis er litið framhjá möguleikannum á að fylgnin sé tilviljun. Óháð því hversu sannfærandi tölfræðin kann að vera er eigi að síður ótækt að álykta um orsakasamband einungis á grundvelli fylgninnar. Ef neysla á súkkulaði og bólugröftur færu saman í öllum menningarsamfélögum og fylgnin héldist áratugum eða öldum saman mætti segja að hún gæfi okkur sterka vísbendingu. Eigi að síður er alltaf mögulegt að eitthvað annað en súkkulaðineyslan valdi bæði súkkulaðineyslunni og bólugreftrinum og því getur ályktun á grundvelli fylgninnar einnar aldrei verið alveg traust.

Annað dæmi:

Mikil fylgni er á milli sölu á ís og glæpatíðni.
Þess vegna veldur sala á ís glæpum.

Rökin að ofan eru dæmi um cum hoc ergo propter hoc villuna, vegna þess að ótímabær ályktun er dregin um að sala á ís valdi glæpum þegar trúverðugri skýring er að með hækkandi hita á sumrin aukist bæði neysla á ís og glæpatíðni (kannski vegna þess að fólk er meira á ferli eða (í mjög heitum löndum) af því að hitinn fer í skapið á fólki).

Dæmi um fylgnivillur

Spaugilegt dæmi um rökvillu af þessu tagi var eitt sinn í þætti um Simpson fjölskylduna (7. árgangur, „Much Apu About Nothing“). Borgin hafði varið milljónum dollara í að hanna nýjar „bjarndýravarnir“ vegna þess að sést hafði til bjarndýrs á vappi í vikunni áður.

Homer: Ekki björn í augsýn. „Bjarndýravarnirnar“ svínvirka!
Lisa: Þetta eru gölluð rök, pabbi.
Homer: [án þess að skilja] Þakka þér, elskan.
Lisa: Samkvæmt þínum rökum gæti ég haldið því fram að þessi steinn héldi tígrisdýrum í burtu.
Homer: Hmm. Hvernig virkar hann?
Lisa: Hann virkar ekki; þetta er bara steinn!
Homer: Uh-huh.
Lisa: En ég sé engin tígrisdýr, hvað með þig?
Homer: (bið) Lisa, ég vil kaupa af þér steininn.

Heimild

Tengt efni