„Selárdalslaug“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Selárdalslaug á góðum sumardegi. :'''Selárdalslaug''' stendur við bakka Selá og var byggð í [[sjálfboðavinna|sjálfboð...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. febrúar 2009 kl. 20:21

Mynd:Vopnafjörður Sundlaug.png
Selárdalslaug á góðum sumardegi.
Selárdalslaug stendur við bakka Selá og var byggð í sjálfboðavinnu af félagsmönnum Einherja árið 1950.

Opnunar tímar

Sumartími, 01. júlí - 01. september. Sundlaugarvörður er á staðnum frá 07.00 - 22.00

Laugin er opin vetri en ekki er vörður á staðnum. Sundkennsla fer fram í Selárlaug sem fyrr, að hausti og vori.

Staðsettning

Selárdalslaug lyggur við bakka Selá þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fögurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir unhverfi sitt. Laugin er nokkuð langt frá Vopnafjarðarkaupstað

Aðstaða

Aðstaða er allgóð en ber þess merki að laugin er komin til ára sinna. Laugin sjálf er ekki mjög stór, 12.5m á lengd, og eru tveir heitir pottar og góð sólbaðsaðstaða sem kemur sér vel því skjólsælt er í gljúfrinu og staðsetningin því tilvalin fyrir sóldýrkendur. Heita vatnið kemur upp úr heitri laug við sundlaugina, á seinni árum hefur verið reynt að auka vatnsmagnið með borun nokkrum sinnum með fremur litlum árangri.

Saga

Laugin var byggð sumarið 1949 af félagsmönnum í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu. Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu hálfan mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum.

Tengt efni

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.