„Vopnafjörður“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
:''Vopnafjörður''
{{hnit dm|65|45.45|N|14|49.78|W}}
{{hnit dm|65|45.45|N|14|49.78|W}}



Útgáfa síðunnar 14. febrúar 2009 kl. 10:00

Vopnafjörður

65°45.45′N 14°49.78′V / 65.75750°N 14.82967°V / 65.75750; -14.82967

Vopnafjörður er fjörður á austurströnd Íslands, en Vopnafjarðarhreppur er á Kolbeinstanga í firðinum. Í Vopnafjörð renna laxveiðiárnar Selá og Hofsá. Sjávarútvegur er helsta atvinnugrein Vopnfirðinga, einnig er á Vopnafirði mikill landbúnaður. Íbúafjöldi er um 700-750 manns. Við Vopnafjörð er ein mönnuð veðurathugunarstöð á Skjaldþingsstöðum og ein ómönnuð í Bjarnarey.

Saga

Við landnám eru taldir þrír landnámsmenn í Vopnafirði: Eyvindur vopni og Hróaldur bjólan sem voru fóstbræður og Lýtingur Ásbjarnarson. Nafn fjarðarins er dregið af viðurnefni Eyvindar sem nam Hofsárdal og hluta Vesturárdals austan megin og bjó hann á Syðri-vík sem munhafa heitið Krossavík innri. Hróaldur nam Selárdal, hluta Vesturárdals og norðurströnd fjarðarins. Hann bjó fyrst á Hróaldsstöðum í Selárdal en síðar á Torfastöðum í Vesturárdal. Lýtingur nam austurströnd fjarðarins og bjó sér bú á Krossavík ytri. Nefna má bróðurson Eyvindar vopna, Steinbjörn kört Refsson, sem má telja fjórða landnámsmanninn þar sem hann settist að á Hofi eftir að Eyvindur frændi hans gaf honum land milli Hofsár og Vesturdalsár. Loks kom Þorsteinn hvíti Ölvesson frá Noregi og keypti hann land af Eyvindi og síðar Steinbirni. Hann bjó lengstum á Hofi.

Héraðsvöld og goðavald skiptist í upphafi milli Hofverja og Krossvíkinga. Sameiginlegur þingstaður var í Sunnudal en í heiðni var Goðahof á Hofi og efldi það héraðsvöld Hofverja. Brodd-Helgi sonarsonur Þorsteins hvíta fær Höllu systur Geitis Lýtingssonar en skildi við hana og ósætti varð vegna fjárskipta þeirra. Fer svo að Geitir vegur Helga á Sunnudalsþingi en sættir takast við Víga-Bjarna son Helga. Víga-Bjarni rýfur sættirnar að áeggjan stjúpu sinnar og vegur Geiti. Mun hann hafa iðrast vígsins. Leiddi þetta til fjandskapar milli Bjarna og Þorkels Geitissonar sem endaði með orrustu milli þeirra í Böðvarsdal. Særðist þar Þorkell og greru sár hans illa. Sendi þá Bjarni honum lækni sem læknaði sár hans og það ásamt milligöngu Jórunnar, konu Þorkels, varð til þess að sættir tókust og flutti Þorkell á endanum til Bjarna að Hofi þar sem hann bjó til dauðadags. Þorkell átti aðeins eina dóttir sem fluttist burt og eftir að hann fluttist sjálfur að Hofi færðust öll völd til Hofverja.

Vopnfirðinga saga segir um Þorkel Geitisson að hann hafi verið hreystimenni og fylginn sér en Hofverjar hafi ekki verið spakir að viti þó flest hafi vel til tekist. Forræði Hofverja nær til 1122 í beinan karllegg en þá koma til sögunar Valþjófstaðamenn sem raunar bjuggu löngum á Hofi og tengdust Hofverjum. Er svo allt til loka þjóðveldisins en Austfirðingafjórðungur gaf ekki eftir sjálfsforræði sitt fyrr en 1264, tveimur árum síðar en aðrir landsfjórðungar. Eftir það eru heimildir stopular og stór hluti sögunar óþekktur.


Tengt efni

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.