„Ásta Möller“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sennap (spjall | framlög)
sjálfvirkur aldur
Ekkert breytingarágrip
Lína 36: Lína 36:
|embættistímabil1=2005-
|embættistímabil1=2005-
|embætti1=Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins
|embætti1=Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins
|embættistímabil2=2007-
|embættistímabil2=2007-2009
|embætti2=Formaður heilbrigðisnefndar
|embætti2=Formaður heilbrigðisnefndar
|cv=221
|cv=221

Útgáfa síðunnar 7. febrúar 2009 kl. 22:55

Ásta Möller (ÁMöl)
Fæðingardagur: 12. janúar 1957 (1957-01-12) (67 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Fjárlaganefnd, heilbrigðisnefnd, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins
Þingsetutímabil
1999-2003 í Reykv. fyrir Sjálfst.
2005-2007 í Reykv. n. fyrir Sjálfst.
2007- í Reykv. s. fyrir Sjálfst.
= stjórnarsinni
Embætti
2005- Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins
2007-2009 Formaður heilbrigðisnefndar
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Ásta Möller (f. 12. janúar 1957 í Reykjavík) er Alþingismaður. Foreldrar hennar voru Agnar Möller fulltrúi og Lea Rakel Möller. Ásta Möller er gift Hauki Þór Haukssyni rekstrarhagfræðingi. Þau eiga fjögur börn.

Menntun

Ásta Möller lauk stúdentsprófi frá MH 1976. B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði við HÍ 1980. MPA prófi í opinberri stjórnsýslu við HÍ 2006.

Störf

Ásta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum 1980-1982. Fastur stundakennari við HÍ á námsbraut í hjúkrunarfræði 1981-1984, settur adjunkt 1982-1984. Deildarstjóri við öldrunardeild Borgarspítala 1984-1986 og fræðslustjóri á Borgarspítalanum 1987-1992. Formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1989-1994 og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999. Stundakennari við HÍ og HA frá 1981. Framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf. 2005.

Í stúdentaráði HÍ 1977-1979, varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ 1979-1980.

Í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980-1982, í kjaranefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987-1988. Í öldungaráði Bandalags háskólamanna 1984-1990, í stjórn Bandalags háskólamanna 1996-1998 og í miðstjórn Bandalags háskólamanna 1989-1999. Varaformaður Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 1996-1999. Í stjórn International Council of Nurses (ICN), alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga frá 1999, varaformaður samtakanna 2001-2005. Í hjúkrunarráði 1996-1999. Í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga frá 1994, formaður stjórnar 1997 og 1999, 2004 og 2006. Formaður nefndar um ritun sögu hjúkrunar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2000.

Í stjórn heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins frá 1990, formaður nefndarinnar 1991-1995 og 2004-2005. Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2005. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1999-2003 og frá 2005. Í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2003-2006 og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna frá 2005.

Þingmaður

Ásta Möller var kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkin í Reykjavík árið 1999 og sat þar til ársins 2003. Í alþingiskosningunum 2003 náði hún ekki kjöri sem þingmaður en starfaði sem varaþingmaður þegar á reyndi. Hún komst aftur inn á þing þegar Davíð Oddson hætti afskiptum af stjórnmálum, árið 2005. Í Alþingiskosningunum árið 2007 náði hún kjöri sem þingmaður Reykjavíkur-kjördæmis norður.

Heimild