„Lífhreinsun“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: id:Bioremediasi
Lína 17: Lína 17:
[[de:Bioremediation]]
[[de:Bioremediation]]
[[en:Bioremediation]]
[[en:Bioremediation]]
[[et:Biotervendus]]
[[es:Biorremediación]]
[[es:Biorremediación]]
[[et:Biotervendus]]
[[fr:Bioremédiation]]
[[fr:Bioremédiation]]
[[id:Bioremediasi]]
[[ja:バイオレメディエーション]]
[[ja:バイオレメディエーション]]
[[pl:Bioremediacja]]
[[pl:Bioremediacja]]

Útgáfa síðunnar 2. febrúar 2009 kl. 22:53

Lífhreinsun er líftækni þar sem örverum, sveppum, plöntum eða ensímum þeirra er beitt til að hreinsa upp umhverfismengun. Meðal lífhreinsunaraðferða má nefna hvötun á niðurbroti olíumengunar af völdum náttúrlegra jarðvegsörvera með áburðargjöf, og sértækt niðurbrot á þrávirkum mengunarefnum á borð við fjölklóruð bífenýl með sérvöldum bakteríum, erfðabreyttum eða náttúrlegum.

Segja má að fræðilegur grunnur lífhreinsunar hvíli á setningum C. B. van Niels:

  • Fyrir sérhvern þátt og sérhverja afurð lifandi frumna er til í lífheiminum örvera sem nýtir hana sem kolefnis- og/eða orkugjafa.
  • Örverur eru til staðar í öllum búsvæðum lífheimsins[1].

Þannig má ætla að fyrir öll náttúrleg, lífræn mengunarefni megi finna örveru sem er fær um að brjóta þau niður og mynda úr þeim skaðlausar afurðir.

Heimildir

  1. J. T. Staley, R. P. Gunsalus, S. Lory og J. J. Perry (2007) Microbial Life, 2. útg. Sinauer Associates, Inc., Sunderland, Massachusetts.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.