„Hólmavík“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 3: Lína 3:
'''Hólmavík''' er stærsta [[kauptúnið]] á [[Strandasýsla|Ströndum]] og er jafnframt verslunar– og þjónustumiðstöð [[sýlsa|sýslunnar]]. Hólmavík er í sveitarfélaginu [[Strandabyggð]]. Íbúar í þorpinu voru 380 1. desember 2005. Þorpið stendur undir Kálfanesborgum, innan við miðjan [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjörð]] að vestanverðu og hefur byggst úr landi [[Kálfanes]]s.
'''Hólmavík''' er stærsta [[kauptúnið]] á [[Strandasýsla|Ströndum]] og er jafnframt verslunar– og þjónustumiðstöð [[sýlsa|sýslunnar]]. Hólmavík er í sveitarfélaginu [[Strandabyggð]]. Íbúar í þorpinu voru 380 1. desember 2005. Þorpið stendur undir Kálfanesborgum, innan við miðjan [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjörð]] að vestanverðu og hefur byggst úr landi [[Kálfanes]]s.


==Saga Hólmavíkur==
Áður en Hólmavíkurþorp varð til var um tíma þurrabúðarlóð í vestanverðri Hólmavíkinni, austan undir Höfðanum. Árið [[1883]] fluttu Sigurður snikkari og kirkjusmiður Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir frá [[Fell í Kollafirði|Fell]]i í [[Kollafjörður (Ströndum)|Kollafirði]] að Kálfanesi og bjuggu þar eitt ár. Síðan fluttu þau niður í víkina og byggðu sér nýjan bæ töluvert utar. Sonur þeirra er skáldið [[Stefán Sigurðsson|Stefán frá Hvítadal]] og er hann talinn fyrsti maðurinn sem fæddur er á Hólmavík.


Þann [[3. janúar]] [[1890]] varð Hólmavík löggiltur [[verslunarstaður]], en frá miðri [[19. öld]] hafði verið verslað um borð í skipum kaupmanna sem sigldu á Skeljavík. Þeirra á meðal var kaupmaðurinn R. P. Riis sem byggði svo verslun á Hólmavík árið [[1897]], en árið áður hafði verið byggður þar annar verslunarskúr. Verslunarfélag Steingrímsfjarðar, sem var forveri [[Kaupfélag Steingrímsfjarðar|Kaupfélags Steingrímsfjarðar]], var svo stofnað [[29. desember]] [[1898]].

Um aldamótin 1900 voru byggðar fyrstu [[bryggja|bryggjur]] á Hólmavík, tvær trébryggjur sem hétu eftir eigendunum, Riisbryggja og Kaupfélagsbryggja. Þorpið byggðist síðan upp í kringum útgerð, þjónustufyrirtæki og verslun.

Um [[1950]] varð langvarandi aflabrestur þess valdandi að atvinnuleysi varð nokkurt og fólki fækkaði í þorpinu. Ekki rættist úr aftur fyrr en með [[rækjuvinnsla|rækjunni]] laust fyrir [[1970]]. Síðan þá má segja að atvinnuástand hafi verið gott þó að fólksfækkun hafi verið nokkur eins og víðar á landsbyggðinni.


==Atvinnulíf==
==Atvinnulíf==

Útgáfa síðunnar 27. janúar 2009 kl. 09:00

Hólmavík

Hólmavík

Hólmavík við Steingrímsfjörð

Hólmavík er stærsta kauptúnið á Ströndum og er jafnframt verslunar– og þjónustumiðstöð sýslunnar. Hólmavík er í sveitarfélaginu Strandabyggð. Íbúar í þorpinu voru 380 1. desember 2005. Þorpið stendur undir Kálfanesborgum, innan við miðjan Steingrímsfjörð að vestanverðu og hefur byggst úr landi Kálfaness.


Atvinnulíf

Helstu atvinnugreinar á Hólmavík hafa löngum verið verslun og ýmis þjónusta, auk útgerðar. Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein síðustu ár og þar er upplýsingamiðstöð ferðamála. Galdrasýning á Ströndum er með höfuðstöðvar á Hólmavík og hefur verið einn helsti vaxtarbroddur í ferðaþjónustu og ímyndarsköpun Strandamanna í greininni. Til ársins 2000 var rekið sláturhús á Hólmavík hvert haust. Þar eru einnig miðstöðvar Orkubús Vestfjarða og Vegagerðar ríkisins. Tvær bankastofnanir eru á Hólmavík, Sparisjóður Strandamanna og KB-banki. Stærsti vinnustaður á Hólmavík er Hólmadrangur hf, sem rekur fullkomna rækjuverksmiðju.

Þekktir Hólmvíkingar

Heimildir

Tengill