„Víetnamstríðið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: wuu:越南战争
Lína 91: Lína 91:
[[uk:Війна у В'єтнамі]]
[[uk:Війна у В'єтнамі]]
[[vi:Chiến tranh Việt Nam]]
[[vi:Chiến tranh Việt Nam]]
[[wuu:越南战争]]
[[zh:越南战争]]
[[zh:越南战争]]
[[zh-min-nan:Oa̍t-lâm Chiàn-cheng]]
[[zh-min-nan:Oa̍t-lâm Chiàn-cheng]]

Útgáfa síðunnar 7. desember 2008 kl. 13:49

Mynd:Burning Viet Cong base camp.jpg
Brennandi þorp eftir árás.

Víetnamstríðið var styrjöld þar sem tókust á her Norður-Víetnam, Þjóðarfylkingin fyrir frelsun Suður-Víetnam, einnig þekkt sem Víet-Kong, og bandamenn þeirra og her Suður-Víetnam og bandamenn hans, einkum Bandaríkjamenn sem misstu tæplega 60.000 menn í stríðinu. Stríðið stóð frá 1959 til 1975 og er talið að um 900.000 hermenn hafi látið lífið og um ein milljón óbreyttra borgara.

Meginorsök stríðsins var tvískipting landsins eftir Stríðið í Indókína 1946 til 1954 þar sem sjálfstæðissinnum, Víet-Minh, tókst ekki að ná völdum í suðurhluta landsins í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði frá Frakklandi. Að mörgu leyti var Víetnamstríðið eins konar leppstríð þar sem risaveldin í Kalda stríðinu tókust á óbeint gegnum bandamenn sína í Víetnam.

Aðalbandamenn Norður-Víetnam og skæruliða Víet-Kong voru meðal annars Sovétríkin og Kínverska alþýðulýðveldið, á meðan aðalbandamenn stjórnarinnar í Suður-Víetnam voru Bandaríkin, Ástralía, Taíland, Filippseyjar og Nýja-Sjáland. Aðallega voru það þó Bandaríkin sem sendu stóra herflokka til að taka þátt í átökunum í Víetnam frá 1965.

Víetnamstríðinu lauk 30. apríl 1975 með falli Saígon í hendur hers Norður-Víetnama.

Tenglar

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG