„Tímaeignarfall“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Tímaeignarfall''' er eignarfall án sérstaks fallvalds sem táknar tímann þegar eitthvað gerist, t.d. ''þessa árs''. Í íslensku er tíminn ý...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. desember 2008 kl. 03:40

Tímaeignarfall er eignarfall án sérstaks fallvalds sem táknar tímann þegar eitthvað gerist, t.d. þessa árs. Í íslensku er tíminn ýmist táknaður í þolfalli eða þágufalli, hvort heldur er með forsetningum eða forsetningarlaust. Til algerra undantekninga telst þó tímaeignarfallið. Við segjum t.d. að eitthvað gerist á skírdag, á aðfangadag, á sumardaginn fyrsta, en ekki á skírdegi, á aðfangadegi eða sumardeginum fyrsta.

Tímaeignarfallið hefur fylgt málinu lengi. Komið annars dags = annan dag, segir í Völundarkviðu og í Hávamálum: Hins hindra dags (= daginn eftir) gengu hrímþursar...

Það breytir engu um eðli málsins hvort orðið er með greini eða ekki. Komdu á fimmtudaginn, segjum við líka, ekki á fimmtudeginum.

Án forsetningar morar íslenskan aftur á móti í tímaþolfalli: Daginn út og daginn inn. Hann var hér í viku eða mánuð.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.