„Bíum, bíum, bamba“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Bíum, bíum, bamba''' er alkunn barnagæla sem sumir nota sem vögguvísu á börn sín. Höfundur er ókunnur. Flestir kunna þó eingöngu fyrsta erindið o...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. desember 2008 kl. 02:31

Bíum, bíum, bamba er alkunn barnagæla sem sumir nota sem vögguvísu á börn sín. Höfundur er ókunnur. Flestir kunna þó eingöngu fyrsta erindið og gleyma því seinna.

Bíum, bíum bamba, 
börnin litlu þamba
fram um fjalla kamba
að leita þar lamba. 

Margt er gott í lömbunum
þegar þau koma af fjöllunum,
gollurinn og görnin,
og vel stíga börnin.

Margir hafa ekki hugmynd um hvað sögninaþamba þýðir, en hún þýðir að kjaga áfram með erfiðismunum, einkum í vondri færð, gegn stormi og hríð. Gollur er hið sama og gollurshús, en það er poki sem umlykur hjartað. Í þennan poka létu menn koma kjöt og mör og gerðu sér þannig mat úr honum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.