„Morfís“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bumbuhali (spjall | framlög)
clean up, typos fixed: hundruða → hundraða using AWB
Lína 105: Lína 105:
Refsistig eru gefin ræðumönnum sem fara út fyrir tímamörk ræðu sinnar. Í framsöguræðu (fyrri ræðu frummælanda) eru þau tímamörk 4-5 mínútur en í öðrum ræðum keppninnar eru þau 3-4 mínútur. 1 refsistig er gefið fyrir hverja sekúndu sem hver ræðumaður fer yfir eða undir þessi tímamörk í ræðu sinni.
Refsistig eru gefin ræðumönnum sem fara út fyrir tímamörk ræðu sinnar. Í framsöguræðu (fyrri ræðu frummælanda) eru þau tímamörk 4-5 mínútur en í öðrum ræðum keppninnar eru þau 3-4 mínútur. 1 refsistig er gefið fyrir hverja sekúndu sem hver ræðumaður fer yfir eða undir þessi tímamörk í ræðu sinni.


Venjulega eru heildarstig í Morfískeppni á bilinu 2000-3000 (3 dómarar * sex ræður * 4 liðir * einkunn á bilinu 1-10) en munur milli liða er allt frá örfáum stigum til nokkurra hundruða (stærsti munur Morfíssögunar var rúmlega 900 stig þar sem MR sigraði ME árið 2005) svo misjafnt er hvort refsistig breyta úrslitum keppna. Frægt dæmi eru úrslit Morfís árið 2004 þegar lið Verzlunarskólans í Reykjavík vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð með einu stigi. Dæmdur munur var 3 stig, MH í hag, en einn ræðumaður MH ([[Dóri DNA]]) talaði sex sekúndum yfir tíma meðan ræðumenn Verzlunarskólans töluðu aðeins tveimur sekúndum yfir tíma.
Venjulega eru heildarstig í Morfískeppni á bilinu 2000-3000 (3 dómarar * sex ræður * 4 liðir * einkunn á bilinu 1-10) en munur milli liða er allt frá örfáum stigum til nokkurra hundraða (stærsti munur Morfíssögunar var rúmlega 900 stig þar sem MR sigraði ME árið 2005) svo misjafnt er hvort refsistig breyta úrslitum keppna. Frægt dæmi eru úrslit Morfís árið 2004 þegar lið Verzlunarskólans í Reykjavík vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð með einu stigi. Dæmdur munur var 3 stig, MH í hag, en einn ræðumaður MH ([[Dóri DNA]]) talaði sex sekúndum yfir tíma meðan ræðumenn Verzlunarskólans töluðu aðeins tveimur sekúndum yfir tíma.


Tveir tímaverðir, einn frá hvorum skóla, starfa við keppnina til að taka tíma ræðumanna og tilkynnir fundarstjóri tíma hvers ræðumanns eftir að dómarar hafa lokið við að dæma hann.
Tveir tímaverðir, einn frá hvorum skóla, starfa við keppnina til að taka tíma ræðumanna og tilkynnir fundarstjóri tíma hvers ræðumanns eftir að dómarar hafa lokið við að dæma hann.

Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2008 kl. 22:48

Stofnað: 1984
Tegund: Rökræða, málflutningur
Formaður: Brynjar Guðnason
Framkvæmdastjóri: Oddur Sigurðsson
Vefsíða: Morfis.is

MORFÍS eða Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands, er ein af þremur stærstu keppnum sem framhaldsskólar á Íslandi taka þátt í sín á milli. Hinar tvær eru Gettu Betur og Söngkeppni Framhaldsskóla Íslands.

Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi. Í hverri Morfís viðureign takast á tvö keppnislið skipuð fjórum nemendum frá hvorum skóli. Þeir kallast liðsstjóri, frummælandi, meðmælandi og stuðningsmaður.

Val á sigurvegara byggist á rökum liðanna, flutningi, svörum við rökfærslu andstæðinganna og hughrifum dómara. Morfís hóf göngu sína hér á landi árið 1983, þá var keppnin undir stjórn Junior Chamber Iceland í samstarfi við málfundafélög framhaldsskólanna, tveimur árum síðar slitnaði upp úr því samstarfi og framhaldsskólanemar tóku alfarið við stjórn keppninnar.

MORFÍS hefur verið með mjög föstu sniði undanfarin ár en raddir þess efnis að fyrirkomulagi keppninnar skuli breytt t.a.m. með breytingum á dómblaði verða sífellt háværari, (sjá umræðu um dómblað á spjallborði MORFÍS).

Í hverri keppni eru þrír dómarar. Þeir einir geta hlotið dómararéttindi í MORFÍS sem fara á dómaranámskeið MORFÍS sem haldið er af framkvæmdastjórn MORFÍS ár hvert. Áður en því var breytt í lögum haustið 2006 hlutu þeir einnig dómararéttindi sem kepptu í MORFÍS, lagabreytingin er ekki afturvirk svo þeir hafa enn dómaréttindi sem höfðu þau fyrir lagabreytinguna, (sjá dómaralista Morfís).

Framkvæmdastjórn MORFÍS 2008/2009

  • Formaður: Brynjar Guðnason (MH)
  • Framkvæmdastjóri: Oddur Sigurðsson (VÍ)
  • Ritari: Natan Freyr Guðmundsson (Kvennó)
  • Meðstjórnendur:Geir Guðbrandsson (Flensb.) og Kjartan Darri Kristjánsson (MR)

Eldri stjórnir

2007-2008

  • Formaður: Skapti Jónsson (MR)
  • Framkvæmdastjóri: Kristinn Árni Hróbjartsson (MH)
  • Ritari: Einar Brynjarsson (VÍ)
  • Meðstjórnendur: Kristjana Fenger (Kvennó) og Hafsteinn (Flensb.)

2006-2007 Formaður: Brynjar Guðnason, framkvæmdastjóri: Anna Kristín Pálsdóttir, ritari: Skapti Jónsson, meðstjórnendur: Árni Grétar Finnsson og Viktor Orri Valgarðsson.

2005-2006 Formaður: Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri: Brynjar Guðnason, ritari: Einar Óli Guðmundsson, meðstjórnendur: Valdís Ragna Eðvaldsdóttir og Sigurður Kjartan Kristinsson.

2004-2005 Formaður: Þorsteinn Ásgrímsson, framkvæmdastjóri: Emma Björg Eyjólfsdóttir, ritari: Ásdís Egilsdóttir, meðstjórnandi: Sigurður Unnar Birgisson.

1989-1990 Guðmundur Steingrímsson, Már Másson, Silja Bára Ómarsdóttir, Birgir Fannar Birgisson

Þekktir einstaklingar sem tekið hafa þátt í Morfís

Dómgæsla

Í venjulegri Morfískeppni eru þrír dómarar með dómararéttindi frá stjórn Morfís. Þar til nýlega fengu allir sem tóku þátt í Morfís dómararéttindi, auk þeirra sem stóðust árlegt dómaranámskeið Morfís. Árið 2006 var lögum Morfís breytt á þá vegu að aðeins þeir sem standast dómaranámskeið Morfís hljóta dómararéttindi, áður höfðu þátttakendur einnig hlotið dómararéttindi.

Í hverri keppni er einn oddadómari, löggildir oddadómarar hafa dómararéttindi frá Morfís og hafa lokið stúdentsprófi. Oddadómari situr í miðju dómarahópsins, gefur ræðumönnum refsistig á sínu dómblaði og tilkynnir úrslit í lok keppni. Í úrslitum Morfís kveða lög Morfís á um að allir dómarar skuli vera oddadómarar.

Ræðuþjálfarar og ræðulið koma sér saman um þessa þrjá dómara. Samkvæmt nýjum lögum Morfís (frá haustinu 2006) skal stjórn Morfís úthluta hlutlausum dómurum ef liðum hefur ekki tekist að koma sér saman um þrjá dómara þegar fjórir tímar eru til keppni. Til þessa ákvæðis hefur þurft að grípa ítrekað síðan þá.

Eftir að allir ræðumenn hafa lokið máli sínu, dómarar gefið einkunn fyrir alla liði hjá báðum ræðum allra ræðumanna og fundarstjóri sagt til um að eiginlegri keppni sé lokið, fara dómarar afsíðis og reikna úr stigum sínum í svokölluðu dómarahléi. Þar eru öll stig allra dómara lögð saman, refsistig dregin frá, og viðeigandi tölfræði reiknuð út.

Að því loknu afhendir fundarstjóri oddadómara fundarstjórn og hann tilkynnir úrslitin í því sem nefnt er, með réttu, oddadómararæða. Nauðsynlegar upplýsingar, samkvæmt lögum Morfís, í þessari ræðu eru heildarmunur liða, sigurlið og ræðumaður kvöldsins (stigahæsti ræðumaður kvöldsins) eða Ræðumaður Íslands ef um er að ræða úrslitakeppni Morfís.

Þó hefur skapast hefð fyrir því að oddadómarar ræði daginn og veginn, gefi upp ógrynni af áhugaverðri eða óáhugaverðri tölfræði, gefi mat sitt á liðum og keppninni í heildinni, komi með athugasemdir og haldi áhorfendum og keppendum í heljargreipum spennu. Mjög misjafnt er, bæði hvað varðar lengd og eðli, hvernig oddadómarar flytja þessa oddadómararæðu og stundum mætti segja að henni svipi til uppistands.

Dómblað

Hver um sig gefa dómararnir öllum ræðumönnum (frummælanda, meðmælanda og stuðningsmanni) einkunn frá 1-10 fyrir hvora ræðu í fjórum liðum.

Ræða

Í þessum lið er uppsetning og gæði ræðu metin. Þar spila rök, málfar, áhrifamáttur orða, skemmtanagildi og flæði stærst hlutverk. Morfísræður þykja oft hafa einkennandi stílbragð, oft eru myndlíkingar eða sögur hafnar í byrjun ræðu og þeim lokið í lok ræðu með meginmáli á milli. Hefð er fyrir því að inngangur og meginmál sé fyrir svarakafla og að honum loknum komi lokaorð með upphafsorðunum "góðir gestir". Upphafsorðin er nánast alltaf "Fundarstjóri, dómarar, andmælendur og góðir gestir" í fyrri ræðum en aðeins "Fundarstjóri" í seinni ræðum og draga flestir dómarar ræðumenn niður ef svo er ekki. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 4 við útreikning stiga í dómarahléi.

Málflutningur

Í þessum lið er öryggi og flutningur ræðumannsins metin. Hvort hann horfir til fólksins eða niður á blaðið, hvernig handahreyfingar koma út, hversu skýrmæltur, sannfærandi, öruggur og áhrifaríkur flutningurinn og ræðumaðurinn er. Oft er hægt að sjá áhrif frá uppistandi, stjórnmálum, rappi, útvarpslestri, kennslu og fleiru í flutningi Morfísræðumanna. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 3 við útreikning stiga í dómarahléi.

Svör

Eitt af verkefnum ræðumanns er að svara rökum ræðumanna andstæðinganna, oftast í sérstökum svarakafla. Þetta þykir oft eitt vandasamasta verk ræðumanna og segir að margra mati mikið um eðli ræðumannsins. Svör eru bæði skrifuð fyrir fram og á staðnum. Í dag skrifa flest ræðulið mikið af svörum fyrir fram við þeim rökum sem þeir búast við að andstæðingarnir noti, oft skín þetta í gegn þar sem t.d. svara ræðumenn stundum rökum sem andstæðingarnir kannast ekki við að hafa komið með. Í þessum lið skipta gæði svara, rök, hnitmiðun, málfar, skemmtanagildi, öryggi flutnings, viðbrögð við ófyrirsjáanlegum rökum og þýðing þeirra fyrir rökræðuna í held mestu máli. Fyrri ræða frummælanda, framsöguræða keppninnar, inniheldur engin svör. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 4 við útreikning stiga í dómarahléi.

Geðþóttastuðull dómara

Þessi liður er að mestu leyti frjáls dómaranum. Einstök atriði eða persónulegar tilfinningar í garð ræðumannsins geta ráðið öllu fyrir þennan lið og margir dómarar veigra sér ekki við að setja „1“ eða „10“ í þennan lið við lítil tilefni.

Hann er ætlaður sem einkunn á almennri tilfinningu dómarans fyrir ræðumanninum. Hvernig ræða, flutningur og svör var dómaranum að skapi og hversu góður honum þótti ræðumaðurinn á heildina litið. Þessi liður er stundum kallaður "Hughrif" og það nafn var notað á tillögu að nýju dómblaði. Deilt hefur verið um hvort gefa megi 0 í þessum lið, þar sem lög Morfís og leiðbeiningar stangast á. Einkunn í þessum lið er ekki margfölduð við útreikning stiga í dómarahléi.

Refsistig

Refsistig eru gefin ræðumönnum sem fara út fyrir tímamörk ræðu sinnar. Í framsöguræðu (fyrri ræðu frummælanda) eru þau tímamörk 4-5 mínútur en í öðrum ræðum keppninnar eru þau 3-4 mínútur. 1 refsistig er gefið fyrir hverja sekúndu sem hver ræðumaður fer yfir eða undir þessi tímamörk í ræðu sinni.

Venjulega eru heildarstig í Morfískeppni á bilinu 2000-3000 (3 dómarar * sex ræður * 4 liðir * einkunn á bilinu 1-10) en munur milli liða er allt frá örfáum stigum til nokkurra hundraða (stærsti munur Morfíssögunar var rúmlega 900 stig þar sem MR sigraði ME árið 2005) svo misjafnt er hvort refsistig breyta úrslitum keppna. Frægt dæmi eru úrslit Morfís árið 2004 þegar lið Verzlunarskólans í Reykjavík vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð með einu stigi. Dæmdur munur var 3 stig, MH í hag, en einn ræðumaður MH (Dóri DNA) talaði sex sekúndum yfir tíma meðan ræðumenn Verzlunarskólans töluðu aðeins tveimur sekúndum yfir tíma.

Tveir tímaverðir, einn frá hvorum skóla, starfa við keppnina til að taka tíma ræðumanna og tilkynnir fundarstjóri tíma hvers ræðumanns eftir að dómarar hafa lokið við að dæma hann.

Oddadómari gefur, einn dómara, þessi refsistig á sínu dómblaði og tilkynnir oft um fjölda refsistiga keppninnar í oddadómararæðu sinni.

Meðalstig framsöguræðu

Frummælandi svarar ekki í fyrru ræðu sinni (framsöguræðu) og fær því ekki stig fyrir svör í þeirri ræðu. Til að vega upp á móti þessu var settur inn liður á dómblaðið sem deilir heildarstigum framsöguræðu í 2 (námundað upp ef hálf tala kemur upp) og bætir þeim við heildarstig ræðumannsins.

Þessum stigum skal þó ekki bæta við heildarstig keppninnar en það mundi, ólíkt trú margra, geta haft áhrif á úrslit keppninnar. Ef framsöguræða annars liðs er hærra dæmd en hins liðsins eykst sá munur við að bæta meðalstigum framsöguræðu við. Hærra dæmd ræða fær hærri meðalstig. Þannig eykur þetta vægi frummælandans í keppninni og ef samanburður frummælanda var ekki í samræmi við samanburð liðanna getur það breytt úrslitum keppni. Síðan er álitamál hvort þessi áhrif eigi rétt á sér.

Breytingartillögur

Fyrstu ár Morfískeppninnar ríkti mikið ósætti með form keppninnar. Eftir það var dómblaði breytt og ríkti nokkuð almennt sætti um keppnina næstu 15 árin eða svo. Síðustu ár hafa síðan sprottið upp fleiri ágreiningsefni

Nýtt dómblað

Núverandi dómblað Morfís hefur sætt gagnrýni síðustu ár fyrir það að enginn liður sem beri heitið "rök" sé á því og hafa gagnrýnendur bent á að keppnin beri heitið "Mælsku- og rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands" og á dómblaðinu séu "Mælska" og "Ræða" liðir en ekki "Rök". Verjendur dómblaðsins benda á að liðurinn "Ræða" sé til þess fallinn að dæma rök ræðumanns en sumir vilja meina að þetta sé of óljóst við dómgæslu, ræða geti fengið háa einkunn í liðnum "Ræða" án þess að innihalda góð rök.

Einnig þykir mörgum núverandi dómblað of flókið, það sé "margföldunarsúpa" þar sem raunverulegt álit dómarans komi ekki nægilega vel til skila. Meðalstig framsöguræðu hafa einnig sætt gagnrýni fyrir að vera ófullnægjandi leið til að jafna framsöguræðu við aðrar ræður keppninnar. Gunnar Jónsson [1] (fyrrum ræðumaður FB) og Guðjón Heiðar Valgarðsson (fyrrum ræðumaður FB) í félagi við Viktor Orra Valgarðsson bjuggu til tillögu að nýju dómblaði haustið 2006 sem þeir ætla til notkunar í Morfís. Þetta dómblað hefur þegar verið notað nokkrum sinnum í innanskólaræðukeppni Kvennaskólans í Reykjavík, "Sófíu".

Á nýja dómblaðinu eru fimm liðir:

Ræða sem gegnir svipuðum tilgangi og á núverandi dómblaði. Málfar, skemmtanagildi, uppbygging ræðu, hversu áhrifarík ræðan er, myndlíkingar, sögur, hversu vel hún heldur manni við efnið o.s.frv. Helsti munurinn er að rök skal skilja frá þessum lið

Rök er nýr liður og eitt helsta baráttumál talsmanna dómblaðsins. Þarna eru metin raunveruleg rök og innlegg ræðunnar til heildarrökræðu um viðkomandi umræðuefni. Rök úr svörum eru einnig metin í þessum lið. Morfís hefur sætt gagnrýni fyrir það að keppnin snúist ekki um raunverulega rökræðu heldur yfirborðskennda sýndarmennsku og lýðskrum <http://mengella.blogspot.com/2007/02/morfs-og-ffli.html>. Hún hefur stundum haft það orð á sér að leikþættir, brellur, öryggi ræðumanns og áróður gildi þar meira heldur en hugsandi sannleiksfýsn og rökræða. Sumir tala um ákveðnar tegundir af ræðumennsku tengdum ákveðnum skólum og úrslit keppna eru oft umdeilt ekki síst fyrir það að sigurliðið hafi ekki haft "rökin með sér". Til að stemma stigu við þessari vaxandi gagnrýni og meintu þróun á keppninni berjast ýmsir innan Morfís fyrir því að þessi liður verði settur inn í dómblað Morfís. Aðrir vilja meina að liðurinn "Ræða" nægi til að gefa einkunn fyrir rök og að "Rök" og "Ræðu" beri ekki að skilja að.

Svör er eins og á núverandi dómblaði.

Afstaða er einungis í fyrri ræðu frummælanda (framsöguræðu) og er hann ætlaður til þess að bæta upp þá staðreynd að engin svör eru í þeirri ræðu og koma þannig í staðinn fyrir hin umdeildu meðalstig framsöguræðu. Í þessum lið er metinn sá póll sem liðið virðist taka í umræðuna. Þ.e. hvaða nálgun, sjónarhorni og afstöðu liðið gengur út frá í þessari fyrstu ræðu keppninnar. Venja er að framsöguræða kynni öll helstu rök liðsins og þessi liður metur þessa heildarafstöðu.

Mælska er eins og liðurinn "Málflutningur" á núverandi dómblaði.

Hughrif er nýtt nafn á "Geðþóttastuðli dómara" á núverandi dómblaði en þó með ólíkum áherslum. Ætlunin er ekki að einkunnagjöf sé jafn frjáls og persónubundin og geðþóttastuðullinn er. Þarna eru metin heildaráhrif ræðumannins, hvaða tilfinningu hann skildi eftir sig og hversu áhrifaríkur og góður hann var í þessari ræðu. Í raun er þetta ætlað sem eins konar heildareinkunn ræðumannsins.

Niðurstaða er óvenjulegur liður sem skaparar blaðsins virðast hafa horfið frá. Í honum getur hver dómari gefið öðru hvoru liðinu ákveðið mörg stig (ekki var fyllilega ljóst hversu mörg þau skyldu vera en upprunalega áætlunin var 5 eða 10 stig) eftir því hvort liðið dómarinn taldi vinna keppnina í heild sinni. Heildarmálflutningur og rökræða liðanna er þannig metin í einum lið, sem mótsvar við því einstaklingsmati sem dómblaðið þykir annars. Þetta var hugsað annars vegar til að vilji dómara um úrslit keppninnar kæmi skýrar fram og hins vegar til að heildarafstaða og útkoma liðanna skipti meira máli.

Engin margföldun á sér stað á þessu nýja dómblaði og refsistig eru gefin 1 fyrir hverjar 3 sekúndur sem ræðumenn fara yfir tímann.

Dómarar

Tillögur hafa einnig komið upp um að breyta formi á dómgæslu utan dómblaðsins.

Ein af þeim tillögum er sú að dómblöð virki sem atkvæðaseðlar fremur en uppsöfnuð stig, þ.e. niðurstaða dómblaðs varðandi sigurlið og ræðumann kvöldsins sé tekin til greina en ekki hversu stóran mun dómarinn dæmdi. Þannig myndu tvö atkvæði gefa liði sigur í öllum tilfellum. Einnig hefur komið upp sú tillaga í framhaldi af því að oddadómari mundi þar skipta meira máli, ef tveir dómarar dæmi öðru liðinu sigur en oddadómari hinu liðinu mundu þá stigin gilda. Þessar tillögur eru gerðar til að reyna að koma í veg fyrir að tveir dómarar dæmi liði sigur en það tapi samt. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum í Morfís og þykir það mörgum ósanngjarnt.

Önnur tillaga er sú að Morfískeppnir, eða úrslit Morfís einungis, hafi fimm dómara. Þessi tillaga er ætluð til að draga úr áhrifum sérvisku og persónulegra krafa dómara og auka þannig líkur á að sanngjörn niðurstaða náist fram. Þessu hefur verið lýst sem að "einangra dómarahluta dómarans frá einstaklingshluta dómarans". Fimm dómarar dæmdu úrslit Sófíu, innanskólaræðukeppni Kvennaksólans.

Enn aðrar breytingartillögur snúa að vali á dómurum en engin ein breytingartillaga hefur þar borið hæst. Þessi vilji til breytinga hefur sprottið upp frá því að liðum reynist sífellt erfiðara að koma sér saman um dómara. Nýlegt lagaákvæði um að stjórn Morfís skuli skipa hlutlausa dómara ef lið hafa ekki komið sér saman um þrjá dómara fjórum tímum fyrir keppni hefur verið notað ítrekað á því eina keppnistímabili sem liðið er síðan það var sett. Mikið ósætti, samsæriskenningar og deilur hafa í kjölfarið komið upp um val á dómurum og dómarahneyksli.

Sigurvegarar frá upphafi

Menntaskólinn í ReykjavíkMenntaskólinn við HamrahlíðMenntaskólinn í ReykjavíkVerzlunarskóli ÍslandsMenntaskólinn við HamrahlíðMenntaskólinn á AkureyriVerzlunarskóli ÍslandsMenntaskólinn á AkureyriVerzlunarskóli ÍslandsFjölbrautaskólinn í BreiðholtiMenntaskólinn við HamrahlíðVerzlunarskóli ÍslandsFjölbrautaskólinn í GarðabæMenntaskólinn við SundMenntaskólinn í ReykjavíkFjölbrautaskólinn í GarðabæMenntaskólinn í Reykjavík
  • 1985 - Menntaskólinn í Reykjavík
    • Umræðuefni: Einokun
    • Ræðumaður kvöldsins: Jóhann Friðgeir Haraldsson, MR
    • Sigurlið Menntaskólinn í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Agnar Hansson
      • Frummælandi: Kristján Hrafnsson
      • Meðmælandi: Hlynur Níels Grímsson
      • Stuðningsmaður: Jóhann Friðgeir Haraldsson
    • Taplið Menntaskólinn í Kópavogi
      • Liðsstjóri:
      • Frummælandi:
      • Meðmælandi:
      • Stuðningsmaður:
  • 1986 - Menntaskólinn í Reykjavík
    • Umræðuefni: Geimferðir
    • Ræðumaður kvöldsins: Helgi Hjörvar, MH
    • Sigurlið Menntaskólinn í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Magni Þór Pálsson
      • Frummælandi: Gylfi Magnússon
      • Meðmælandi: Sveinn Valfells
      • Stuðningsmaður: Hlynur Níels Grímsson
    • Taplið Menntaskólinn við Hamrahlíð
      • Liðsstjóri:
      • Frummælandi:
      • Meðmælandi:
      • Stuðningsmaður:
  • 1987 - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
    • Umræðuefni: Á að taka upp einræði á Íslandi í staðinn fyrir lýðræði?
    • Ræðumaður kvöldsins: Illugi Gunnarsson, MR
    • Sigurlið Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
      • Liðsstjóri: Stefán Gunnarsson
      • Frummælandi: Tryggvi G. Árnason
      • Meðmælandi: Sigurður Örn Bernhöft
      • Stuðningsmaður: Sigmar Guðmundsson
    • Taplið Menntaskólinn í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Sveinn Valfells
      • Frummælandi: Birgir Ármansson
      • Meðmælandi: Auðunn Atlason
      • Stuðningsmaður: Illugi Gunnarsson
  • 1988 - Menntaskólinn í Reykjavík
    • Umræðuefni: Er vitsmunalíf á öðrum hnöttum?
    • Ræðumaður kvöldsins: Sigmar Guðmundsson, FG
    • Sigurlið Menntaskólinn í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Birgir Ármannsson
      • Frummælandi: Auðunn Atlason
      • Meðmælandi: Daníel Freyr Jónsson
      • Stuðningsmaður: Orri Hauksson
    • Taplið Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
      • Liðsstjóri: Árni Gunnarsson
      • Frummælandi: Einar Páll Tamimi
      • Meðmælandi: Sigurður Örn Bernhöft
      • Stuðningsmaður: Sigmar Guðmundsson
  • 1989 - Menntaskólinn við Sund
  • 1990 - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
    • Umræðuefni: Framhaldsskólar hafa brugðist hlutverki sínu
    • Ræðumaður kvöldsins: Sigmar Guðmundsson
    • Sigurlið Fjölbrautaskólans í Garðabæ (á móti)
      • Liðsstjóri: Gestur Guðmundur Gestsson
      • Frummælandi: Almar Guðmundsson
      • Meðmælandi: Már Másson
      • Stuðningsmaður: Sigmar Guðmundsson
    • Taplið Verzlunarskóli Íslands (með)
      • Liðsstjóri: Hafsteinn Sv. Hafsteinsson
      • Frummælandi: Birgir Fannar Birgisson
      • Meðmælandi: Gísli Marteinn Baldursson
      • Stuðningsmaður:Börkur Gunnarsson
  • 1991 -
    • Umræðuefni: Hver er sinnar gæfu smiður
    • Ræðumaður kvöldsins: Almar Guðmundsson, FG
    • Sigurlið Verzlunarskóli Íslands
      • Liðsstjóri: Skorri Andrew Aikman
      • Frummælandi: Halldór Fannar Guðjónsson
      • Meðmælandi: Kristín Pétursdóttir
      • Stuðningsmaður: Gísli Marteinn Baldursson
    • Taplið Fjölbrautaskólans í Garðabæ
      • Liðsstjóri: Hjalti Már Björnsson
      • Frummælandi: Almar Guðmundsson
      • Meðmælandi: Mjöll Jónsdóttir
      • Stuðningsmaður: Ólafur Einar Rúnarsson
  • 1992 -
  • 1993 -
    • Umræðuefni:Er Ísland á leiðinni til andskotans?
    • Ræðumaður kvöldsins: Rúnar Freyr Gíslason
    • Sigurlið Verzlunarskóli Íslands
      • Liðsstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson
      • Frummælandi: Rúnar Freyr Gíslason
      • Meðmælandi: Kristín Pétursdóttir
      • Stuðningsmaður: Ólafur Teitur Guðnason
    • Taplið Menntaskólinn í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Sveinn Guðmarsson
      • Frummælandi: Ingvi Hrafn Óskarsson
      • Meðmælandi: Úlfur Eldjárn
      • Stuðningsmaður: Stefán Pálsson
  • 1994 - Menntaskólinn við Hamrahlíð
    • Umræðuefni: Líknardráp
    • Ræðumaður kvöldsins: Inga Lind Karlsdóttir, FG (445 stig)
    • Sigurlið Menntaskólans við Hamrahlíð (1228 stig) (á móti)
      • Liðsstjóri: Jóhann Bragi Fjalldal
      • Frummælandi: Oddný Sturludóttir
      • Meðmælandi: Hulda Herjolfsdóttir Skogland
      • Stuðningsmaður: Garðar Þorsteinn Guðgeirsson
    • Taplið Fjölbrautaskólans í Garðabæ (1181 stig) (með)
      • Liðsstjóri:
      • Frummælandi:
      • Meðmælandi:
      • Stuðningsmaður: Inga Lind Karlsdóttir
  • 1995 - Menntaskólinn við Hamrahlíð
    • Umræðuefni: Kynbætur á mönnnum
    • Ræðumaður kvöldsins: Jón Svanur Jóhannsson
    • Sigurlið Menntaskólans við Hamrahlíð
      • Liðsstjóri: Arinbjörn Ólafsson
      • Frummælandi: Oddný Sturludóttir
      • Meðmælandi: Hulda Herjolfsdóttir Skogland
      • Stuðningsmaður: Sandra Ásgeirsdóttir
    • Taplið : Verzlunarskóli Íslands
      • Liðsstjóri: Þórunn Clausen
      • Frummælandi: Hafsteinn Þór Hauksson
      • Meðmælandi: Viggó Örn Jónsson
      • Stuðningsmaður: Jón Svanur Jóhannsson
  • 1996 - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
    • Umræðuefni: Græðgi
    • Ræðumenn kvöldsins: Arnar Þór Halldórsson & Hafsteinn Þór Hauksson
    • Sigurlið Fjölbrautaskólans í Breiðholti
      • Liðsstjóri: Bóas Valdórsson
      • Frummælandi: Lárus Páll Birgisson
      • Meðmælandi: Arnar Þór Halldórsson
      • Stuðningsmaður: Matthías Geir Ásgeirsson
    • Taplið Verzlunarskóla Íslands
      • Liðsstjóri: Gunnar Thoroddsen
      • Frummælandi: Viggó Örn Jónsson
      • Meðmælandi: Tómas Eiríksson
      • Stuðningsmaður: Hafsteinn Þór Hauksson
  • 1997 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Kynjakvótar
    • Ræðumaður kvöldsins: Halldór Benjamín Þorbergsson, MR
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (1300 stig) (á móti)
      • Liðsstjóri: Tómas Eiríksson
      • Frummælandi: Herjólfur Guðbjartsson
      • Meðmælandi: Ragnar Guðmundsson
      • Stuðningsmaður: Hafsteinn Þór Hauksson
    • Taplið Menntaskólans í Reykjavík (1217 stig) (með)
      • Liðsstjóri: Ólafur Gauti Guðmundsson
      • Frummælandi: Halldór Benjamín Þorbergsson
      • Meðmælandi: Gautur Sturluson
      • Stuðningsmaður: Jóhann Davíð Ísaksson
  • 1998 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Egóismi
    • Ræðumaður kvöldsins: Hafsteinn Þór Hauksson, VÍ
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (með)
      • Liðsstjóri: Tómas Eiríksson
      • Frummælandi: Ragnar Guðmundsson
      • Meðmælandi: Herjólfur Guðbjartsson
      • Stuðningsmaður: Hafsteinn Þór Hauksson
    • Taplið Kvennaskólinn í Reykjavík (1217 stig) (móti)
      • Liðsstjóri: Gunnar Hrafn Jónsson
      • Frummælandi: María Rún Bjarnadóttir
      • Meðmælandi: Guðni Már Harðarson
      • Stuðningsmaður: Eyrún Magnúsdóttir
  • 1999 - Menntaskólinn á Akureyri
    • Umræðuefni: Hlutleysi
    • Ræðumaður kvöldsins: Hadda Hreiðarsdóttir, MA
    • Sigurlið Menntaskólans á Akureyri (á móti)
      • Liðsstjóri: Aðalheiður Jóhannesdóttir
      • Frummælandi: Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
      • Meðmælandi: Hadda Hreiðarsdóttir
      • Stuðningsmaður: Kjartan Höskuldsson
    • Taplið Menntaskólans við Hamrahlíð (með)
      • Liðsstjóri: Kári Gylfason
      • Frummælandi: Logi Karlsson
      • Meðmælandi: Jón Hjörleifur Stefánsson
      • Stuðningsmaður: Bergur Ebbi Benediktsson
  • 2000 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Frelsi einstaklingsins
    • Ræðumaður kvöldsins: Bergur Ebbi Benediktsson, MH
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (með)
      • Liðsstjóri: Ásgeir Jóhannesson
      • Frummælandi: Breki Logason
      • Meðmælandi: Bjarney Sonja Ólafsdóttir
      • Stuðningsmaður: Björn Berg Gunnarsson
    • Taplið Menntaskólinn við Hamrahlíð (á móti)
      • Liðsstjóri: Georg Kári Hilmarsson
      • Frummælandi: Logi Karlsson
      • Meðmælandi: Helgi Guðnason
      • Stuðningsmaður: Bergur Ebbi Benediktsson
  • 2001 - Menntaskólinn á Akureyri
    • Umræðuefni: Eru trúarbrögð slæm?
    • Ræðumaður kvöldsins: Hjálmar Stefán Brynjólfsson, MA
    • Sigurlið Menntaskólans á Akureyri (1480 stig) (með)
      • Liðsstjóri: Mæja Bet Jakobsdóttir
      • Frummælandi: Katrín Björk Sævarsdóttir
      • Meðmælandi: Þórgunnur Oddsdóttir
      • Stuðningsmaður: Hjálmar Stefán Brynjólfsson
    • Taplið Verzlunarskóla Íslands (1275 stig) (á móti)
      • Liðsstjóri: Ómar Örn Bjarnþórsson
      • Frummælandi: Breki Logason
      • Meðmælandi: Ágúst Ingvar Magnússon
      • Stuðningsmaður: Björn Berg Gunnarsson
  • 2002 - Menntaskólinn við Hamrahlíð
    • Umræðuefni: Heimur versnandi fer
    • Ræðumaður kvöldsins: Atli Bollason, MH
    • Sigurlið Menntaskólans við Hamrahlíð (með)
      • Liðsstjóri: Georg Kári Hilmarsson
      • Frummælandi: Orri Jökulsson
      • Meðmælandi: Kári Hólmar Ragnarsson
      • Stuðningsmaður: Atli Bollason
    • Taplið Fjölbrautaskólans í Breiðholti (á móti)
      • Liðsstjóri: Bóas Valdórsson
      • Frummælandi: Guðjón Heiðar Valgarðsson
      • Meðmælandi: Gísli Hvanndal
      • Stuðningsmaður: Gunnar Jónsson
  • 2003 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Eru karlmenn að standa sig illa?
    • Ræðumaður kvöldsins: Jóhann Alfreð Kristinsson, MR
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (á móti)
      • Liðsstjóri: Baldur Kristjánsson
      • Frummælandi: Björn Bragi Arnarsson
      • Meðmælandi: Jónas Oddur Jónasson
      • Stuðningsmaður: Breki Logason
    • Taplið Menntaskólans í Reykjavík (með)
      • Liðsstjóri: Einar Örn Gíslason
      • Frummælandi: Árni Egill Örnólfsson
      • Meðmælandi: Einar Sigurjón Oddsson
      • Stuðningsmaður: Jóhann Alfreð Kristinsson
  • 2004 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Maðurinn er heimskur
    • Ræðumaður kvöldsins: Björn Bragi Arnarsson, VÍ
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (á móti)
      • Liðsstjóri: Hannes Þór Halldórsson
      • Frummælandi: Davíð Gill Jónsson
      • Meðmælandi: Jónas Oddur Jónason
      • Stuðningsmaður: Björn Bragi Arnarson
    • Taplið Menntaskólans við Hamrahlíð (með)
      • Liðsstjóri: Kári Finnsson
      • Frummælandi: Orri Jökulsson
      • Meðmælandi: Halldór Halldórsson
      • Stuðningsmaður: Atli Bollason
  • 2005 - Verzlunarskóli Íslands
    • Umræðuefni: Þróunaraðstoð
    • Ræðumaður kvöldsins: Björn Bragi Arnarsson, VÍ (542 stig)
    • Sigurlið Verzlunarskóla Íslands (1382 stig)
      • Liðsstjóri: Óttar Snædal Þorsteinsson
      • Frummælandi: Þórunn Elísabet Bogadóttir
      • Meðmælandi: Davíð Gill Jónsson
      • Stuðningsmaður: Björn Bragi Arnarson
    • Taplið Fjölbrautaskólans í Breiðholti (1360 stig)
      • Liðsstjóri: Hjörtur Ágústsson
      • Frummælandi: Guðjón Heiðar Valgarðsson
      • Meðmælandi: Bragi Páll Sigurðarson
      • Stuðningsmaður: Gunnar Jónsson
  • 2006 - Menntaskólinn í Reykjavík
    • Umræðuefni: Frelsi Einstaklingsins
    • Fundarstjóri: Sigmar Guðmundsson
    • Ræðumaður kvöldsins: Halldór Ásgeirsson, MH
    • Sigurlið Menntaskólans í Reykjavík
      • Liðsstjóri: Guðrún Sóley Gestsdóttir
      • Frummælandi: Gunnar Örn Guðmundsson
      • Meðmælandi: Saga Garðarsdóttir
      • Stuðningsmaður: Jón Eðvald Vignisson
    • Taplið Menntaskólans við Hamrahlíð
      • Liðsstjóri: Kári Finnsson
      • Frummælandi: Sigurjón Bjarni Sigurjónsson
      • Meðmælandi: Atli Már Steinarsson
      • Stuðningsmaður: Halldór Ásgeirsson
  • 2007 - Menntaskólinn við Hamrahlíð
    • Umræðuefni: Á mannkynið að taka upp eitt sameiginlegt tungumál?
    • Fundarstjóri: Guðmundur Steingrímsson
    • Ræðumaður kvöldsins: Birkir Blær Ingólfsson, MH (590 stig)
    • Sigurlið Menntaskólans við Hamrahlíð (með) (1473 stig)
      • Liðsstjóri: Dagur Kári G. Jónsson
      • Frummælandi: Jónas Margeir Ingólfsson
      • Meðmælandi: Magnús Felix Tryggvason
      • Stuðningsmaður: Birkir Blær Ingólfsson
    • Taplið Borgarholtsskóla (á móti) (1362 stig)
      • Liðsstjóri: Elvar Orri Hreinsson
      • Frummælandi: Arnór Pálmi Arnarson
      • Meðmælandi: Hrannar Már Gunnarsson
      • Stuðningsmaður: Birkir Már Árnason
  • 2008 - Menntaskólinn í Reykjavík
    • Umræðuefni: Áróður
    • Fundarstjóri: Ásgeir Erlendsson
    • Ræðumaður kvöldsins: Birkir Blær Ingólfsson, MH
    • Sigurlið Menntaskólans í Reykjavík (móti)
      • Liðsstjóri: Ari Guðjónsson
      • Frummælandi: Arnar Már Ólafsson
      • Meðmælandi: Jón Benediktsson
      • Stuðningsmaður: Guðmundur Egill Árnason
    • Taplið Menntaskólans við Hamrahlíð (með)
      • Liðsstjóri: Lárus Jón Björnsson
      • Frummælandi: Hugi Leifsson
      • Meðmælandi: Arnmundur Ernst Backman
      • Stuðningsmaður: Birkir Blær Ingólfsson

Sigurvegarar í töflu

MORFÍS titlar
Skóli Titlar Úrslitakeppnir liðs Sigurhlutfall
Verzlunarskóli Íslands 9 13 69%
Menntaskólinn í Reykjavík 5 9 56%
Menntaskólinn við Hamrahlíð 4 11 36%
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 2 6 33%
Menntaskólinn á Akureyri 2 2 100%
Menntaskólinn við Sund 1 1 100%
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 1 3 33%
Menntaskólinn í Kópavogi 0 1 0%
Kvennaskólinn í Reykjavík 0 1 0%
Borgarholtsskóli 0 1 0%
Ræðumenn Íslands
Skóli Titlar
Verzlunarskóli Íslands 7*
Menntaskólinn í Reykjavík 6
Menntaskólinn við Hamrahlíð 5
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 4
Menntaskólinn á Akureyri 2
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 1*
*Í keppninni 1996 voru 2 ræðumenn Íslands, einn úr FB og einn úr VÍ

Tenglar