„Bahá'í trúin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Synthebot (spjall | framlög)
Steinninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:


[[Flokkur:Bahá'í trúin| ]]
[[Flokkur:Bahá'í trúin| ]]
[[Flokkur:Trúarbrögð]]


{{Tengill ÚG|ar}}
{{Tengill ÚG|ar}}

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2008 kl. 15:46

Hof Bahá'í trúarinnar í Nýju Delí á Indlandi, oft kallað lótushofið.

Bahá'í trúin eru ung trúarbrögð stofnuð á 19. öld í Persíu (nú Íran) af manni er hét Mirza Husayn Ali en kallaður var Bahá'u'lláh sem þýðir dýrð Guðs. Fylgismenn bahá'í trúarinnar eru kallaðir bahá'íar og eru um sex milljónir í yfir tvöhundruð löndum. En bahá’í trúin er talin næst útbreiddasta trú heims á eftir kristni, þ.e.a.s. landfræðilega séð.

Bahá'í ritin tala um það að öll helstu trúabrögð heims séu frá Guði komin og tala gjarnan um ,,stighækkandi opinberun“. Hugtakið um stighækkandi opinberun er oft útskýrt með líkingu við skólakerfi þar sem er aðeins einn skóli en margir kennarar. Mannkynið þroskast og þarf því alltaf á nýjum kennara að halda til að leiðbeina því áfram í sinni andlegu og félagslegu þroskagöngu. Nokkrir af þessum miklu kennurum voru m.a. Abraham, Krishna, Móses, Zaraþústra, Búddha, Kristur, og Múhammeð. Bahá’íar líta á Bahá’u’lláh sem nýjasta kennarann í þessum röðum sem kominn er með boðskap sem hentar nútímasamfélagi. En bahá’í ritin segja það að þetta sé ferli sem sé ,,Eilíft í fortíðina og eilíft inn í framtíðina.”

Aðalatriði kenninga bahá'í trúarinnar eru að Guð sé einn, trúabrögðin séu af einni rót og að mannkynið sé eitt. Iðkun bahá'í trúarinnar fer einkum fram á heimilum trúaðra eða öðrum samkomustöðum sem félög bahá'ía nota. Þó eru sjö hof bahá'ía til og þrjú til viðbótar eru á áætlun. Þau hafa öll níu hliðar og eru undir hvolfþaki. Heimsmiðstöð Bahá'í trúarinnar er í Haifa í Ísrael og þar er aðsetur æðstu stjórnar trúarinnar sem og nokkrir heilagir staðir. Þó búa engir í Ísrael í dag nema tímabundið í tengslum við Heimsmiðstöðina.

Tenglar

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG

Snið:Tengill GG