„Höfuðkúpa“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
NjardarBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sq:Kafka
BodhisattvaBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fy:Plasse
Lína 79: Lína 79:
[[fi:Pääkallo]]
[[fi:Pääkallo]]
[[fr:Crâne]]
[[fr:Crâne]]
[[fy:Plasse]]
[[gl:Cranio]]
[[gl:Cranio]]
[[he:גולגולת]]
[[he:גולגולת]]

Útgáfa síðunnar 18. október 2008 kl. 23:21

Bein höfuðkúpunnar
Bein höfuðkúpunnar

Höfuðkúpan (hauskúpa eða haus(s)kella) (latína cranium af gríska orðinu κρανιον) er þyrping beina efst á hryggsúlunni, sem hefur að geyma heilann, augun og efsta hluta mænunnar. Hauskúpa manns er úr 22 beinum af ýmsum stærðum og gerðum, auk tungubeins, tanna og þriggja beina í miðeyra hvoru megin. Hlutar höfuðkúpurnar eru tengdir saman með (tenntum) beinsaumum.

Höfuðkúpunni er skipt í tvennt: kúpubein, sem umlykja heilann og andlitsbein.

Yfirlit yfir bein höfuðkúpunnar sem eru á myndunum til hliðar:

Latneskt heiti beins Íslenskt heiti beins Stutt lýsing Hlutverk Flokkur
Maxilla Efri kjálki A
Mandibula Neðri kjálki A
Os frontale Ennisbein Nokkuð stórt sveigt bein K
Os sphenoidale Fleygbein Myndar hluta kúpubotns og augntófta K
Os temporale Gagnaugabein Mynda botn og hliðarveggi höfuðkúpunnar K
Os lacrimale Tárabein A
Os nasalis inferior Neðsta nefaða A
Os nasale Nefbein Þríhyrnd, lítil A
Os occipitale Hnakkabein Myndar afturvegg og afturbotn höfuðkúpunnar, einnig myndar það lið með banakringlu og margir hálsvöðvar eiga festu á því K
Os parietale Hvirfilbein Sveigð flöt bein, staðsett aftan við ennisbeinið og mætast í miðlínu Myndar meginhluta þaks og veggja höfuðkúpunnar K
Os zygomaicum Kinnbein Bogin, óregluleg Mynda veggi og botn augntófta A
Vomer Plógbein trapísulaga Myndar neðri afturhluta nasaskilveggjar A
A merkir að bein flokkast sem andlitsbein, en K merkir að beinið flokkast sem kúpubein.

Yfirlit yfir sauma höfuðkúpunnar sem eru á myndunum til hliðar:

Latneskt heiti saums Íslenskt heiti saums Stutt lýsing Hlutverk
Sutura coronalis Krónusaumur tengir hvirfilbeinin
Sutura squamosa Skeljarsaumur Tengir hvirfilbein og gagnaugabein
Sutura lamboidae Hnakkasaumur liður á milli hvirfilbeina og hnakkabeins - Vantar á mynd