„Sólin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sverrgu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Sverrgu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 51: Lína 51:
{{Wiktionary|sól}}
{{Wiktionary|sól}}
* [http://www.timarit.is/?issueID=425759&pageSelected=11&lang=0 ''Áhrif sólar á jörðina''; grein í Morgunblaðinu 1984]
* [http://www.timarit.is/?issueID=425759&pageSelected=11&lang=0 ''Áhrif sólar á jörðina''; grein í Morgunblaðinu 1984]
* [http://stjornuskodun.is/forsida/38-solkerfi/78-solin Upplýsingar um sólina á stjörnufræðivefnum]


{{Gæðagrein}}
{{Gæðagrein}}

Útgáfa síðunnar 7. október 2008 kl. 15:44

Sólin

Sólin er eina sólstjarna sólkerfisins og massamesta geimfyrirbæri þess. Reikistjörnurnar, þ.á m. jörðin, ganga á sporbaugum kringum sólina, ásamt smástirnum, loftsteinum, halastjörnum og geimryki. Varmi og ljós, sem frá henni stafar viðheldur lífi á jörðu.

Sólin er rafgaskúla sem hefur massa í kringum 2×1030 kg, og er því nokkuð stærri en meðalstjarna. Um 74% af massa hennar er vetni, 25% helín og afgangurinn skiptist á milli örlítils magns af þyngri frumefnum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul, og er um það bil komin hálfa leið í gegnum meginraðarferli sitt, þar sem kjarnasamruni í kjarna hennar bræðir saman vetni og myndar helín. Eftir um 5,5 milljarða ára mun sólin breytast í hringþoku.

Þó svo að sólin sé sú stjarna sem er næst jörðum, og hafi verið mikið rannsökuð af vísindamönnum, er enn ósvarað mörgum spurningum um sólina. Til dæmis: Hvers vegna hefur ytra loftslag hennar hitastig yfir 106 K á meðan sýnilegt yfirborð hennar (ljóshvolfið) hefur einungis hitastig upp á 6.000 K ?

Hættulegt getur verið að horfa beint í sólina því að við það getur sjónhimnan skemmst og það leitt til blindu.

Almennar upplýsingar

Sólin eins og hún sést í gegnum myndavél frá yfirborði jarðar

Sólin er flokkuð sem meginraðarstjarna sem að þýðir að hún er í „vökvajafnvægi“, þar sem að hún dregst hvorki saman né þenst út, og myndar orku við samruna vetniskjarna yfir í helín. Sólin er í litrófsflokknum G2V, þar sem að G2 merkir að litur hennar sé gulur og að litróf hennar innihaldi litrófslínur jónaðra og hlutlausra málma ásamt mjög veikum vetnislínum, og V að hún sé, eins og flestar stjörnur, dvergstjarna á meginröðinni.

Talið er að Sólin hafi meginraðarlíftíma í kringum um 10 milljarða ára. Núverandi aldur hennar er talin vera í kringum 4,5 milljarðar ára. Var þessi aldur hennar reiknaður með því að nota tölvulíkan af þróun stjarna. Sólin er á sporbaug um Vetrarbrautina, í u.þ.b. 25.000 til 28.000 ljósára fjarlægð frá miðju hennar. Sólin klárar eina sporbaugslaga umferð á um 226 milljón árum. Brautarhraði er í kringum 217 km/s, sem að jafngildir einu ljósári á 1400 ára fresti, og einni stjarnfræðieiningu á átta daga fresti.

Stjarnfræðilegt merki sólarinnar er hringur með punkt í miðju hans ().

Bygging

Mynd:Sun and earth.jpg
Þvermál sólarinnar er um 220 sinnum meira en þvermál jarðar

Sólin er næstum alveg slétt kúla, pólfletja (hringvik) hennar er talin vera í kringum 9 milljónustu, sem að þýðir að munur á þvermáli hennar í kringum pólana og í kringum miðbaug svarar til um 10 km. Þetta kemur til sökum þess að miðflóttaáhrif hægs snúnings sólarinnar er um 18 milljón sinnum veikara en yfirborðsþyngdarafl hennar (við miðbaug). Flóðhrif plánetanna hafa lítil áhrif á lögun sólarinnar, þó að sólin sjálf sé á sporbaug um samþungamiðju sólkerfisins, sem er örlítið frábrugðinn miðju sólarinnar, að mestu vegna massa Júpíters. Massi sólarinnar er samt svo gríðarlega mikill í samanburði að þungamiðja sólkerfisins er yfirleitt innan ytri marka sólarinnar sjálfrar.

Sólin hefur ekki skýr endamörk eins og steingerðar plánetur hafa, því að þéttleiki rafgassins minnkar í veldisfalli frá miðju hennar. Þrátt fyrir það hefur sólin vel skilgreinda innri byggingu, sem að lýst er betur hér að neðan. Radíus sólarinnar er mældur frá miðju út að endimörkum ljóshvolfs hennar.

Innviðir sólarinnar eru ekki sjáanlegir með beinum aðferðum vegna rafsegulgeislunar, sem er ógagnsæ . En á sama hátt og hægt er að rannsaka innviði jarðarinnar með því að skoða bylgjur, sem að myndaðar eru af jarðskjálftum (jarðskjálftafræði), notast sólskjálftafræði við hljóðbylgjur, sem að ferðast í gegnum sólina til að rannsaka innviði hennar. Þessi fræði hefur aukið gríðarlega skilning okkar á innri byggingu sólarinnar. Einnig hafa tölvulíkön verið notuð sem fræðigrunnur til að rannsaka dýpri lög hennar.

Kjarni

Við miðju sólarinnar, þar sem að eðlismassi nær 150.000 kg/m3 (150-faldur þéttleiki vatns á Jörðinni), breytir kjarnasamruni vetni í helín og myndar orkuna, sem heldur sólinni í jafnvægi. Um það bil 8,9x1037 róteindum (vetniskjörnum) er breytt í helínkjarna á hverri sekúndu, sem sem að skilar af sér á sama tíma um 383 jottavöttum af orku. Líkön benda til að það taki orkuríkar ljóseindir, sem verða til við þennan kjarnasamruna, um 161.000 ár að skila sér upp á yfirborð sólarinnar. Ferill þeirra upp á yfirborðið gengur eftir óbeinum leiðum, ásamt viðstöðulausri gleypni og útgeislun í sólarmöttlinum. Er ljóseindirnar ná upp á yfirborðið sleppa þær út í geim sem sýnilegt ljós. Losnar einnig um fiseindir við sama samrunaferli, en ólíkt ljóseindum er lítil víxlverkun milli þeirra og annarra efna, og sleppa því næstum allar samstundis úr greipum sólarinnar.

Kjarninn nær upp að 0,2 af radíus sólar frá miðju, og er sá eini hluti sólarinnar þar sem að merkjanlegur hiti er framleiddur með kjarnasamruna: afgangurinn af stjörnunni er hitaður með orku sem að flyst út á við. Öll orka sem framleidd er í kjarnanum þarf að ferðast í gegnum ytri lög sólarinnar upp að ljóshvolfi, áður en að hún sleppur út í geiminn.

Geislahvolf

Frá kjarna allt að 0,7 radíus sólar frá miðju, er efni sólarinnar nógu heitt og þétt til að hitaútgeislun sé nægjanleg til að færa hinn gríðarlega hita frá kjarnanum út á við. Á þessu svæði er ekkert hitauppstreymi: þó svo að efni kólni eftir því sem fjarlægð frá miðju eykst, er hitastigull þess hægari en innrænt hitafall og nær því ekki að halda í gangi uppstreymi. Hiti er í staðinn færður af jónum vetnis og helíns, sem gefa frá sér ljóseindir, sem ferðast örlitla vegalengd áður en þær eru gleyptar af öðrum jónum.

Iðuhvolf

Mynd:SunLayers-is.png
Innri gerð sólarinnar

Frá 0,7 radíus sólar frá miðju og upp að yfirborði, er efni sólarinnar ekki nógu þétt eða heitt til að færa hita út á við með geislun. Sökum þess myndast hitauppstreymi þegar hitasúlur bera með sér heitt efni upp að yfirborði sólar (ljóshvolfinu). Þegar efnið hefur kólnað við yfirborðið, steypist það aftur niður á botn iðuhvolfsins og gleypir í sig meiri hita frá efri hluta geislunarhvolfsins.

Hitasúlurnar í iðuhvolfinu mynda far á yfirborði sólarinnar, í formi sólýrna og ýruklasa. Þetta ólgandi uppstreymi í ytri hlutum innviða sólarinnar myndar „smágerða“ rafala sem að svo mynda norður- og suðursegulskaut út um allt á yfirborði sólarinnar.

Ljóshvolf

Sýnilegt yfirborð sólar er ljóshvolfið; undir því er sólin ógagnsæ. Fyrir ofan ljóshvolfið, losna orkuríkar ljóseindir frá sólinni og breiðast sem sólarljós út í geiminn. Sólarljós hefur svarthlutslitróf sem að bendir til þess að hitastig þess sé um 6.000 K. Þéttleiki einda í ljóshvolfinu er um 1023/m3 (í kringum 1% af þéttleika einda í andrúsmlofti Jarðar við sjávarmál). Hlutar sólarinnar fyrir ofan ljóshvolfið eru einu nafni kallaðir „lofthjúpur sólar“. Hægt er að skoða þá með sjónaukum yfir allt rafsegulrófið, frá útvarpsbylgjum, í gegnum sýnilegt ljós fram að gammageislum.

Sólmyrkvi verður þegar jörðin fer inn í alskugga tunglsins, þ.a. tunglið skyggir á sólu frá jörðu séð. Við almyrkva skyggir tunglið á ljóshvolf sólar, en þá verður kórónan sýnileg.

Tenglar

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu


Snið:Tengill GG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill GG