„Jónatengi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Lína 6: Lína 6:
[[Mynd:NaCl-Obtención-2.svg|thumb|250px|Dæmi: Myndun natrínklóríðs úr frumefnum sínum.]]
[[Mynd:NaCl-Obtención-2.svg|thumb|250px|Dæmi: Myndun natrínklóríðs úr frumefnum sínum.]]


Atómin sækjast eftir því að láta yzta setna [[svigrúm]] sitt öðlast [[rafeindaskipan eðallofttegund]]ar með því að láta frá sér eða hremma til sín rafeindir. Það næst annaðhvort með því að frumefnið sem hefur lægri rafeindasækni (til vinstri í lotukerfinu) lætur frá sér rafeind, en við það verða til ein- eða marghlaðnar [[plúsjón]]ir, eða frumefnið sem hefur hærri rafeindasækni (til hægri í lotukerfinu) tekur til sín rafeind, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar [[mínusjón]]ir.
Atómin sækjast eftir því að láta yzta setna [[svigrúm]] sitt öðlast [[rafeindaskipan eðallofttegund]]ar með því að láta frá sér eða hremma til sín rafeindir. Það næst annaðhvort með því að frumefnið sem hefur lægri rafeindasækni (til vinstri í lotukerfinu) lætur frá sér eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til ein- eða marghlaðnar [[plúsjón]]ir, eða frumefnið sem hefur hærri rafeindasækni (til hægri í lotukerfinu) tekur til sín eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar [[mínusjón]]ir.

Útgáfa síðunnar 9. september 2008 kl. 17:06

Mat á jónatengishlutfalli sem fall af rafeindasæknimismun

Í efnafræði er jónatengi efnatengi sem hlýzt af rafstöðu-aðlöðun milli jákvætt og neikvætt hlaðinna jóna. Walter Kossel lýsti jónatenginu fyrstur manna árið 1916. Við rafeindasækni-mismun upp á ΔEN = 1,7 er rætt um að tengið sé að 50% jónískt.[1] Sé mismunurinn meiri en 1,7 telst tengið að mestu leyti jónískt, en sé hann minni, kallast það að mestu leyti deilið. Þessi mörk eru þó geðþóttakennd, hugmyndin um hreint jónatengi er í reynd hugarsmíð. Almennt er sagt að jónatengi skapist milli frumefna til vinstri í lotukerfinu, þ.e. málma, og frumefna til hægri, þ.e. málmleysingja. T.d. natrínklóríð, (NaCl) sem oft er talið sígilt dæmi um jónatengi, telst vera 73% jónískt. Annað dæmi er sesínflúoríð (CsF) með 92%. Jónatengi eru m.ö.o. ávallt eitthvað blönduð deilitengjum. Hið gagnstæða gildir þó ekki, t.d. í frumefnissameindum er tengið 100% deilið.

Rafeindaskipan

Dæmi: Myndun natrínklóríðs úr frumefnum sínum.

Atómin sækjast eftir því að láta yzta setna svigrúm sitt öðlast rafeindaskipan eðallofttegundar með því að láta frá sér eða hremma til sín rafeindir. Það næst annaðhvort með því að frumefnið sem hefur lægri rafeindasækni (til vinstri í lotukerfinu) lætur frá sér eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til ein- eða marghlaðnar plúsjónir, eða frumefnið sem hefur hærri rafeindasækni (til hægri í lotukerfinu) tekur til sín eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar mínusjónir.

  1. Das Basiswissen der Chemie, Charles E. Mortimer, 6. Auflage, ISBN 3-13-484306-4