„Auður Auðuns“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Wirthi (spjall | framlög)
m iw de:
Gdh (spjall | framlög)
m sjötugsafmli => sjötugsafmæli
Lína 8: Lína 8:
Hún vann sem lögfræðingur [[Mæðrarstyrktarnefnd Reykjavíkur|Mæðrarstyrktarnefndar Reykjavíkur]] á árunum 1940 – 1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í [[Reykjavík]] á árunum [[1946]]-[[1970]]. Forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar [[1954]] – [[1959]] og [[1960]] – [[1970]]. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í [[Reykjavík]], en hún gegndi embættinu ásamt [[Geir Hallgrímsson|Geir Hallgrímssyni]] frá [[19. nóvember]] [[1959]] til [[6. október]] [[1960]]. Hún var alþingismaður Reykvíkinga [[1959]] – [[1974]], fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]]. Sat á [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna]] [[1967]]. Hún var skipuð [[dóms- og kirkjumálaráðherrar]] þann 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún var fyrsta íslenska konan til að gegna ráðherraembætti. Hún sat í [[útvarpsráð]]i [[1975]] – [[1978]].
Hún vann sem lögfræðingur [[Mæðrarstyrktarnefnd Reykjavíkur|Mæðrarstyrktarnefndar Reykjavíkur]] á árunum 1940 – 1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í [[Reykjavík]] á árunum [[1946]]-[[1970]]. Forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar [[1954]] – [[1959]] og [[1960]] – [[1970]]. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í [[Reykjavík]], en hún gegndi embættinu ásamt [[Geir Hallgrímsson|Geir Hallgrímssyni]] frá [[19. nóvember]] [[1959]] til [[6. október]] [[1960]]. Hún var alþingismaður Reykvíkinga [[1959]] – [[1974]], fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]]. Sat á [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna]] [[1967]]. Hún var skipuð [[dóms- og kirkjumálaráðherrar]] þann 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún var fyrsta íslenska konan til að gegna ráðherraembætti. Hún sat í [[útvarpsráð]]i [[1975]] – [[1978]].


[[Landsamband sjálfstæðiskvenna]] og [[Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík]] gáfu út ''[[Auðarbók Auðuns]]'' árið [[1981]] í tilefni af sjötugsafmli Auðar.
[[Landsamband sjálfstæðiskvenna]] og [[Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík]] gáfu út ''[[Auðarbók Auðuns]]'' árið [[1981]] í tilefni af sjötugsafmæli Auðar.


Í ágúst [[1983]] sagði hún í viðtali við morgunblaðið:
Í ágúst [[1983]] sagði hún í viðtali við morgunblaðið:

Útgáfa síðunnar 16. ágúst 2008 kl. 12:08

Mynd:Audur Auduns althingi.jpg
Auður Auðuns

Auður Auðuns (f. á Ísafirði 18. febrúar 1911, dó 19. október 1999) var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður til margra ára. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi.

Hún var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935, fyrst íslenskra kvenna.

Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni og eignaðist með honum fjögur börn; Jón (1939), Einar (1942), Margréti (1949) og Árna (1954).

Hún vann sem lögfræðingur Mæðrarstyrktarnefndar Reykjavíkur á árunum 1940 – 1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1946-1970. Forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar 19541959 og 19601970. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík, en hún gegndi embættinu ásamt Geir Hallgrímssyni frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Hún var alþingismaður Reykvíkinga 19591974, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherrar þann 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún var fyrsta íslenska konan til að gegna ráðherraembætti. Hún sat í útvarpsráði 19751978.

Landsamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík gáfu út Auðarbók Auðuns árið 1981 í tilefni af sjötugsafmæli Auðar.

Í ágúst 1983 sagði hún í viðtali við morgunblaðið:

"Ég er alin upp í borgaralegum hugsunarhætti eins og hann gerist beztur og fellur hann saman við stefnuyfirlýsingu míns flokks, Sjálfstæðisflokksins. Hann felst í virðingunni fyrir einstaklingnum og frjálsræði hans og þeirri ábyrgðartilfinningu, sem hver einstaklingur þarf að hafa."

Auður var virk í Kvenréttindafélagi Íslands. Hún var gerð að heiðursfélaga 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Tengt efni

Heimildir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.