„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Spm (spjall | framlög)
Lína 171: Lína 171:


--[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 5. ágúst 2008 kl. 11:11 (UTC)
--[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 5. ágúst 2008 kl. 11:11 (UTC)

:Ritskoðun á ekki heima neinsstaðar, síst af öllu á Wikipedia. Feministahreyfingunni hefur hrakað verulega síðan [[Mary Wollstonecraft]] ýtti henni af stað [[1792|um árið]], aðallega þar sem hún hefur breyst í öfgafengna ofstjórnunarstefnu kvenna sem eru búnar að bíta það í sig að þeim sé mismunað, nú á þessum tímum almennrar baráttu fyrir auknu frelsi einstaklingsins á öllum sviðum.

:Það sem er þó verst við þessa umræðu er hvað þetta skaðar ímynd Wikipedia. Allsstaðar í samfélaginu er fólk byrjað að ógna frelsi annarra vegna ímyndunarveilu um að frelsi sitt sé skert; fólk aðkallandi á harðari reglur til að vernda öryggi sitt. "Sá sem er tilbúinn til að fórna frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið" sagði [[Benjamin Franklin|ágætur maður]]. Wikipedia er skært ljós í myrkrinu sem er að koma. Látum ekki skoðanir okkar skerða frelsi annarra, og reynum að vernda Wikipedia fyrir þeim sem vilja henni illt (þótt þeir meini oft vel).

:--[[Notandi:Spm|Smári McCarthy]] 5. ágúst 2008 kl. 11:40 (UTC)

Útgáfa síðunnar 5. ágúst 2008 kl. 11:40

Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.

Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu.
Aðrir umræðuvettvangar sem eru í boði en eru mögulega ekki jafn virkir eru Laugin á Facebook hópurinn Laugin, WikiIS-l póstlistinn og IRC spjallrásin #wikipedia-is tengjast á Libera Chat.


Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P


Interview with Åse Kleveland

The English Wikinews is going to be organizing an interview with the former Norwegian Culture Minister Åse Kleveland. She was also the head of the Swedish Film Institute and is now the chairwoman of the Norwegian Humanist Association. I am asking Wikipedians from all of the Scandinavian languages to contribute questions to her upcoming interview with Wikinews in Oslo. The page is here; please leave questions there and comments to me either on my en.wikinews talk page or my en.wikipedia talk page. Thank you very much! Mike Halterman 1. júlí 2008 kl. 22:29 (UTC)[svara]

UDHR volunteer anyone?

Hello all,

Could I make a request for a volunteer to read the Universal Declaration of Human Rights in Icelandic for librivox.org? I sure hope I not breaking the rules of Wikipedia. (Please visit http://librivox.org/forum/viewtopic.php?t=14416 for more details on this project) Again, I apologise if I am flouting the regulations enforced in Wikipedia.

Thank you!

Saga íslenska skólakerfisins og mennta fyrir það

Veit einhver um síðu(r) sem fjalla(r) um íslenska menntakerfið fyrr og síðar? Ég hef farið í gegnum síðu menntamálaráðuneytisins en þar finn ég ekkert um sögu þess, landsprófin og annað. Mig langar að vinna að Education in Iceland, sem er nú þegar er gæðagrein þökk sé Max Naylor. Tengar á góðar ritgerðir væru vel þegnir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júlí 2008 kl. 00:35 (UTC)[svara]

Það er að koma út stórt og vandað fræðirit um alþýðufræðslu á Íslandi. Ritstjóri þess er Loftur Guttormsson. Það er gefið út í tilefni 100 afmælis KHÍ. Ég hugsa að það fjalli heilmikið um söguna. Ég hef nú reyndar líka áhuga á að skrifa um skólakerfið t.d. héraðsskólana eins og Héraðsskólinn að Laugarvatni --Salvör Gissurardóttir 3. júlí 2008 kl. 11:25 (UTC)[svara]
Já, fínt. Ég fylgist með þessu alfæðiriti. Var einnig að spá í að fara út í þá tíma áður en skólar voru komnir í tísku og drengir (oftast) voru sendir í fóstur til að læra. Mann allavega eftir því úr íslendingasögunum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júlí 2008 kl. 19:44 (UTC)[svara]

Er ekki hæpið að tala um 100 ára afmæli KHÍ? Sá skóli varð ekki til fyrr en eitthvað um 1970 og er því líklega ekki meira en fertugur. Hins vegar er Kennaraskóli Íslands fyrirrennari hans. Hann var stofnaður líklega 1908 og var lagður niður sem slíkur þegar KHÍ var stofnaður. --Mói 3. júlí 2008 kl. 14:24 (UTC)[svara]

Hvað heita táknin?

Ég ætlaði að skrifa grein um HTML, en rak mig þá á að ég vissi ekki hvað <> (svigarnir) heita. Þeir eru mikið notaðir í HTML svo: hvað heita þeir? --88.149.118.189 6. júlí 2008 kl. 14:37 (UTC)

Þetta eru hornklofar eða hornklof [] [1] og [2] og <> sem voru hluti af gæsalöppum hér áður fyrr [3] [4] og nefnast á ensku angle brackets or chevrons: < > [5]. Hm ég er að reyna leiða sjálfan mig að svarinu, en ég finn það ekki. Þetta ætti að heita sperruklofar eða vinkilklofar eða..já, hvað nefnast þessi blessuðu tákn? Nei, oddklofar. Þarna kom það eða olnbogasvigar. Stundum þarf maður bara að leiða sjálfan sig upp á fjöll til að finna svarið. [6] --85.220.89.229 6. júlí 2008 kl. 15:13 (UTC)

Ég kalla þetta bara gogga. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. júlí 2008 kl. 01:14 (UTC)[svara]

íslensk myndasöfn - Commons:OTRS og fleira

Hefur einhver hérna prófað þetta OTRS kerfi? Ég velti fyrir mér hvort það sé aðferð til að setja inn myndir frá þeim sem leyfa okkur það. Það er mjög mikið vesen núna að setja inn myndir á Commons fyrir óvana notendur.

Hann Kjartan Pétur Sigurðsson tekur alveg frábærar myndir af íslenskum stöðum (sjá http://photo.blog.is og http://photo.is), oft teknar í lágflugi (ég held að Kjartan hljóti að vera fisflugmaður) eða frá sjónarhorni sem er ekki algengt. Ég spurði Kjartan á blogginu hans um notkun mynda frá honum á Commons, sjá umræðuna hérna.

Kjartan svaraði mér:

Sæl Salvör,
Þú mátt nota þessar myndir eins og þú vilt inn á wikipedia. En ég nota þann vef mikið. Ég hef séð að myndirnar sem verið er að nota þar eru mjög mismunandi af gæðum og oftar en ekki vantar hreinlega myndir með textanum. Stóru myndirnar hjá mér eru 800x600 að stærð, en það má bæði vísa á myndaslóðina eða ná í myndina inn á vefinn hjá mér. Ég reyndi að setja inn tengingu á wikipedia á sínum tíma á eitthvað af myndum frá mér en þá var litið á það sem auglýsingu og því hætti ég því snarlega. Svo líklega er betra að einhver annar geri það en ég
)
Fram af þessu hefur þessi vefur minn verið unninn í sjálfboðaliðsvinnu og ekki hlotið neina styrki. Ekki eru heldur neinar auglýsingar frá öðrum inni á vefnum svo að wikipedia hlýtur að geta sætt sig við myndir frá slíkum vef.
Eins og er ég staddur á Látrabjargi og því er tölvusambandið ekki upp á það besta þessa stundina.
Með kveðju frá Vestfjörðum
)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.6.2008 kl. 23:46

Ég hins vegar er í vandræðum með að setja inn myndir á Commons frá Kjartani því það er ekki leyft að maður setji inn nema myndir sem maður sjálfur hefur höfundarrétt að. Það er líka mjög mikilvægt að ljósmyndarar eins og Kjartan átti sig á því að þeir eru að afsala sér höfundarrétti með þessu, eina sem þeir geta tiltekið er að það verði að vitna í þá þegar myndin er notuð. Það er ekki hægt að tiltaka að höfundarréttarleyfið gildi bara inn í Wikipedia amk hef ég ekki skilið það þannig.

Ég held að íslenska wikipedia yrði miklu betri ef við gætum fengið myndir frá góðum ljósmyndurum eins og Kjartani til að nota í greinum um íslenska staði. Það þarf samt að vera einfaldari leið til að hlaða þeim myndum inn á Commons heldur en ljósmyndarar geri það sjálfir. Ég hef sett mikið af myndum inn á Commons en mér finnst það ennþá afar flókið og óaðgengilegt fyrir eina og eina mynd. En það er frekar einfalt að dæla inn mörgum myndum í einu með sérstökum commons verkfærum.

Spurning er hvort einfaldara sé að kenna ljósmyndurum á svoleiðis verkfæri (búa til leiðbeiningar)þannig að rétthafar skrái sig sjálfir á commons og seti sjálfir inn myndir á einfaldan hátt eða fara út í svona OTRS. Ég held að það sé ekki heppilegt að hlaða myndum inn á íslensku wikipedia sem eru með notkunarleyfi bara á íslensku wikipedia. Auk þess sem allt stefnir í að allar myndir fari inn á Commons.--Salvör Gissurardóttir 6. júlí 2008 kl. 19:03 (UTC)[svara]

Gott framtak hjá þér, Salvör. Það er rétt að fyrsta skrefið er að útskýra að með því að setja myndir inn á Commons þarf höfundur þeirra að gefa þær út undir frjálsu notkunarleyfi. Ég held samt að það sé ekki heppilegt orðalag að manneskjan afsali sér höfundarétti, höfundur hefur áfram rétt til að gera hvað sem er við eigin verk. Allt um það á þetta nú ekki að þurfa að vera mjög flókið. Ef þú getur fengið tölvupóst frá Kjartani þar sem hann segir "ég samþykki að gefa út myndir A, B og C undir frjálsu leyfi X" getur þú áframsent tölvupóstinn á permissions-commons@wikimedia.org og hlaðið síðan myndunum upp. Þá kemur (vonandi) OTRS-sjálfboðaliði og merkir myndasíðurnar þannig að þær séu í lagi.
Það væri auðvitað gott ef við gætum auðveldað íslenskum lista- og handverksmönnum að gefa út efni sitt undir frjálsum leyfum. Einar Hákonarson listmálari hefur gefið út nokkur verka sinna til slíkra afnota, ég ræddi um það við son hans, sjá t.d. Image:Laxness portrett einar hakonarson 1984.jpg. Þarna hef ég þó ekki gengið nógu vel frá málum, best væri að tala við þá feðga aftur og fá tölvupóst til að senda OTRS. Haukur 6. júlí 2008 kl. 21:16 (UTC)[svara]
Þú getur alveg sett myndir sem þú gerðir ekki sjálf á commons, farðu í Upload file á forsíðunni og veldu eitthvað annað en "It is entirely my own work", t.d. "It is from somewhere else" í þessu tilfelli. Svo tilgreiniru höfund, notkunarleyfi o.s.f.
En, af svari mannsins einu og sér að dæma má áætla að hann geri sér ekki grein fyrir því hvaða leyfi hann þyrfti að gefa til að hægt væri að nota myndirnar hans á Wikipedia. Það má áætla af svari hans að hann haldi að þær verði bara notaðar á Wikipedia vefnum og hvergi annarstaðar.
Það væri örruglega best ef þú bentir honum á CC-SA leyfið og http://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/ . Þar myndi you gilda um handhafa myndarinnar. Sér í lagi þarf hann að gera sér grein fyrir að ef hann gefur verk sín út undir frjálsu notkunarleyfi mun annað fólk geta notað þau, breytt þeim og selt þau svo lengi sem það gefur öðrum sömu réttindi og tilgreinir hann (og aðar, ef við á) sem höfund verksins.
Þar sem hann virðist eiga sitt lífbrauð að hluta af því að selja myndirnar sínar og ef hann gæfi þær undir t.d. CC-BY-SA gæti hver sem er gefið þær út gjaldfrjálst ef upplýsingar um hvaða leyfi þær væru undir fylgdu hef ég á tilfinningunni að hann sé ekki til í að samþykkja þetta. Þá stendur eftir leyfi til að nota þetta bara á Wikipedia sem er í raun jafn gott og ekki neitt. Sérstaklega fyrir myndir af þessu tagi sem hægt er að taka aftur ---Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 13:49 (UTC)[svara]

Tafla

Ég setti inn nýja töflu á greinina um Jakobsveginn, tekna af þýsku wikipedia en þá sjást ekki iw-tenglar og ekki heldur flokkun. Hvað veldur? Masae 7. júlí 2008 kl. 18:11 (UTC)[svara]

Syntaxinn lak, ég lagaði þetta fyrir þig. Fín grein. Haukur 7. júlí 2008 kl. 19:49 (UTC)[svara]
Takk! Masae 8. júlí 2008 kl. 06:21 (UTC)[svara]

Plötur leika lausum hala hjá SG-hljómplötum

Góðan dag. Tvisvar hefur það gerst að breiðskífa (LP-plata) hefur "lent" inn á smáskífu listann (45 rpm) og "skrifað" sig yfir aðra plötu þar með sama listamanni og á stóru plötunni. Eigi veit ég hvers vegna en gæti grunnurinn sem ég nota átt sökina? Í titli beggja plötustærða (LP og 45 rpm) stendur efst; Breiðskífa. Get ég breytt orðinu í; Smáskífa í 45 snúninga listanum án vandkvæða og vonandi komið í veg fyrir fleiri yfirskriftir? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 11:08 (UTC)[svara]

Ég skil ekki spurninguna, er þetta Wikipedia grein sem skrifast yfir aðra? Getur nefnt dæmi? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 11:13 (UTC)[svara]

LP platan SG-050 (Svanhildur - Ég kann mér ekki læti) var skyndilega komin í stað smáskífunnar SG-521 (Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball). Mér tókst að laga þetta en spurningin stendur enn. Get ég breytt orðinu Breiðskífa í grunninum á 45 snúninga plötunum í orðið Smáskífa og hugsanlega komið með því í veg fyrir fleiri uppákomur? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 12:00 (UTC)[svara]

SG 050 var brotin tilvísun því hún vísaði á aðra tilvísun. Þetta þarf að passa þegar verið er að færa hluti.
Þú hefur verið að færa greinina sem lýsir SG 521 sem nú er á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" á milli þess titils og "Svanhildur - Ég kann mér ekki læti" sem skv. listanum er SG 050.
Hvað áttu við með "Get ég breytt orðinu Breiðskífa í grunninum á 45 snúninga plötunum í orðið Smáskífa". Viltu að einhver fari í gegnum listann af "45 snúninga plötur - 45 rpm vinyl. Útgáfuröðin “SG 501-579”" á Listi yfir SG-hljómplötur og breyti orðinu "Breiðskífa" í "Smáskífa"? Ef svo er væri hægt að smíða vélmenni til þess verks.
Það kemur samt ekki heim og saman við að koma í veg fyrir fleiri uppákomur. Þetta vandamál sem þú lýstir skapaðir þú sjálfur með færslu á SG 521 á greinanafn sem SG 050 átti réttilega ef ég skil þetta rétt. Sem er fínasta mál ef það er allt vandamálið, en ég á enn í erfiðleikum með að dæma það af lýsingum þínum sem eru eins og við má búast óljósar ef þú skilur ekki hvað er að gerast í grunninum okkar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 12:33 (UTC)[svara]

Ég færði ekki SG-050 yfir á SG-521, einhver annar hefur gert það. Ég lét bara SG-521 aftur á sinn stað. Ég er ekki sérfræðingur í kerfinu ykkar en geri hlutina samkvæmt leiðbeiningum (Steinninn). Ef það er ekki of mikið mál að "búa til vélmenni" til að breyta "Breiðskífa" í "Smáskífa" í 45 rpm listanum, þigg ég það með þökkum. Og í lokin, er "Arnfjörð" tengt Arnarfirði og þá hvar? - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:03 (UTC) Ég má kannski ekki spyrja svona persónulega en ég er forvitinn um þetta því ég á báðar mínar ættarrætur í Arnarfirði. Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:06 (UTC)[svara]

Þú færðir SG-050 yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks (sjá hér). Svo færðirðu það yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks - Ég kann mér ekki læti og bjóst þannig til tvöfalda tilvísun (þ.e. tilvísun sem vísar á tilvísun) (sjá hér). Af því að þetta er tvöföld tilvísun breytti Notandi:Tölva þessu í tilvísun á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. En þetta var samt enn þá tvöföld tilvísun af því að SG-050 vísaði yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks sem vísaði núna á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. En svo færðir þú þá síðu á Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball (sem er einmitt SG-521) (sjá hér og hér). Það var sem sagt byrjað á að færa SG-050 og þegar hér er komið sögu er búið að færa allt þannig að það eigi að vísa á endanum á Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball og þá breytti Ævar upphaflegu tilvísuninni þannig að SG-050 vísaði beint þangað en ekki á ýmsar aðrar tilvísanir sem vísuðu svo þangað (sjá hér). Þetta verður ruglingslegt þegar tvöfaldar og þrefaldar og fjórfaldar tilvísanir verða til. Þess vegna er mikilvægt að þegar maður færir síðu athugi maður hvort eitthvað vísaði á síðuna sem maður færði og breyti þeirri tilvísun þannig að hún vísi beint á nýja staðinn. --Cessator 8. júlí 2008 kl. 14:24 (UTC)[svara]
Cessator útskýrir þetta ágætlega og lenti ég í breytingarárekstri við hann, en læt mitt standa líka: --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 14:27 (UTC)[svara]
Ég á við að greinin sem SG 521 vísar á vísaði SG 050 líka á, þ.e. greinir sem nú er á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" og lýsir SG 521, var skv. breytingarsögu var áður á "Svanhildur - Ég kann mér ekki læti" sem er nafnið á SG 050 útgáfunni.
Vélmennið er örruglega ekkert mál ef ég veit hvað á að gera, ef ég skoða t.d. SG 522 sem er í 45 rpm listanum er eini staðurinn sem "Breiðskífa" kemur fyrir þegar verið er að vísa í Snið:Breiðskífa efst í greininni? Ætlaðir þú að búa til nýtt snið? Eða kemur orðið "breiðskífa" kannski fyrir í meginm'ali einhverra þessara 45rpm greina og þarf að breyta því í smáskífa?
Varðandi nafnsifjar "Arnfjörð" er ég í föðurætt ættaður af ströndum á Vestfjörðum, síðast þegar ég spurði virtist fólk ekki vita meira um nafnið en svo að forfeður þess bæru það. En líkast til kom einhver þeirra frá Arnafirði eða sá ástæðu til að bera nafnið af öðrum ástæðum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 14:27 (UTC)[svara]

Þetta er grunnurinn fyrir SG-501. Efst stendur {{Breiðskífa. Þarna ætti að standa; Smáskífa og líka við allar hinar 45 rpm plöturnar frá SG-501 til SG-579. Þessar plötur eru jú litlar plötur, 45 snúninga og kallaðar smáskífur en ekki breiðskífur líkt og stóru plöturnar 33 snúninga eru nefndar. Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:59 (UTC)[svara]

Ég færði breytingu þína í sandkassann, eins og sést ef ég breyti {{Breiðskífa}} í {{Smáskifa}} birtist "Snið:Smáskífa". Ástæðan er sú að þarna er verið að vísa í snið sem heitir Breiðskífa sem er til en Snið:Smáskífa er ekki til.
Snið geta heitið hvað sem er, þetta snið sem heitir Breiðskífa gæti þessvegna heitið Zorgloob og greinin væri ekkert verri fyrir vikið, þannig ég sé ekki ástæðu til að breyta þessu. Nema þú viljir breyti innihaldi sniðsins þannig eitthvað sérstakt komi fram á smáskífugreininum sem ekki er á breiðskífugreinunum, þá er ástæða til að búa til nýtt snið eða breyta hinu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:04 (UTC)[svara]

Nú er SG-050 horfin! Gætuð þið verið svo góðir að setja hana aftur inn? Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 15:57 (UTC)[svara]

Ég eyddi henni því hún var tilvísun sem vísaði á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" sem er SG 521, ekki SG 050, á það ekki að vera þannig? Ef ég skil þetta flokkunarkerfi rétt á SG 050 að vera tilvísun á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti sem ekki er búið að skrifa. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:04 (UTC)[svara]

Ef breytingarsagan fyrir Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball er skoðuð finnst þar heil grein þar sem textinn lýsir plötu sem heitir Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauk, myndin sýnir plötu sem heitir Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. Það má vera að greinin sem vantar sé grafin í breytingarsögu einhverstaðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]

Kill all Humans^HRobots!

Sjá [7]. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 13:00 (UTC)[svara]

Tækniorð

Ég er að dunda mér við ASP.NET í frístundum (sem eru fáar) og er alltaf að reka mig á það hvað tölvunarfræðiorðaforðinn minn er lítill - marr læri þetta allt á ensku því miður. Í sumum tilföllum er ég (að ég tel) að búa til orð fyrir hin og þessi hugtök. Ef einhver nennir að fara yfir þetta þá væri það fínt. Dæmi um þýðingar frá mér:

  • web application framework: vefforritunarumhverfi - hef vanist að þýða framework sem umhverfi.
  • separation of presentation and content: aðskilnaður á framsetningu og efni
  • web form: vefeyðublað - nokkuð bein þýðing.
  • static: kyrrstæður - maður talar um kyrrlegar breytur/aðgerðir (static variables/methods) í hlutbundinni forritun svo ég nota bara það hér.
  • dynamic: breytilegur - hef átt erfitt með að þýða þetta en fór eftir Orðabók.is.
  • server-side: miðilsmegin - beinþýddi nokkurnveginn.
  • web development technology: vefforritunartækni
  • databinding: gagnabinding - kannski er til betra orð yfir binding en ég þekki það þá ekki.

Ég gat ekki fundið neitt sniðugt fyrir web controls og user controls, einhverjar uppástungur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. júlí 2008 kl. 03:18 (UTC)[svara]

Það eru til orðalistar fyrir flest þessara orða, bendi þér t.d. á nýlega þræði á rglug póstlistanum um þýðingar. Þar fyrir utan er ekkert voðalega sniðugt að vera þýða buzzword upp úr Microsoft (sem sum þessara virðast vera) nema til að lýsa markaðsefni þeirra. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. júlí 2008 kl. 03:33 (UTC)[svara]

Nauðsynleg viðbót

Okkur vantar svona, helst á öll wiki-verkefnin. Þessi viðbót virkar þannig að ákveðnir notendur geta merkt breytingar sem góðar breytingar, svo þegar venjulegur, oftast óinnskráður, notandi er að lesa grein þá sér hann góðu breytinguna, jafnvel þótt svo að aðrir hafi breytt þar á eftir. Ekki rugla þessu við flýtiminnið. Þetta er gert svo að ef annar notandi skemmir grein, eða klúðrar einhverju, þá mun sú breyting ekki sjást ef greinin hefur einhverja ákveðna breytingu merkta sem góða breytingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. júlí 2008 kl. 05:58 (UTC)[svara]

Dagatal frá vitlausu ári

Það kemur alltaf lítil dagatal til vinstri frá 2007 þegar smellt er á dag dagsins í dag t.d. 11. júlí. Þetta virðist vera þannig að Snið:JúlíDagatal er miðað við árið 2007. Ég kann ekki að laga þetta þannig að það komi sjálfkrafa rétt ár. Listinn Listi yfir daga ársins er líka miðaður við 2007. Á ensku wikipedia sé ég að það er á þessari síðu en:Template:JulyCalendar sett upp dagatal sem er ekki miðað við ákveðið ár heldur núverandi ár (current year) þannig að það er væntanlega snið sem ekki þarf að uppfæra á hverju ári. það er náttúrulega eina vitið að hafa þannig snið. Getur einhver fundið út úr þessu? --Salvör Gissurardóttir 11. júlí 2008 kl. 12:19 (UTC)[svara]

Það þarf væntanlega að setja inn svona en:Template:CalendarSingle. Þetta gildir fyrir ár að 2037.Það þarf væntanlega að setja inn sjö snið fyrir á hvaða vikudegi mánuður byrjar: en:Template:Calendar/MonthStartFri--Salvör Gissurardóttir 11. júlí 2008 kl. 12:34 (UTC)[svara]

Búinn að laga mánuðina út árið 2008. En svo þarf að breyta aftur eftir næstu áramót.--Mói 12. júlí 2008 kl. 06:56 (UTC)[svara]

Wikimania 2008

Wikimania 2008 er að byrja í Alexandríu í Egyptalandi. Hér er dagskráin Vitið þið um einhvern Íslending sem fer þangað? Ég fór bæði á Wikimania í Frankfurt og Boston og vildi óska að ég væri í Egyptalandi núna. Næsta ár verður Wikimania í Argentínu. Eftir því sem ég sé þá verður eitthvað um að atburðir verða sendir út á netinu.

Ég finn nú ekki alveg hvar maður sér það og hvaða græjur þarf. --Salvör Gissurardóttir 16. júlí 2008 kl. 16:15 (UTC)[svara]

Hér er podcast frá ráðstefnunni Wikipedia Weekly 53: The Day Before Wikimania --Salvör Gissurardóttir 17. júlí 2008 kl. 06:22 (UTC)[svara]

Wikimania 2010

Ég var beðin um að láta ykkur vita um að Svíar eru að bjóða sig fram í að halda Wikimania 2010; hér eru „kosningaloforðin“. Ég nenni ekki að þýða einhverja svaka klausu, þið getið lesið um þetta sjálf hérna og hérna. :) — Jóna Þórunn 24. júlí 2008 kl. 09:51 (UTC)[svara]

Það væri auðvitað gaman ef þetta yrði einhvers staðar nálægt okkur einhvern tíma. Ég var farinn að sjá fyrir mér að þetta yrði haldið á tunglinu næst. Haukur 24. júlí 2008 kl. 10:26 (UTC)[svara]
Hehe, kannski svolítið erfitt að fá vegabréfsáritun þangað :) — Jóna Þórunn 24. júlí 2008 kl. 11:59 (UTC)[svara]

OpenStreetMap póstlisti fyrir Ísland

Hæ, ég fékk OpenStreetMap póstlista fyrir Ísland búinn til hægt er að gerast áskrifandi að honum á http://lists.openstreetmap.org/cgi-bin/mailman/listinfo/talk-is

Og fyrir frekari pimpun er hér wikiproject fyrir Ísland og garmin kort af Ísland. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. júlí 2008 kl. 20:18 (UTC)[svara]

Loksins. :) Frábært framtak hjá þér Ævar. — Jóna Þórunn 31. júlí 2008 kl. 20:38 (UTC)[svara]

Update Betawiki

Klámvæðing og Wikipedia

Salvör kom fram í Samfélaginu í nærmynd 29. júlí 2008 og talaðu um Klámvæðingu og Wikipedia, hægt er að hlusta á bútinn á vefsíðu RÚV [8] eða sem Ogg skrá sem ég útbjó og hlóð inn.

Þetta viðtal kom í kjölfar pósts Salvarar á feministinn@hi.is póstlistann nokkrum dögum fyrr, listinn er lokaður en ég tók mér það bessaleyfi að afrita upprunalega póst Salvarar á listann ásamt svari mínu hingað þar sem pósturinn er í grunni til sá sami og viðtalið nema í textaformi.

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. ágúst 2008 kl. 11:11 (UTC)[svara]

Ritskoðun á ekki heima neinsstaðar, síst af öllu á Wikipedia. Feministahreyfingunni hefur hrakað verulega síðan Mary Wollstonecraft ýtti henni af stað um árið, aðallega þar sem hún hefur breyst í öfgafengna ofstjórnunarstefnu kvenna sem eru búnar að bíta það í sig að þeim sé mismunað, nú á þessum tímum almennrar baráttu fyrir auknu frelsi einstaklingsins á öllum sviðum.
Það sem er þó verst við þessa umræðu er hvað þetta skaðar ímynd Wikipedia. Allsstaðar í samfélaginu er fólk byrjað að ógna frelsi annarra vegna ímyndunarveilu um að frelsi sitt sé skert; fólk aðkallandi á harðari reglur til að vernda öryggi sitt. "Sá sem er tilbúinn til að fórna frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið" sagði ágætur maður. Wikipedia er skært ljós í myrkrinu sem er að koma. Látum ekki skoðanir okkar skerða frelsi annarra, og reynum að vernda Wikipedia fyrir þeim sem vilja henni illt (þótt þeir meini oft vel).
--Smári McCarthy 5. ágúst 2008 kl. 11:40 (UTC)[svara]