„Magnús Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
NjardarBot (spjall | framlög)
Lína 15: Lína 15:
==Tengill==
==Tengill==
* [http://althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=415 Upplýsingar um Magnús Guðmundsson á althingi.is]
* [http://althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=415 Upplýsingar um Magnús Guðmundsson á althingi.is]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=407692&pageSelected=2&lang=0 ''Magnús Guðmundsson andaðist á sunnudag''; grein í Morgunblaðinu 1937]


[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]

Útgáfa síðunnar 4. júlí 2008 kl. 02:24

Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson (6. febrúar 1879, Rútsstöðum í Svínadal28. nóvember 1937) var íslenskur stjórnmálamaður.

Ævi og störf

Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Þorsteinsson (1847 — 1931) bóndi á Rútstöðum og móðir hans var Björg Magnúsdóttir (1849 — 1920) húsmóðir. Hann giftist 12. október 1907 Sofiu Bogadóttur (1878 — 1948). Þau áttu þrjú börn, Boga Smith, Björgu og Þóru. Hann fékk stúdentspróf frá Lærða skólanum 1902 og lögfræðipróf frá Hafnarháskóla 1907. Hann var á þingi frá 1916 til dauðadags 1937. Hann var meðlimur í Íhaldsflokknum og var síðar einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins. Hann starfaði stuttlega sem forsætisráðherra frá 23. júní 1926 til 6. júlí sama árs. Hann var gerður að fjármálaráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í gerð ríkisstjórnar í fyrsta skipti.

Magnús Guðmundsson er einn örfárra íslenskra ráðherra sem sagt hefur af sér. Meðan Jónas Jónsson, kenndur við Hriflu, var dómsmálaráðherra árið 1932 hóf hann málarekstur á hendur Magnúsi, sem þá var enn óbreyttur þingmaður en við það að setjast í stól dómsmálaráðherra að afloknum yfirvofandi stjórnarskiptum. Jónas sakaði Magnús um glæpsamlegt athæfi í sambandi við gjaldþrotaskipti meðan hann sinnti lögmannsstörfum nokkrum árum áður. Flestir töldu ákæruna fráleita en Hermann Jónasson, sem þá var lögreglustjóri í Reykjavík og æðsti dómari í höfuðstaðnum, í undirrétti. Hann gaf sér tíma frá alvarlegum átökum í borginni þann 9. nóvember 1932 til fara á skrifstofu sína og dæma Magnús Guðmundsson - sem þá var orðinn dómsmálaráðherra - í fangelsi. Dómsmálaráðherra í fangelsi var auðvitað óhugsandi og Magnús sagði af sér meðan málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. Ólafur Thors tók þá við sem ráðherra í hans stað í mánuð eða svo - en þá hafnaði Hæstiréttur með öllu dómi Hermanns Jónassonar og sýknaði Magnús af öllum ákærum. [heimild vantar]


Fyrirrennari:
Sigurður Eggerz
Fjármálaráðherra
(25. febrúar 19207. mars 1922)
Eftirmaður:
Magnús Jónsson
Fyrirrennari:
Jón Magnússon
Forsætisráðherra Íslands
(23. júní 19268. júlí 1926)
Eftirmaður:
Jón Þorláksson
Fyrirrennari:
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(25. maí 19293. júní 1932)
Eftirmaður:
Ólafur Thors
Fyrirrennari:
Ólafur Thors
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(2. október 193428. nóvember 1937)
Eftirmaður:
Pétur Magnússon


Tengill