„Loki“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Skipti út Loki_Iceland.jpg fyrir Processed_SAM_loki.jpg.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Persóna
| nafn = Loki Laufeyjarson
| búseta = [[Valhöll]]
| mynd =
| myndastærð =
| myndatexti =
| fæðingarnafn = Loki Laufeyjarson
| fæðingardagur =
| fæðingarstaður =
| dauðadagur = Ragnarrök
| dauðastaður =
| orsök_dauða = [[Heimsendir]]
| þekktur_fyrir = Að vera guð í [[Ásatrú]] og [[Noræn Goðafræði|Norænni Goðafræði]]
| starf = Ás
| titill =
| laun =
| trú = Ásatrú
| maki = [[Sigyn]]
| börn = [[Sleipnir]], [[Miðgarðsormur]], [[Hel]], [[Fenrisúlfur]]
| foreldrar = [[Laufey]], Fárbauti
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
}}
:''Loki er einnig [[Loki (mannsnafn)|íslenskt karlmannsnafn]]''
:''Loki er einnig [[Loki (mannsnafn)|íslenskt karlmannsnafn]]''
{{norræn goðafræði}}
{{norræn goðafræði}}

Útgáfa síðunnar 13. júní 2008 kl. 21:00

Loki Laufeyjarson
Fæddur
Loki Laufeyjarson
DáinnRagnarrök
DánarorsökHeimsendir
StörfÁs
Þekktur fyrirAð vera guð í Ásatrú og Norænni Goðafræði
TrúÁsatrú
MakiSigyn
BörnSleipnir, Miðgarðsormur, Hel, Fenrisúlfur
ForeldrarLaufey, Fárbauti
Loki er einnig íslenskt karlmannsnafn

Loki Laufeyjarson er afar fyrirferðarmikið goðmagn í norrænni goðafræði. Hann er sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns og er því af jötnaætt. Hann umgengst goðin mikið og blandaði eitt sinn blóði við Óðinn sjálfan. Loki eignaðist þrjú hræðileg afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu en kona hans var önnur. Hún hét Sigyn og eignaðist Loki tvo syni með henni.

Loki er ekki guð. Hann er hvorki af ætt ása né vana og ekki hafa fundist nein ummerki um að hann hafi nokkurs staðar verið tilbeðinn eða dýrkaður. Loki er slægur og slunginn og er ásum oft til mikils ama. Af hrekkjum sínum og illvirkjum hefur Loki fengið mörg miður hugguleg viðurnefni t.a.m. rógberi ásanna, frumkveði flærðanna og vömm allra goða og manna.

Í Eddukvæðum má finna Lokasennu sem segir frá rifrildi Loka við hin goðin og einnig segir hinn færeyski Loka Táttur frá því þegar Loki hjálpar mannfólkinu. Mest er að finna um Loka í Eddu Snorra Sturlusonar.

Loki sem bragðarefur

Í hinni norrænu goðafræði gegnir Loki því hlutverki sem í trúarbragðafræðum hefur verið kallað bragðarefur (á ensku trickster). Loki leikur á goðin, hrekkir þau, hegðar sér ósæmilega og brýtur þær reglur sem hafa áður verið settar af goðunum en slík hegðun er dæmigerð fyrir bragðarefi. Loki hefur þó þá sérstöðu að hann er oft illgjarn og sjaldan leiða hrekkir hans til nokkurra heilla, allra síst fyrir hann sjálfan, því goðin refsa honum oft harðlega fyrir það sem hann gerir.

Afkvæmi Loka

Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna Angurboðu og eru þau hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og Fenrisúlfur,risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er Hel, en hún ríkir yfir undirheimum og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Narfi og Váli.

Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur Sleipnir. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.

Loki Laufeyjarson

Ráðbani Baldurs

Loki var sá sem bar mesta ábyrgð á dauða Baldurs, hins hvíta áss. Goðin léku sér að því að kasta hlutum að Baldri því Frigg hafði komið því svo fyrir að ekkert beit á honum. Loki komst þó að því að sá hlutur sem gat skaðað hann var mistilteinn og kom hann því svo fyrir að Höður, hinn blindi ás, fékk mistilteinsknippi í hendurnar og varpaði því, óafvitandi um hvað hann hafði undir höndum, að Baldri svo af hlaust bani. Einnig segir sagan að þegar æsir reyndu að ná Baldri aftur úr Helju með því að fá alla hluti heims til að gráta hann, þá hafi Loki dulbúið sig sem tröllkonuna Þökk en hún var sú eina sem neitaði að gráta. Baldur var því um kyrrt í Helju.

Örlög Loka og Ragnarök

Goðin komust á snoðir um hvernig dauða Baldurs hafði verið háttað og flýði Loki á fjall eitt þar sem hann faldist oft í líki lax. Í því líki var Loki þegar Þór handsamaði hann. Eftir að Loki hafði verið handsamaður var hann bundinn með þörmum Nara sonar síns og eitur látið renna á hann. Sigyn, kona hans, sat þó hjá honum og hélt fyrir keri svo eitrið myndi ekki renna framan í hann. Þegar Sigyn tæmdi kerið lak eitrið þó á Loka og urðu þá jarðskjálftar. Í heimsslitaorrustunni Ragnarökum barðist Loki með jötnum gegn ásum. Hann barðist hatrammlega gegn Heimdalli og varð báðum af bani.

Samanburður við önnur trúarbrögð

Loki hefur verið borinn saman við bragðarefi í ýmsum þjóðartrúarbrögðum, t.a.m. sléttuúlfinn (Coyote) í trúarbrögðum indíána Norður-Ameríku. Þá hefur honum verið líkt við Hermes, sem blekkti eitt sinn Appollon, slavneska guðinn Veles og hinn kínverska apakonung.

Heimildir:

Snið:Enwikiheimild

Snið:Tengill ÚG