„Mars (reikistjarna)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: gv:Mart (planaid)
PipepBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: gan:火星
Lína 186: Lína 186:
[[frp:Mârs (planèta)]]
[[frp:Mârs (planèta)]]
[[ga:Mars (pláinéad)]]
[[ga:Mars (pláinéad)]]
[[gan:火星]]
[[gl:Marte (planeta)]]
[[gl:Marte (planeta)]]
[[gu:મંગળ (ગ્રહ)]]
[[gu:મંગળ (ગ્રહ)]]

Útgáfa síðunnar 8. júní 2008 kl. 12:54

Mars
Plánetan Mars
Plánetan Mars

Smelltu á myndina til þess að stækka hana
Einkenni sporbrautar
Meðal radíus brautar 227.936.640 km
Sveigja sporöskju 0,09341233
Lengd árs (umferðartími) 686,98 dagar
(1,88081578 Júlíönsk ár)
Sýndarumferðartími 779,95 dagar
Meðalhraði á sporbraut 24,1309 km/s
Brautarhalli 1,85061°
Fjöldi tungla 2
Eðliseinkenni
Radíus um miðbaug 3.396,2 km
Yfirborðsflatarmál 144 milljón km²
Massi 6,4191 × 1023 kg
Meðalþéttleiki 3,94 g/cm³
Þyngdarafl við miðbaug 3,71 m/s², eða 0,38g
Lengd dags 24,6229 hours
Pólhalli 25,19°
Brennipunktur 0,15
Brottvikshraði 5,02 km/s
Hiti á yfirborði
minnst meðal mest
133K 210K 293K
Eiginleikar gufuhvolfs
Loftþrýstingur 0,7-0,9 kPa, (7-9 hPa)
Koldíoxíð 95,32%
Nitur 2,7%
Argon 1,6%
Súrefni 0,13%
Kolmónoxíð 0,07%
Vatnsgufa 0,03%
Nituroxíð 0,01%
Neon 2,5 ppm
Krypton 300 ppb
Xenon 80 ppb
Ósón 30 ppb
Metan 10,5 ppb

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu talið og sú ysta af innri reikistjörnunum. Mars er nefndur eftir rómverska stríðsguðinum, sökum hins rauða litar sem prýðir yfirborðið, en hann er til kominn vegna járnríks bergs og ryks sem hefur oxast („ryðgað“). Vegna hins rauða litar er hún einnig oft kölluð „Rauða plánetan“. Yfirborð Mars einkennist af stórum gljúfrum og stórum eldfjöllum.

Í kínveskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Eldstjarnan, byggt á frumefnunum fimm.

Tvö tungl, Fóbos og Deimos eru á sporbraut um hana, en þau eru bæði smágerð og hafa einkennilega lögun, Fóbos er stærri en Deimos, en sporbaugur hans er mun styttri – þau eru líklega loftsteinar sem voru fangaðir í þyngdarafli Mars.

Vatn á Mars

Kenningar eru um að vatn sé að finna á Mars en það er allavega ekki í fljótandi formi - vegna lágs loftþrýstings er suðumark vatns 0° á selsíus svo að það myndi gufa upp um leið og það kæmi upp á yfirborðið. Fram hafa komið kenningar um að hugsanlega sé ís að finna undir yfirborðinu eða í gígum við pólana þar sem aldrei skín sól. Rannónir gefa til kynna að það sé um 0,03% af vatni að meðaltali í andrúmsloftinu á mars.

Koldíoxíð á Mars

Það er rúmlega fimm sinnum meira af Koldíoxíð í andrúmsloftinu á mars heldur en er í andrúmsloftinu á jörðinni. yfr 95% lofthúpsinns á mars er Koldíoxíð á móti er aðeins um 0,035% af Koldíoxíð í adrúmsloftinu á jörðinni. Koldíoxíð er byggingarefni platna, sem plöntunrar breita í súrefni og kolvetni. Við borðum kolvetni. Það er auðvelt að vinna súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum eða eldsneiti á vélarnar okkar úr Koldíoxíð með notkun ljóstilífunar plantna.

Eldvirkni

Eldfjöll á Mars eru stærri en þau sem finnast á jörðinni vegna þess að ekkert landrek er á Mars og þess vegna verða ekki fleiri eldfjöll til, heldur stækka þau sem eru þar nú þegar. Olympus Mons er stærsta eldfjallið sem menn vita um, en það þekur landsvæði á stærð við Ísland og er um 27 km á hæð. Mesti hæðarmunur á Jörðu er á Everestfjalli og dýpstu úthafsgjám er til samanburðar tæpir 20 kílómetrar.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG