„Borgarleikhúsið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Ný síða: thumb|right|Borgarleikhúsið. '''Borgarleikhúsið''' er leikhús við Listabraut í Reykjavík í Kringlumýri rétt við verslunarmiðstöðina [...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:


Fyrstu leikritin sem sett voru upp voru tvö leikrit byggð á verkum [[Halldór Laxness|Halldórs Laxness]], ''[[Ljós heimsins]]'' á litla sviðinu í leikstjórn [[Kjartan Ragnarsson|Kjartans Ragnarssonar]], og ''[[Höll sumarlandsins]]'' á stóra sviðinu í leikstjórn [[Stefán Baldursson|Stefáns Baldurssonar]].
Fyrstu leikritin sem sett voru upp voru tvö leikrit byggð á verkum [[Halldór Laxness|Halldórs Laxness]], ''[[Ljós heimsins]]'' á litla sviðinu í leikstjórn [[Kjartan Ragnarsson|Kjartans Ragnarssonar]], og ''[[Höll sumarlandsins]]'' á stóra sviðinu í leikstjórn [[Stefán Baldursson|Stefáns Baldurssonar]].

[[Flokkur:Leikhús í Reykjavík]]
{{s|1989}}

[[en:Reykjavik City Theatre]]

Útgáfa síðunnar 6. júní 2008 kl. 10:45

Mynd:Borgaleikhus.JPG
Borgarleikhúsið.

Borgarleikhúsið er leikhús við Listabraut í Reykjavík í Kringlumýri rétt við verslunarmiðstöðina Kringluna. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin af þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, Birgi Ísleifi Gunnarssyni árið 1976, en þá hafði Leikfélag Reykjavíkur undirbúið byggingu leikhússins frá 1953 með stofnun húsbyggingasjóðs, sem meðal annars var fjármagnaður með ágóða af miðnætursýningum og revíum. Framkvæmdir lágu svo niðri til 1980 þegar leikfélagið fékk arf og borgin ákvað að leggja aukið fé í framkvæmdina. Þá stóð til að opna leikhúsið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar 1986. Davíð Oddsson borgarstjóri lagði hornstein að byggingunni, sem þá var að mestu lokið við að steypa, 11. janúar 1986 en það var ekki fyrr en 5. september 1989 að leikarar leikfélagsins fluttu með formlegum hætti úr Iðnó í Borgarleikhúsið og fengu lykla afhenta frá borgarstjóra. 20. október var húsið vígt og nam þá byggingarkostnaður 1,5 milljörðum króna.

Fyrstu leikritin sem sett voru upp voru tvö leikrit byggð á verkum Halldórs Laxness, Ljós heimsins á litla sviðinu í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar, og Höll sumarlandsins á stóra sviðinu í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.