„Berufjörður“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Berufjörður''' er um 20 km langur fjörður á [[Austfirðir|Austfjörðum]] á [[Ísland]]i. Upp úr honum ganga 3 [[dalur|dalir]], [[Búlandsdalur]] og [[Fossárdalur]] upp af Fossárvík að sunnan, og ónefndur dalur úr botni fjarðarins. Þorpið [[Djúpivogur]] liggur við sunnanverðan fjörðinn.
'''Berufjörður''' er um 20 km langur fjörður á [[Austfirðir|Austfjörðum]] á [[Ísland]]i. Upp úr honum ganga 3 [[dalur|dalir]], [[Búlandsdalur]] og [[Fossárdalur]] upp af Fossárvík að sunnan, og ónefndur dalur úr botni fjarðarins. Þorpið [[Djúpivogur]] liggur við sunnanverðan fjörðinn. Berufjörður tilheyrir [[Djúpavogshreppur|Djúpavogshreppi]].
Næstu firðir eru [[Breiðdalsvík]] að norðan, og [[Hamarsfjörður]] að sunnan.
Næstu firðir eru [[Breiðdalsvík]] að norðan, og [[Hamarsfjörður]] að sunnan.


[[Búlandstindur]], sunnan fjarðar og yzt, setur mikinn svip á umhverfið. Talsvert er um sker og boða í fjarðarmynninu en þeim fækkar, er innar dregur. Strauma gætir mikið í firðinum. Suðurströndin er að mestu undirlendislaus og óbyggð en norðurströndin, Berufjarðarströnd, er byggð. Fjallaramminn norðan fjarðar er prýddur hvössum og fögrum eggjum og gnípum og ríólítinnskot eru áberandi. Eitt afbrigða ríólíts er [[flikruberg]]. Það er grænt með ljósum flikrum. Sýnishorn af þessari bergtegund liggur fyrir fótum ferðamannsins á Berufjarðarströndinni, þar sem lágur, grænn höfði gengur í sjó fram.
==Tengill==

*[http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_berufjordur.htm Berufjörður]
Berufjaðrarbærinn fyrir botni fjarðarins var prestsetur fyrrum. Þar var kirkja, helguð [[Ólafur Helgi|Ólafi Helga Noregskonungi]] og í [[Berunes]]i var útkirkja. [[Prestakall]]ið var lagt niður [[1907]] og sóknirnar lagðar til [[Hof í Álftafirði|Hofs]] og síðar til Djúpavogs. Kirkjan, sem nú stendur í Berufirði, var reist [[1874]].

Forn fjallvegur liggur upp drögin í fjarðarbotninum og niður í [[Skriðdalur|Skriðdal]]. Hann heitir Öxi og tengist þjóðvegi #1 við lítið stöðuvatn hæst á [[Breiðdalsheiði]] og er jeppafær á sumrin. Önnur gömul alfaraleið liggur um [[Berufjarðarskarð]] til [[Breiðdalur|Breiðdals]]. Árið [[1951]] var u.þ.b. 7 hektara svæði girt af til skógræktar.

Nafngift fjarðarins er kominn frá [[Bera|Beru]], sem átti [[Sóti|Sóta]] að manni. Sagan segir, að þau hafi eitt sinn farið með fleira fólki til veizlu á [[Fljótsdalshérað]]i. Á bakaleiðinni lentu þau í ofsaveðri og fólkið þeirra fórst á leiðinni yfir heiðina, nema Bera. Hún lét hestinn ráða ferðinni en hann hljóp beint inn í hesthús, þannig að Bera fell af baki og hálsbrotnaði. Sagt er, að hún sé dysjuð í [[Beruhóll|Beruhóli]].

Alsírsku sjóræningjarnir, sem hjuggu strandhögg á [[Ísland]]i árið [[1627]], komu fyrst að landi á Austfjörðum. Þeir brenndu bæinn að Berufirði og drápu allt kvikt, nema þá, sem þeir tóku með sér til þrælasölu.

[[Eiríkur Magnússon]] ([[1833]]-[[1913]]), bókavörður í [[Cambridge]] í [[England]]i, fæddist að Berufirði. Hann þýddi margar bækur úr ensku, m.a. Storminn eftir [[Shakespeare]] ([[1885]]), Lilju eftir [[Eysteinn Ásgrímsson|Eystein Ásgrímsson]] ([[1870]]) og [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar]] ([[Legends of Iceland]]; [[1864]]-[[1866]]) ásamt [[G.E.J. Powell]]. Hann og [[William Morris]] þýddu líka nokkrar [[Íslendingasögur|Íslendingasagnanna]]. Hann sá um margar útgáfur, m.a. bæklinga, sem hann ritaði sjálfur um margs konar þjóðþrifamál Íslendinga.

Í Gautavík var [[verslunarstaður]] til forna. Bæði í [[Njálssaga|Njálssögu]] og [[Fljótsdælasaga|Fljótsdælasögu]] segir frá skipakomum þangað.
Á [[14. öld|14.]] og [[15. öld]] virðist hafa verið töluvert verslað við [[Þýskaland|Þjóðverja]] eftir því sem annálar herma. Eru í Gautavík sýnilegar [[minjar]] um verslunarstaðinn þar. Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til [[Fýluvogur|Fýluvogs]] (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá [[Bremen]] eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á [[Djúpivogur|Djúpavog]].

[[Þangbrandur]] prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum [[Ólafur Tryggvason|Noregskonungs]] til að kristna [[Ísland|Íslendinga]]. Hann var [[Þýskaland|þýzkur]] og gerðist hirðprestur [[Ólafur Tryggvason|Ólafs konungs Tryggvasonar]]. Honum er lýst sem ofstopamanni í [[Kristnisaga|Kristnisögu]] og ófærum til [[kristniboð|kristniboðs]], enda var hann sagður bera [[Biblían|Biblíuna]] í annarri hendi og [[sverð]] í hinni.

Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið [[1792]] og hjónin á bænum fórust.

== Heimild ==
*[http://www.nat.is Nat.is]

== Tengill ==
*[http://www.djupivogur.is Djúpivogur]


{{Stubbur|ísland|landafræði}}
{{Stubbur|ísland|landafræði}}

Útgáfa síðunnar 16. apríl 2008 kl. 17:28

Berufjörður er um 20 km langur fjörður á Austfjörðum á Íslandi. Upp úr honum ganga 3 dalir, Búlandsdalur og Fossárdalur upp af Fossárvík að sunnan, og ónefndur dalur úr botni fjarðarins. Þorpið Djúpivogur liggur við sunnanverðan fjörðinn. Berufjörður tilheyrir Djúpavogshreppi. Næstu firðir eru Breiðdalsvík að norðan, og Hamarsfjörður að sunnan.

Búlandstindur, sunnan fjarðar og yzt, setur mikinn svip á umhverfið. Talsvert er um sker og boða í fjarðarmynninu en þeim fækkar, er innar dregur. Strauma gætir mikið í firðinum. Suðurströndin er að mestu undirlendislaus og óbyggð en norðurströndin, Berufjarðarströnd, er byggð. Fjallaramminn norðan fjarðar er prýddur hvössum og fögrum eggjum og gnípum og ríólítinnskot eru áberandi. Eitt afbrigða ríólíts er flikruberg. Það er grænt með ljósum flikrum. Sýnishorn af þessari bergtegund liggur fyrir fótum ferðamannsins á Berufjarðarströndinni, þar sem lágur, grænn höfði gengur í sjó fram.

Berufjaðrarbærinn fyrir botni fjarðarins var prestsetur fyrrum. Þar var kirkja, helguð Ólafi Helga Noregskonungi og í Berunesi var útkirkja. Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknirnar lagðar til Hofs og síðar til Djúpavogs. Kirkjan, sem nú stendur í Berufirði, var reist 1874.

Forn fjallvegur liggur upp drögin í fjarðarbotninum og niður í Skriðdal. Hann heitir Öxi og tengist þjóðvegi #1 við lítið stöðuvatn hæst á Breiðdalsheiði og er jeppafær á sumrin. Önnur gömul alfaraleið liggur um Berufjarðarskarð til Breiðdals. Árið 1951 var u.þ.b. 7 hektara svæði girt af til skógræktar.

Nafngift fjarðarins er kominn frá Beru, sem átti Sóta að manni. Sagan segir, að þau hafi eitt sinn farið með fleira fólki til veizlu á Fljótsdalshéraði. Á bakaleiðinni lentu þau í ofsaveðri og fólkið þeirra fórst á leiðinni yfir heiðina, nema Bera. Hún lét hestinn ráða ferðinni en hann hljóp beint inn í hesthús, þannig að Bera fell af baki og hálsbrotnaði. Sagt er, að hún sé dysjuð í Beruhóli.

Alsírsku sjóræningjarnir, sem hjuggu strandhögg á Íslandi árið 1627, komu fyrst að landi á Austfjörðum. Þeir brenndu bæinn að Berufirði og drápu allt kvikt, nema þá, sem þeir tóku með sér til þrælasölu.

Eiríkur Magnússon (1833-1913), bókavörður í Cambridge í Englandi, fæddist að Berufirði. Hann þýddi margar bækur úr ensku, m.a. Storminn eftir Shakespeare (1885), Lilju eftir Eystein Ásgrímsson (1870) og Þjóðsögur Jóns Árnasonar (Legends of Iceland; 1864-1866) ásamt G.E.J. Powell. Hann og William Morris þýddu líka nokkrar Íslendingasagnanna. Hann sá um margar útgáfur, m.a. bæklinga, sem hann ritaði sjálfur um margs konar þjóðþrifamál Íslendinga.

Í Gautavík var verslunarstaður til forna. Bæði í Njálssögu og Fljótsdælasögu segir frá skipakomum þangað. Á 14. og 15. öld virðist hafa verið töluvert verslað við Þjóðverja eftir því sem annálar herma. Eru í Gautavík sýnilegar minjar um verslunarstaðinn þar. Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til Fýluvogs (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá Bremen eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á Djúpavog.

Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga. Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar. Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera Biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.

Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.

Heimild

Tengill

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.