„Papey“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: tr:Papey
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18: Lína 18:
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
{{Stubbur|ísland|landafræði}}


[[Flokkur:Djúpavogshreppur]]
[[Flokkur:Eyjar við Ísland]]
[[Flokkur:Eyjar við Ísland]]
[[Flokkur:Austurland]]
[[Flokkur:Austurland]]

Útgáfa síðunnar 16. apríl 2008 kl. 08:18

Papey er stór eyja við austurströnd Íslands og tilheyrir Djúpavogshreppi. Eyjan er um 2 ferkílómetrar að stærð, og er hæsti punktur hennar um 58 metrar yfir sjávarmáli.

Búið var í Papey frá landnámsöld og fram til ársins 1966 og þar er enn íbúðarhús, viti og kirkja. Stór lundabyggð er í Papey. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1998.

Papar

Í Landnámabókum er Papa getið, og að fleiri hlutir hafi fundist eftir þá "þeir, er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn". Ennfremur er þess getið, að gripir þessir hafi fundist í "Papey austur og í Papýli"

Einnig er þess getið í Landnámu, í tengslum við vetursetu Ingólfs Arnarsonar á Geithellum í Álftafirði, að um vorið hafi konur gengið upp í fjall og séð reyk úti í Papey. Þegar farið var að athuga um reykinn, voru þar papar fyrir.

Papey er því einn þeirra staða sem talið er að papar hafi búið. Í Papey má finna mörg örnefni sem benda til veru papa þar, s.s. Papatættur og Írskuhólar. Engar minjar hafa þó fundist í eynni sem benda til veru papa þar, þrátt fyrir að nokkuð hafi verið leitað að ummerkjum um veru þeirra í Papey og nágrenni Djúpavogs. Dr. Kristján Eldjárn var við rannsóknir í Papey, einkum á árunum milli 1970 og 1980, án þess að finna ummerki um veru Papa þar. Hins vegar fann hann rústir bæja í Papey sem ber öll merki norrænna manna sem þar munu hafa verið á landnámsöld.

Tengill

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.